24 stundir - 11.04.2008, Page 10

24 stundir - 11.04.2008, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Foreldrar í Reykjavík hafa beðið lengi eftir því loforði, sem borg- arstjórnarmeirihlutinn gaf í fyrradag; að öll börn tólf mánaða og eldri muni fá vistun hjá dagforeldrum eða í leikskólum. Nú er því lofað að árið 2012 fái öll börn pláss. Það er mikilvægur áfangi, bæði fyrir börnin og fyr- ir foreldra, sem vilja taka fullan þátt í atvinnulífinu. Það er ástæða til að hrósa borgarstjórnarmeirihlutanum sérstaklega fyrir að búa til rúm fyrir einkarekstur í sumum af þeim nýju leikskólum, sem eiga að svara þörfinni fyrir dagvistun í borginni og leiðrétta stuðning við þá einkareknu leikskóla, sem fyrir eru. Þannig verður til meiri sam- keppni og samanburður milli einkareknu leikskólanna og þeirra, sem borgin rekur. Nýjar hugmyndir og stefnur fá meira svigrúm. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, er úti á túni þegar hún segir í 24 stundum í gær að rekstur heils leikskólakerfis hljóti að vera hagkvæm- ari en að reka einn og einn leikskóla. Þetta er hin gamla meinloka vinstri- manna, hvernig sem þeir eru á litinn, að miðstýrt skipulag hljóti alltaf að vera betra og fara betur með fé en að nýta kosti samkeppninnar. Einka- reknar menntastofnanir á Íslandi hafa sannað tilverurétt sinn svo rækilega að það er í rauninni alveg merkilegt að fólk skuli enn amast við einka- rekstri í menntakerfinu, hvort sem það er á fyrsta skólastiginu eða öðrum. Þjónustutryggingin svokallaða, 35.000 króna greiðsla sem rennur til foreldra sem ekki fá pláss í dagvistun, hefur verið gagnrýnd. Hún skapar vissulega þá hættu að það sé það foreldrið sem hefur lægri laun, sem velur að vera heima og þiggja greiðsluna - og oftast verður það móðirin. Borg- arfulltrúar meirihlutans átta sig greinilega á þessu, miðað við orð Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskólaráðs, hér í blaðinu í gær. Hún bendir á að aðgerðin sé tímabundin og verði óþörf þegar allir geti fengið pláss. Hér er auðvitað kjarni málsins að foreldrar, sem ekki fá neina dagvistun, neyðast nú þegar til að leysa málið með því að vera sjálfir heima, hafi þeir ekki efni á annarri pössun. Eru það þá ekki líka illa launaðar mæður, sem oftast þurfa að taka þann kost? Eru þær betur settar með enga greiðslu frá borginni en 35.000 krónurnar? Stóra spurningin, sem aftur á móti vaknar þegar samþykktir borgarstjórnarmeirihlutans eru lesnar, er þessi: Fæst nóg fólk til að manna 854 ný leikskóla- pláss? Ef það á að gerast, þarf þá ekki að greiða því mannsæmandi laun? Langþráð loforð SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Því meira sem maður sér af emb- ættisfærslum Kristjáns Möllers þeim mun meira saknar maður Sturlu Böðv- arssonar. Kristján Möller telur sennilega að sér komi ekki við lög- regluofsóknir á hendur talsmanni atvinnubílstjóra, né heldur hin tíðu og hræðilegu slys á Reykjanesbrautinni vegna ófull- nægjandi umferðarmerkinga. Samkvæmt þeirri ábyrgð sem á að fylgja embætti samgönguráðherra ætti Kristján að sjá sóma sinn í að segja af sér sjálfviljugur. Geri hann það ekki flyst ábyrgðin yfir á þá sem eru yfir hann settir í rík- isstjórninni … Þráinn Bertelsson thrainn.eyjan.is BLOGGARINN Saknar Sturlu Er eiginlega ekki komið alveg nóg frá þessum samgöngu- ráðherra? Ekkert sem hann hef- ur tekið sér fyrir hendur þjónar neinum tilgangi og er arfavit- laust og lífs- hættulegt lands- mönnum. Tugmilljarða jarðgöng svo hann komist í sumarhús sitt. Hann beitir alls- konar brögðum til þess að fresta Sundabraut og skapar með því umferðaröngþveiti og tugakílómetra lífshættulegar bílaraðir. Hann víkur sér und- an að uppfylla uppbyggingu löggiltra hvíldarstæða við þjóð- vegi landsins. Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is Komið nóg Ég tek undir þessa kröfu. Auðvitað á Kristján Möller að fara frá. En hann mun ekki gera það, heldur setja nýja upplýsinga- fulltrúann Guð- mund Stein- grímsson í að hanna sniðuga fjölmiðlafléttu til að „bæta ímynd ráðherrans“. Guðmundi til aðstoðar verður Róbert Mars- hall, aðstoðarmaður ráðherra Möllers. Saman kokka strákarnir eitthvað sniðugt. Það hlýtur að vera einhver vegur eða eitthvað sem ráðherrann getur opnað með pompi og prakt á næstu dögum og þá er allt gleymt. Eða hvað? Magnús Þór Hafsteinsson magnusthor.eyjan.is Á að fara frá Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Ritstjóri 24 stunda velti fyrir sér í leiðara þann 9. apríl hvort pólitíkinni hafi verið snúið á hvolf þar sem formaður Samfylkingarinnar lýsti þeirri skoðun sinni að endurskoða þurfi tolla- og haftakerfið í landbúnaði og „að sömu lögmál gilda í landbúnaði og í öðrum atvinnugreinum“. Ritstjórinn telur að það sé eitthvað bogið við þetta og að málflutningur formanns Samfylkingar hljómi „eins og bergmál af landsfundi Sjálfstæðisflokksins“ og að „formaður Samfylkingarinnar tali eins og sjálfstæðis- maður“. Hér verð ég hins vegar að leiðrétta ritstjórann og taka hann í eilitla kennslustund í stjórnmálasögu. Það hafa nefnilega fyrst og fremst verið jafnaðarmenn sem hafa leitt baráttuna fyrir verslunarfrelsi á Íslandi. Á viðreisnarárunum voru það jafnaðarmenn sem inn- leiddu afnám hafta og innleiddu viðskiptafrelsi. Það voru sömuleiðis jafnaðarmenn sem stuðluðu að þátt- töku Íslands í EFTA. Það voru einnig jafnaðarmenn sem höfðu ótvíræða pólitíska forystu þegar Ísland varð aðili að EES-samningnum sem er grundvöllur hins aukna frelsis undanfarinna 15 ára. Jafnframt voru það jafnaðarmenn sem beittu sér fyrir afnámi leyfis- veitingavalds ríkisins í útflutningsversluninni og áttu frumkvæðið í ríkisstjórn þegar frelsi var komið á í gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum á fyrstu árum tíunda áratugarins. Og Samfylkingin, einn flokka á Alþingi, hefur stutt það að samkeppnislög giltu um landbúnað. Þá hefur Samfylkingin skilgreint viðskiptaráðuneytið upp á nýtt sem sérstakt neyt- endaráðuneyti að norrænni fyrirmynd. Það er því beinlínis rangt að telja að nú heyrist nýr tónn frá jafn- aðarmönnum með ummælum Ingibjargar því orð hennar eru í fullkomnu samræmi við sögu og stefnu jafnaðarmanna sem hafa ætíð sett almannahagsmuni ofar sérhagsmunum. Almenningur og allra síst ritstjórar eiga því ekki að láta blinda sig af einhverjum orðum af landsfundum heldur eru það verkin í ríkisstjórn sem tala. Sömuleiðis er mikilvægt að hafa í huga að fram- sóknarmenn leynast því miður víðar en bara í Framsóknarflokknum. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar Hver sneri hverju við? ÁLIT Ágúst Ólafur Ágústsson aoa@althingi.is Óskum að ráða frá 1. ágúst 2008: • grunnskólakennara á yngsta stig, miðstig og elstastig (áherslu á íslensku og ensku á elsta stigi) • grunnskólakennara í textílmennt, heimilisfræði, upplýsingatækni og tónmennta • skólaliða og starfsmenn í Frístund- síðdegisvistun • starfsmann með uppeldismenntun í Frístund Skoðaðu aðstæður og vertu með í liði sem byggir upp. Upplýsingar um störfin gefa skólastjóri og aðstoðarskóal- stjóri í símum skólans 540 4700, 821 5007, 821 5009 og netfang: sveinbjorn.njalsson@alftanesskoli.is og gudlaug.erla.gunnarsdottir@alftanesskoli.is Umsóknir sendist Álftanesskóla, 225 Álftanesi. Umsóknarfrestur til 23. apríl 2008 Sjá einnig vefina www.alftanesskoli.is og www.alftanes.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. ,,Einn hefur yndi af þróttmiklum söng, annar vill staðreyndahjal”

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.