24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 11.04.2008, Blaðsíða 1
Um 150 tónlistarmenn á ýmsum aldri taka þátt í árlegu Stórsveitamaraþoni Stórsveitar Reykjavíkur í Ráðhúsi borgarinnar á laugardag. Sigurður Flosason segir að aldrei hafi fleiri sveitir tekið þátt. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Hvergi í heiminum eru stýrivextir í landi með þróað hagkerfi hærri en á Íslandi, eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti úr 15 prósentu- stigum í 15,5 í gær. Seðlabankinn og greiningardeildir viðskiptabankanna spá því að stýrivextir haldist nokkuð háir út árið, en taki þó að lækka þeg- ar kemur fram á haust. Samtök atvinnulífsins (SA) brugð- ust við fréttunum með því að til- kynna að sett hafi verið á laggirnar nefnd sérfræðinga til að meta mögu- leika á evruvæðingu atvinnulífsins, sem þýðir að einkaaðilar noti evru í öllum viðskiptum sín á milli. „Ísland myndi ekki vera eina land- ið í heiminum þar sem þetta hefði gerst,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, spurður að því hvort um raunhæfan möguleika sé að ræða. Hann bendir á að mörg lönd í Suður-Ameríku, og eins Króatía og Svartfjallaland, hafi farið þessa leið. „Ef vextirnir haldast þetta háir til lengdar frýs hagkerfið, sem mun leiða til atvinnuleysis og afkomu- brests okkar félagsmanna,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands. Þarf fleiri tæki en Seðlabanka Hann gagnrýnir það sem hann kallar sinnu- og ábyrgðarleysi stjórnvalda í peningamálum. „Það verður að finna fleiri leiðir en bara stjórntæki Seðlabankans til að vinna bug á verðbólgunni.“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði þegar ákvörðunin var kynnt að verðbólga á fyrsta fjórðungi árs- ins hefði verið meiri en spáð var og horfur væru á að hún ykist enn frekar. Viðvarandi verðbólga komi skuldsettum heimilum og fyrir- tækjum illa og því sé „þjóðarnauð- syn að verðbólga verði hamin“. Hæstu vextir í heimi SKIPTIR EKKI MEGINMÁLI»12  SA kanna evruvæðingu atvinnulífs  ASÍ óttast frost í hagkerfinu og atvinnuleysi STÝRIVEXTIR Í MARS 2008 Japan USA Evrusvæði Noregur England Ísland Tyrkland 0,5% 2,25% 4% 5,25% 5% 15,5% 15,25% Þyrlast um í þjóðgarðinum „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð“ Mikið gekk á í gær við byggingu umdeilds sumarhúss á bakka Þingvalla- vatns og var meðal annars notuð þyrla við jarðvegsflutninga. „Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og fólk hér í nágrenninu skilur ekki að Þingvallanefnd hafi leyft þessa framkvæmd,“ segir nágranni. »4 24stundir/Ingimar B. 24stundirföstudagur11. apríl 200869. tölublað 4. árgangur Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500, opið: 10-18 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504, opið virka daga: 10-18 og laugard. 11-16 Enginn er betri Violino hágæða leðursófar Jörundur Ragnarsson leikari vakti mikla athygli í Næturvakt- inni og nú slær hann í gegn sem Lárus ljóti í leikritinu Sá ljóti. Jör- undur segir að verkið sé skoplegt en sorglegt á köflum. Sá ljóti KOLLA»16 Blásið af krafti HELGIN»25 40% verðmunur á umfelgun NEYTENDAVAKTIN »4 „Ég er síðasti hefðbundni enski slátrarinn í mínu hverfi í austurhluta Lundúna og ég þarf sennilega að hætta störf- um,“ segir Brian Clapton. Honum var gert að hætta að höggva sundur kjötskrokka snemma morguns eftir að ná- grannar kvörtuðu yfir hávaða. „Ég hef verið hérna í 13 ár og hef átt góð samskipti við íbúa hverfisins,“ bætir Clapton við. „Bráðum verða hérna bara stórmarkaðir og þeir henta ekki öllum.“ aij Þaggað niður í slátrara GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 72,86 1,48  GBP 143,96 1,60  DKK 15,38 1,11  JPY 0,71 1,65  EUR 114,80 1,11  GENGISVÍSITALA 147,33 1,28  ÚRVALSVÍSITALA 5.348,18 -1,88  2 2 0 1 -1 VEÐRIÐ Í DAG »2 Móðir 15 ára starfsmanns McDo- nald’s gagnrýnir að á árshátíð fyr- irtækisins hafi fjöldi starfsmanna undir lögaldri fengið afgreitt áfengi og afhenta ávísun á drykk á barnum. 15 ára barn af- greitt á barnum »2 Utanríkisráðherra Eistlands lýsir yfir opinberum stuðningi við framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Hann segir að Eistar styðji fram- boðið með öllum til- tækum ráðum. Eistar í lið með Íslendingum »2 Tengsl íbúa í skipta miklu um líðan fólks í hverju hverfi. Unglingar úr fátækustu hverfunum eru líklegri til að íhuga sjálfsmorð en ung- menni sem búa við betri kjör. Fátækari íhuga frekar sjálfsmorð »6 Tillögur að breytingum í miðborg- inni liggja fyrir. Á Pósthússtrætisreit á að vernda gamla götumynd; við Vatnsstíg fer hús upp á þak. Náðst hefur samkomulag um Hljómalindarreit. Breytingar í miðborginni »14 »10

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.