24 stundir - 08.04.2008, Síða 48
24stundir
? Íslenska vatnið skilgreinir okkur semþjóð. Sé því blandað í aðra drykki verðaþeir betri en samskonar drykkir í út-löndum. Íslenska kókið er til dæmismiklu betra en það franska og íslenskibjórinn er bestur - enda framleiddur úrpure icelandic water. Alveg eins og þegaríslenskur handboltamaður gengur í er-
lent lið þá verður liðið fyrst áhugavert.
Ég drekk ekki mjólk í öðrum löndum.
Sú íslenska er nefnilega í sérflokki eins
og aðrar íslenskar landbúnaðarvörur. Ég
kaupi ekki grænmeti nema það sé ís-
lenskt og kjötvörur bragðast betur hafi
skepnurnar drukkið pure icelandic water.
Ísland er semsagt besta land í heimi,
en samt er allt í rugli hérna. Könnun eft-
ir könnun sýnir að íslenska mennta-
kerfið er glatað, sérþörfum er ekki sinnt
og afburðarnemendur fá ekki tækifæri til
að skara framúr. Við erum þunglynd,
drykkfelld og óalandi, við megum ekki
sjá hús án þess að míga utan í það og við
sprengjum utan af okkur hvert fangelsið
á fætur öðru. Við erum ömurleg þjóð.
Það sem er óþolandi við að tilheyra ís-
lensku þjóðinni er að við þurfum ekki að
vera ömurleg. Við erum fá, rík og vel
upplýst. Ef landinu væri ekki stjórnað af
vanhæfum besserwisserum væri hægt að
byggja upp gott menntakerfi, heilbrigð-
isþjónustu sem virkar og stofnanir sem
hjálpa þeim sem eiga erfitt. Ólíkt vatn-
inu þá eru íslenskir stjórnmálamenn ná-
kvæmlega eins og þeir erlendu. Blind-
aðir af hégóma - eiginhagsmunaseggir
sem eru í pólitík til að leggja veg að eigin
innkeyrslu.
Það sem Ísland gæti verið
Atli Fannar Bjarkason
skrifar um Ísland.
YFIR STRIKIÐ
Er Ísland
besta land
í heimi?
24 LÍFIÐ
Gametíví bræðurnir, Ólafur Þór og
Sverrir Bergmann, leita nú að besta
Guitar Hero leikmann-
inum á Íslandi.
100.000 kall fyrir
gítarhetju Íslands
»42
Útvarpsmaðurinn Ómar Bonham
hefur snúið aftur í loftið. Rödd
hans heyrist nú á Xinu
977 um helgar.
Ómar Bonham snýr
aftur í útvarp
»46
Jónas Björgvinsson tók myndir af
Friðarsúlunni.Yoko Ono hreifst af
myndunum, keypti þrjár
og bauð honum í partý.
Seldi Yoko myndir
af friðarsúlunni
»46
● Fyrsti íslenski
formaðurinn
„Aðdragandinn að
þessu var sér-
kennilegur. Það
var þarna Dani
einn í framboði
sem ekki náði
nægum at-
kvæðafjölda og því var leitað til
mín,“ segir Páll Heimisson sem
var kosinn formaður DENYC, Evr-
ópusamtaka ungra hægrimanna,
um síðustu helgi. „Þetta hafði ekki
hvarflað að mér fyrirfram, ég taldi
stöðu Íslands ekki nógu sterka.
Þetta er upphefð fyrir mig og unga
sjálfstæðismenn og það verður
gaman að takast á við verkefnið.“
● Raddþjálfari
Hera Björk Þór-
hallsdóttir verður
ein af hinum um-
deildu bakrödd-
um Eurobandsins
í Serbíu 22. maí
næstkomandi.
Hún er þó annað
og meira en bara bakrödd. „Jú það
er rétt, því ég er líka ráðin sem
raddþjálfari fyrir hópinn. Ég
hlakka mikið til, ég hef aldrei farið
áður í Eurovision og allt eru þetta
góðir vinir mínir, þannig að þetta
er mjög spennandi,“ segir Hera,
sem ásamt Pétri Erni Guðmunds-
syni, Guðrúnu Gunnarsdóttur og
Grétari Örvarssyni munu styðja
við Eurobandið.
● Ekki í
starfslýsingu
„Þetta er ekki hluti
af starfslýsingu, ég
held að þetta sé nú
bara tilviljun,“
segir Árni Gunn-
arsson, fram-
kvæmdastjóri
Flugfélags Íslands, en hann var
kosinn formaður Samtaka ferða-
þjónustunnar á aðalfundi í síðustu
viku. Fyrirrennari hans var Jón
Karl Ólafsson en hann var sem
kunnugt er einnig framkvæmda-
stjóri Flugfélagsins. Árni segir nýja
starfið leggjast vel í sig. Hann starf-
aði áður í flugnefnd samtakanna.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.is
AVERY
Spine support
(Full XL 135x203)
kr. 84.800
AVERY
Spine support
(Queen size 153x203)
kr. 89.900
AVERY
Spine support
(King size 193x203)
kr. 129.800
AVERY
Spine support
(Twin XL 97x203)
kr. 68.900
AVERY
Spine support
(Cal King size 183x213)
kr. 129.800
Öll heilsurúm frá King Koil eru með 3 til
5 svæðaskiptum stífleika, bæði í gormakerfi
og bólstrun, til að veita fullkomna þrýstijöfnun
og réttan stuðning við axlir og mjóbak.
SVÆÐASKIPTUR STÍFLEIKI
King Koil hefur framleitt hágæða rúm í Bandaríkjunum
síðan árið 1898 og framleiðir í dag einu dýnurnar sem
eru bæði með vottun frá FCER (Alþjóða rannsóknar-
samtök kíropraktora) og Good housekeeping
(stærstu neytendasamtök í Bandaríkjunum).
RÝMINGARSALA!
AMERÍSKAR HEILSUDÝNUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI.
Vegna nýrrar vörulínu frá King Koil Comfort solution
verður rýmingarsala á öllum eldri gerðum næstu daga
á gamla genginu með allt að 30% afslætti.
Enn eru til svefnsófar
og stillanleg rúm
á gamla genginu.