24 stundir - 11.04.2008, Side 32

24 stundir - 11.04.2008, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Er það samdóma álit spekinga í golfheimum að líkurnar að Woods standi uppi með enn einn jakkann séu yfirgnæfandi. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Satt ratast kjöftugum gjarna á munn en vandfundnir eru þeir sem sakað geta Tiger Woods um kjaft- hátt út í eitt. Þvert á móti hefur hann gegnum tíðina verið afar sparsamur á yfirlýsingar fyrir mót og sjaldan eða aldrei gert lítið úr andstæðingum sínum. Þetta tók að breytast á síðasta ári þegar yfirlýs- ingar hans urðu digurbarkalegri og nú halda honum engin bönd. Hann ætlar að sigra á Masters-mótinu sem hafið er í Georgíufylki í Banda- ríkjunum og það er aðeins fyrsta skrefið af fjórum en hann ætlar í árslok að standa uppi með alla titla á fjórum stærstu golfmótum heims; Masters, Opna bandaríska, Opna breska og PGA-meistaramótinu. Tiger, Tiger, Tiger og Tiger Hafi einhver einn einstaklingur innistæðu fyrir slíkum yfirlýsingum er það Tiger og er það samdóma álit golfspekinga í fjölmiðlum flest- um að líkurnar á að hann standi uppi með hinn eftirsótta græna jakka séu yfirgnæfandi. Tiger hefur reyndar unnið öll stórmótin áður en ekki á einu og sama árinu en það þykir mestur heiður í golfheimum sem til er. Aðrir kallaðir Í fyrsta sinn í langan tíma er eng- inn einn tilgreindur sérstaklega sem veitt gæti Woods í það minnsta aðhald ef ekki keppni. Ernie Els og Phil Mickelson eiga sína daga en guggna oftar en ekki þegar á reynir. Yngri strákar hafa komið á óvart, síðast Zach Johnson í fyrra, og nöfn Justin Rose eða Luke Donald eru nefnd oftar en önnur. Donald hóf einmitt leik í gær mjög einbeittur og var kominn tvö högg undir eftir þrjár brautir. Donald er vissulega hæfileikaríkur en hvort hann hefur taugar eins og Tiger þegar á reynir er stór spurning. Eins er ekki hægt að útiloka tiltölulega óþekkta aðila eins og Zach Johnson í fyrra eða Mike Weir 2003. Fallegra verður það vart Augusta-völlurinn er ægifagur eins og sjá má og tær snilld að leika við slíkar aðstæður. Fyrsta skrefið af fjórum  Tiger Woods hefur hingað til staðið við sín stóru orð  Nú ætlar hann að vinna öll stórmótin og byrjar á Masters um helgina aTiger Woods verðurað teljast langlíkleg- astur en að sama skapi gæli ég alltaf við að einhver ólíkleg- ur komi á óvart. Þá er ég að hugsa um ungu strákana fyrst og fremst. Júlíus Júlíusson aNafn Tiger Woodskemur fyrst upp í hugann varðandi Masters-mótið. Hann er heitur og í ótrúlegu formi enda búinn að vinna síðustu fimm af sex mótum. Valur Jónatansson aEins og ég sé þettaþá eru 90 prósent lík- ur að Tiger hafi þetta af og allir aðrir tíu pró- sent möguleika. Það er enginn sem kemst í hálfkvisti við Tiger þessa dagana. Hörður Einarsson aMér finnst vera kom-inn til á Ernie Els. Hann á skilið að fara að uppskera enda breytt og bætt sig undanfarið. Þetta má heldur ekki verða of einsleitt með Tiger alltaf í verðlauna- sæti. Hólmfríður Bragadóttir Þá eru leikir gegn Kínverjum og Spánverjum að baki. Leikurinn gegn Kína var heldur betur spenn- andi. Þeim leik okkar var líkt við kvikmyndina „300“ þar sem við Íslendingar erum rétt um 300 þús- und en Kínverjar um 1,6 milljarð- ar. Svo lékum við gegn Spánverjum í gær en náðum okkur ekki á strik fyrr en um seinan. Endaði hann 4-3 Spánverjum í vil. Við höfum leikið við þessi lið áður en aldrei verið jafn nálægt sigrum og nú og vonandi er þetta til marks um það sem koma skal. Þrír leikir að baki og menn farn- ir að þreytast nokkuð. Eitthvað er um minniháttar meiðsli en fylgd- arlið okkar leikmanna kann heldur betur ráð við því. Eftir hvern leik er „300“ á íslenskan máta nefnilega búið að undirbúa fyrir okkur ísbað þar sem þeir leikmenn sem treysta sér til geta stungið lúnum leggjum í stærðarinnar ruslafötu sem fyllt hefur verið með vatni og snjó. Telja má þá leikmenn sem hafa viljastyrk til að halda sér í tunn- unni heila mínútu á fingrum ann- arrar handar en máttur ísbaðsins töfralækningum líkast að þeirra sögn. Nú eigum við frí í dag áður en næsti leikur er. Ströndin er aðeins hætt að heilla enda fregnir af há- karli sem beit heimamann í tána fyrr í vikunni. Með kveðju frá Ástralíu. DAGBÓK INGVAR ÞÓRS JÓNSSONAR FRÁ HM Í ÍSHOKKÍI Í ÁSTRALÍU Víkingur Selfoss Einn mikilvægasti leikur vetrarins. Víkin Föstudaginn 11. apríl kl. 19.00 Missið ekki af hörkuspennandi leik. Nú er mikið í húfi, komið og hvetjið hið bráðskemmtilega lið Víkings gegn Selfoss. Takmarkið er sigur og upp um deild! Fjölmennum í Víkina og hvetjum okkar menn til sigurs! Áfram Víkingur! í dag Föstudagur 11. apríl 2008 Það er meira í Mogganum reykjavíkreykjavík  Hilmar Thors er í hópi um það bil 20 eldheitra aðdáenda Dylans sem væntanlegir eru hingað til lands á tónleika kappans. » Meira í Morgunblaðinu Dylan-aðdáendur Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.