24 stundir - 11.04.2008, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki
VÍÐA UM HEIM
Algarve 18
Amsterdam 9
Alicante 2
Barcelona 17
Berlín 10
Las Palmas 21
Dublin 12
Frankfurt 12
Glasgow 10
Brussel 9
Hamborg 9
Helsinki 1
Kaupmannahöfn 6
London 9
Madrid 18
Mílanó 12
Montreal -21
Lúxemborg 9
New York -7
Nuuk -11
Orlando 7
Osló 5
Genf 12
París 12
Mallorca 17
Stokkhólmur 6
Þórshöfn 7
Hægur norðaustan- og austanvindur og stöku
él norðantil, en skýjað með köflum um landið
sunnanvert.
Hiti 0 til 6 stig að deginum, en annars um
frostmark.
VEÐRIÐ Í DAG
2
2
0
1 -1
Stöku él fyrir norðan
Norðaustan 5-10 m/s, dálítil él norðan- og
austantil á landinu, en bjartviðri um landið
suðvestanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og
vestantil að deginum, en annars í kringum
frostmark.
VEÐRIÐ Á MORGUN
2
2
0
1 -1
Bjartviðri fyrir sunnan
Börn undir áfengiskaupaaldri fengu afgreitt vín á
árshátíð starfsmanna McDonald’s sem haldin var fyrir
nokkru.
„Ég var efins um að leyfa barninu mínu að fara
minnug þess sem gerðist á árshátíð Bónuss fyrir
nokkrum árum og hringdi þess vegna í yfirmenn
McDonald’s og spurði hvort veitt yrði áfengi. Þeir
sögðu að svo væri en tóku fram að mikið eftirlit yrði á
staðnum þar sem um 70% allra starfsmanna væru
undir áfengiskaupaaldri,“ segir móðir 15 ára starfs-
manns McDonald’s. Barn var afgreitt um drykki á
barnum auk þess sem það fékk ávísun á áfengan drykk
við komuna á árshátíðina. „Færslurnar fyrir drykkj-
unum eru á kortinu en barnið mitt lítur ekki út fyrir
að vera deginum eldra en 15 ára,“ segir móðirin.
Magnús Ögmundsson, framkvæmdastjóri McDo-
nald’s, segist harma það ef einhverjir hafa komist yfir
áfengi sem hafa ekki átt að gera það. „Með þessa
reynslu endurskoðum við auðvitað hvernig við stönd-
um að árshátíðinni á næsta ári. Við þurfum að herða
reglur, halda tvískipta árshátíð eða halda eingöngu
árshátíð fyrir þá sem náð hafa lögaldri,“ segir hann.
fifa@24stundir.is
Börn undir aldri fengu ávísun á áfengi á árshátíð McDonald’s
15 ára keypti vín með korti
Borgarráð samþykkti í gær að
leita leiða til að afturkalla söluna
á Fríkirkjuvegi 11. Samkvæmt
bókun er ástæðan sú að í ljós hafi
komið að nýr eigandi fasteign-
arinnar, Björgólfur Thor Björg-
ólfsson, eigi erfitt með að nýta
hana „án verulegra breytinga á
almenningseign Reykvíkinga,
Hallargarðinum“.
þsj
Vilja afturkalla sölu Fríkirkjuvegar
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Eistland hefur formlega lýst yfir
stuðningi við framboð Íslands til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Í bréfi frá utanríkisráðuneyti Eist-
lands frá 4. apríl síðastliðnum
kemur fram að sendiherrar Eystra-
saltslandanna hafi fundað með for-
seta Íslands í New York 2. apríl síð-
astliðinn þar sem hann hafi beðið
þá að ýta úr vör herferð til stuðn-
ings framboðinu. Í bréfinu kemur
fram að Eistar hafi ákveðið að lýsa
yfir fullum stuðningi við framboð-
ið og að diplómatar þeirra séu til-
búnir að vinna að framboði Íslands
„hvenær og hvar sem það sé mögu-
legt án þess að búast við neinu í
staðinn nema kannski góðvilja
gagnvart framboði þeirra í framtíð-
inni.“
Styðjum Ísland á virkan hátt
Utanríkisráðherra Eistlands, Ur-
mas Paet, segir í samtali við 24
stundir að margar ástæður séu fyrir
stuðningi Eista við framboð Ís-
lands til öryggisráðsins. „Ég vil taka
það fram að við munum styðja Ís-
land á virkan hátt. Við munum
beita okkur fyrir kjöri Íslands eftir
öllum þeim diplómatísku leiðum
sem við höfum. Ástæðurnar fyrir
stuðningnum eru þær að við telj-
um nauðsynlegt að fámennar lýð-
ræðisþjóðir eigi rödd í öryggis-
ráðinu. Sömuleiðis er afar
nauðsynlegt að þjóðir sem hafa
beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir
mannréttindum, alþjóðalögum og
þróunarsamvinnu sitji í ráðinu. Ís-
land hefur beitt sér fyrir öllum
þessum málum á ábyrgan hátt í
samstarfi þjóða og því styðjum við
framboð ykkar með gleði.“
Kosning Íslands yrði jákvæð
Paet var fyrir stuttu í opinberri
heimsókn í Sviss þar sem hann
ræddi við kollega sinn. Meðal ann-
ars ræddi Paet um framboð Íslands
og hvatti Svisslendinga til að styðja
framboð Íslendinga. Sömuleiðis
hafa eistneskir embættismenn
fundað með embættismönnum
hinna Eystrasaltsríkjanna um
stuðning við Ísland. Paet segist ekki
vita hvort Lettland og Litháen
muni styðja framboðið opinber-
lega. „Ég sé hins vegar enga ástæðu
fyrir því að þau geri það ekki.“
Paet segist telja að ef Ísland hljóti
kosningu geti það orðið til þess að
styrkja stöðu Eista varðandi fram-
boð til öryggisráðsins í framtíð-
inni. „Við stefnum að framboði
2020. Kosning smáþjóða inn í ör-
yggisráðið mun auðvitað hjálpa
okkur í framtíðinni.“
Eistar hjálpa til
Eistland styður framboð Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Urmas Paet Utanríkisráðherra Eistlands
segir að Eistar muni vinna að framboði Ís-
lands til öryggisráðsins á virkan hátt.
➤ Eistar lýstu yfir sjálfstæði árið1991. Ísland varð fyrsta land-
ið til að viðurkenna sjálfstæði
þeirra.
➤ Paet segir að sú viðurkenninghafi ekki haft úrslitaáhrif á
stuðning Eista við framboðið.
Hins vegar séu Eistar almennt
velviljaðir Íslandi.
EISTLAND
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Hæstiréttur hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
um að maður, sem hljóp
drukkinn í veg fyrir bíl, þurfi
að bera þriðjung af tjóni sínu
sjálfur. Þótti Hæstarétti mað-
urinn hafa sýnt af sér stórfellt
gáleysi með því að hlaupa yfir
veginn. Fallist var á mat tjóna-
nefndar vátryggingafélaganna
en tryggingafélag bílsins hafði
fallist á að greiða helming
tjóns mannsins.
mbl.is
Beri þriðjung
tjónsins sjálfur
Hljóp drukkinn fyrir bíl
Áætlaður sparn-
aður Landspítala
vegna lokunar
Bergiðjunnar er 8
til 10 milljónir
króna. Þetta kom
fram í svari Guð-
laugs Þórs Þórð-
arsonar heil-
brigðisráðherra við fyrirspurn
Þuríðar Backman, þingmanns
Vinstri grænna, um lokunina 1.
maí. Heilbrigðisráðherra sagði að
sparnaðurinn gerði geðsviði
Landspítala kleift að styrkja þá
endurhæfingu sem betur hentaði
sjúklingum spítalans. Átta sjúk-
lingar eru nú í starfsendurhæf-
ingu í Bergiðjunni. Verið er að
finna viðeigandi úrræði eða störf
við hæfi. ibs
Átta milljóna
sparnaður
Þau mistök urðu er Sjóvá kallaði eftir verði til að reikna svokallaða
varahlutavísitölu sína, sem sagt var frá í 24 stundum í gær, að rangt
verð var gefið upp á tveimur varahlutum í Subaru Imprezu. Varahlutir
í Subaru Imrpezu hafa hækkað um 15% á árinu, en ekki 53% eins og
sagt var frá. „Við höfum lagt okkur fram um að hafa verð á vara-
hlutum eins stöðug og hægt er,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri
hjá Ingvari Helgasyni. „Því höfum við oft tekið á okkur mikinn kostn-
að þegar við höfum þurft að koma varahlut fljótt til landsins og gengið
hefur verið óhagstætt.“ hos
Bílaumboðið gaf upp rangt verð
Matvælaverð gæti lækkað um allt
að 25 prósent með inngöngu Ís-
lands í Evrópusambandið, ESB.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu sem Evr-
ópufræðasetrið við Háskólann á
Bifröst gerði fyrir Neytenda-
samtökin, NS. Jafnframt má gera
ráð fyrir að vextir á íbúðarlánum
muni lækka, að því er segir í til-
kynningu frá NS. ibs
Betri kjör með
ESB-aðild
Mjólkursamsalan (MS) tapaði
rúmum 450 milljónum á síðasta
rekstrarári. Reikningar fyrirtækis-
ins verða kynntir á aðalfundi full-
trúaráðs Auðhumlu sem verður
haldinn á Hlöðum á Hvalfjarðar-
strönd í dag. Auðhumla er sam-
vinnufélag um 700 mjólkurbænda
og á 75 prósenta hlut í MS á móti
Kaupfélagi Skagfirðinga.
Egill Sigurðsson, stjórnarfor-
maður Auðhumlu, segir að tapið sé
talsvert meira en menn hafi búist
við. „Þetta er fyrsta rekstrarárið
síðan Mjólkursamsalan og Osta-
og smjörsalan voru sameinaðar og
við bjuggumst við því að það yrði
erfitt að ná að reka nýtt fyrirtæki á
réttu róli fyrsta árið. Við höfum
hins vegar hafið aðgerðir til að
snúa rekstrinum við og ég hef góða
von um að það takist á yfirstand-
andi rekstrarári.“ freyr@24stundir.is
Aðalfundur Auðhumlu haldinn í dag
Tap MS 450 milljónir