24 stundir


24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir. Í Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Á fundi skipulagsráðs á miðviku- dag var samþykkt að setja tvær deiliskipulagsbreytingar í miðborg Reykjavíkur í auglýsingu. Önnur snýr að breytingum á skipulagi lóða á Vegamótastíg 7 til 9 og hin að svokölluðum Pósthússtrætisreit. Þá var einnig samþykkt tillaga frá Festum ehf., eiganda lóða og húsa á Hljómalindarreit, sem þótti best til þess fallin að vera undirstaða skipulagsvinnu á honum. Hús flutt upp á þak Í samþykkt skipulagsráðs vegna breytingartillögu fyrir Vegamóta- stíg 7 til 9 kemur fram að byggt verði á lóðunum að mestu í sam- ræmi við áður gildandi deiliskipu- lag. Þar er stefnt að því að lítill steinbær, Herdísarbær, verði end- urreistur á þaki byggingarinnar. Herdísarbær stóð áður á Vega- mótastíg 7 en var rifinn fyrir um fjórum áratugum. Þá verður gamla timburhúsið sem stendur við Vega- mótastíg 9 einnig flutt upp á þak, en samkvæmt gildandi skipulagi má rífa það hús. Húsið og garður þess verður áfram í notkun og búið verður í húsinu. Lyftugöng í ný- byggingunni munu ná þangað upp til að tryggja aðgengi. Ein elsta götumyndin Reiturinn afmarkast af Pósthús- stræti, Skólabrú, Lækjargötu og Austurstræti og er einn elsti hluti Kvosarinnar. Hann geymir meðal annars eina elstu götumynd borg- arinnar á horni Austurstrætis og Lækjargötu en hún skemmdist mikið í bruna í apríl 2007. Deiliskipulagstillagan sem sam- þykkt var að auglýsa í vikunni er byggð á vinningstillögu hug- myndasamkeppni sem efnt var til á síðasta ári í kjölfar brunans sem eyðilagði húsin að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Samkvæmt henni er stefnt að því að færa gömul hús á reitnum til eldra horfs eða lagfæra þau. Þá er einnig gert ráð fyrir því að Nýja-Bíó verði byggt aftur upp. Hljómalindarhús fær að standa Á fundi skipulagsráðs var einnig tekin fyrir fyrirspurn Festa ehf., eigenda húsa á reitnum, um breyt- ingu deiliskipulagi hins svokallaða Hljómalindarreits. Festar lögðu fram þrjár hugmyndir og skipu- lagsráð samþykkti eina þeirra sem undirstöðu áframhaldandi skipu- lagsvinnu á reitnum. Í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir að hið svokallaða Hljómalindarhús fái að standa áfram. Áður hafði sú hug- mynd verið í umræðunni að byggja ellefu hæða byggingu á reitnum. Áður höfðu Festar verið að fylgja eftir tillögu sem gerði ráð fyrri ell- efu hæða turni á reitnum en sú hugmynd náði ekki að hrífa borg- aryfirvöld. Húsin sem Festar eiga á reitnum hafa verið mikið til um- fjöllunar að undanförnu. Fyrst kviknaði í húsum þeirra að Hverf- isgötu 32 og 34 en þau höfðu stað- ið auð og útigangsmenn hafst þar við. Þá á fyrirtækið Sirkuslóðina, gamla Hljómalindarhúsið, Lauga- veg 19 og 19b (þar sem veitinga- staðurinn Indókína var lengi til húsa). Benedikt Sigurðsson, eigandi Festa, sagði í viðtali í 24 stundum 4. apríl síðastliðinn að fyrirtækið hygðist byggja á reitnum 120 her- bergja hótel og þjónustu-, verslun- ar- og íbúðarrými. Gömul götumynd og hús á þökum  Pósthússtrætisreitur og breytingar á Vegamótastíg í auglýsingu  Borgarráð samþykkir tillögu sem vinna á Hljómalindarreit eftir Hljómalindarreitur Tillagan sem samþykkt var að vinna eftir. „Að undanförnu höfum við séð margar spennandi hugmyndir í skipulags- og uppbyggingarmál- um miðborgarinnar sem okkur þykja taka mið af þeirri línu sem við höfum lagt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún segir það ekki rétt að borgaryf- irvöld hafi sýnt undirlægjuhátt við verktaka við gerð deiliskipu- lags í miðborginni. „Ég tel að við höfum sent mjög skýr skilaboð varðandi Laugaveginn í langan tíma. En ef það þarf meiri festu þá mætum við því með meiri festu.“ Hanna Birna segir að ekki sé langt að bíða þess að uppbyggingin á reitunum geti hafist. „Vegamóta- stígurinn er kominn í auglýsingu og á Pósthússtrætisreitnum er tal- ið að við getum byrjað strax á næstu vikum að gera upp þessi gömlu hús.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir Hugmyndir taka mið af okkar línu „Ég hef miklar væntingar til þess að þegar við erum með kjarnasvæðishugsunina að leiðar- ljósi og í góðu samstarfi við þá aðila sem eiga lóðirnar þá muni takast þarna vel til,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sem situr í skipu- lagsráði. Hún telur að það megi alveg segja að borgaryfirvöld séu með þessum aðgerðum að taka deiliskipulagið aftur í sínar hend- ur. „Hugsunin í þessu er alveg í takt við það sem við í 100 daga meirihlutanum vorum að vinna að með Hjörleifi Stefánssyni varðandi borgarvernd. Það snýst um að í staðinn fyrir að sögu- og menningarleg sjónarmið séu númer tvö í forgangsröðinni en réttur verktakans til að byggja númer eitt þá snýst þetta við. Rétturinn til að byggja út að ystu mörkum deiliskipulags er settur niður fyrir hin sögu- og menn- ingarlegu sjónarmið og það eru straumhvörf.“ Svandís Svavarsdóttir Réttur verktakans verður númer tvö Heilsuvika Hrafnistu vikuna 7. til 11. apríl vi lb or ga @ ce nt ru m .is Chilibuff með steiktum kartöflum, klettasalati og sólskinssósu Pósthússtrætisreitur Á honum er ein elsta götumynd Reykjavíkur. Vegamótastígur 9 Timburhúsið verður fært upp á þak.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.