24 stundir - 11.04.2008, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2008 24stundir
„Þingmaðurinn (Sigurður Kári)
fellur í sama fúla pytt og margir
aðrir, þar sem kalt og snjókomu-
samt sé þessar vikurnar geti sko
ekki verið hnatthlýnun. Þetta er
álíka vitlaust og að segja, að úr
því að Ögmundur Jónasson tók
ekki til máls á Alþingi í dag og í
gær sé hann hættur að tala.“
Einar Sveinbjörnsson
esv.blog.is
„Mig hefur lengi grunað að við
séum ekki með gáfaðri þjóðum,
nú hef ég fengið það staðfest. Í
fréttum var sagt frá því að fólk
sem var í líkamsræktinni á 15.
hæð í Turninum þegar eldur kom
þar upp hafi farið inn í búnings-
klefa og klætt sig þegar því var
sagt að rýma húsið, í skyndi!“
Björgvin Valur
bjorgvin.eyjan.is
„Hef rekið augun í það að for-
ráðamenn nemendafélaganna í
MR staðhæfa að sigur skólans í
Gettu betur, Morfís og á MR-VÍ
daginn sé einstakt afrek. Eftir því
sem ég kemst næst gerðist þetta
hins vegar líka árið
1988 … óþarfi að stæra sig af því
að þetta sé í fyrsta sinn.“
Stefán Pálsson
kaninka.net/stefan
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Síminn sá tækifæri og komst inn í
verkefnið áður en það var tilbúið.
Þeir komu með kröfur um breyt-
ingar svo að myndbandið hentaði
þeim betur. Við erum ekkert að
fela það,“ segir Valgeir Magnússon,
Valli Sport, umboðsmaður og
spunameistari Merzedes Club.
Nýjasta myndband Merzedes
Club við lagið Meira frelsi verður
notað í nýrri markaðsherferð Sím-
ans. Símar koma mikið við sögu í
myndbandinu og voru glöggir
bloggarar búnir að benda á að
símafyrirtæki hafi borgað brúsann,
enda auglýst sem dýrasta íslenska
myndband allra tíma. Valgeir gefur
ekki upp kostnaðinn við mynd-
bandið. „Við fórum með hugmynd
um samstarf til Símans og þeir
gerðu okkur kleift að framleiða
myndband og leggja í það alvöru
fjármuni.“
Nýta markaðinn
Valli fer ekki í felur með að
markmið hljómsveitarinnar er að
nýta markaðinn við að koma henni
á framfæri. Hann bendir á að Sím-
inn hafi fengið flotta auglýsingu úr
krafsinu og hljómsveitin flott tón-
listarmyndband.
„Allir græða,“ segir hann. „Þessi
tónlist sem hljómsveitin flytur er
eins markaðsvæn og hægt er. Það
er ekki verið að reyna að gera ann-
að. Þetta er vinsældarpopp og það
sama og verið er að gera með
Christinu Aguilera og Britney Spe-
ars og hvað þær heita allar þessar
drottningar.“
Valli virðist hafa hitt naglann á
höfuðið. Í gær höfðu tæplega 53
þúsund manns horft á mynd-
bandið við Meira frelsi á You-
tube.com, sem setti það í sjö-
unda sæti yfir vinsælustu mynd-
bönd dagsins. Youtube er vinsæl-
asti myndbandavefur heims svo
að það er á meðal vinsælustu
myndbanda heims um þess-
ar mundir. Þá var mynd-
bandið einnig ofarlega á
listum Youtube í Hollandi
Bretlandi og fleiri löndum.
„Við vorum að berjast við Mad-
onnu um stund,“ segir Valli. „Svo
datt hún út af listanum.“
Myndband Merzedes Club er úthugsað markaðsplott
Allir aðilar græða
á myndbandinu
Umtalað myndband
Merzedes Club við lagið
Meira frelsi verður aug-
lýsing fyrir Símann. Valli
Sport fer ekki í felur með
hversu markaðsvæn
hljómsveitin er.
24stundir/Kristinn
Undirritun Merzedes Club
ásamt Petreu Guðmunds-
dóttur frá Símanum.
Valli Sport Nýtir markaðinn til að
koma Merzedes Club á framfæri.
HEYRST HEFUR …
Glöggir lesendur sem fylgjast með bloggi Dr.
Gunna hafa orðið varir við að síðan hans, this.is/
drgunni/gerast.html, hefur ekkert verið uppfærð
síðan 2. apríl. Það telst vera óvenjulangt blogghlé
hjá doktornum sem að öllu jöfnu er mjög ötull við
skrifin. Ástæðan er sú að hann flatmagar nú á sólar-
strönd, laus undan okri og vondu veðri Íslands sem
honum er tíðrætt um, í bili að minnsta kosti. re
Norðlenska bændasveitin Hvanndalsbræður með
Rögnvald gáfaða í fararbroddi fer mjög óhefð-
bundnar leiðir í tónlistarsköpun sinni, þar sem
dægurtónlist og pönki er blandað saman. Bænd-
urnir láta ekki deigan síga og nú er von á fimmtu
breiðskífu sveitarinnar sem hlotið hefur nafnið
„Knúsumst um stund“. Áætlaður útgáfudagur plöt-
unnar er 15. maí, í tíma fyrir vorverkin. re
Nú styttist í að Friðrik Ómar og Regína Ósk haldi
til London ásamt Eurovision-goðinu Páli Óskari.
Þar koma þau fram í sérstöku Eurovision-partíi
sem er sérstaklega haldið til að endurskapa stemn-
inguna sem Páli Óskari hefur tekist að skapa á Nasa,
í víðfrægum partíum. Hópurinn heldur út 25. apríl.
Friðrik Ómar og Regína Ósk taka lagið This is my
Life og Páll Óskar flytur Sinn hinsta dans. afb
„Þetta varð einkennislag ferð-
arinnar. Það var alltaf verið að
syngja þessar fleygu línur: Lífið er
yndislegt, sjáðu. Það var sungið há-
stöfum í rútunni allar leiðirnar og
allar næturnar við mismikinn
fögnuð þeirra sem reyndu að
sofa,“ segir Magnús Árni Öder,
bassaleikari hljómsveitarinnar
Benny Crespo’s Gang.
Hljómsveit Magnúsar hefur
undanfarið verið á tónleika-
ferðalagi í kringum landið ásamt
Dr. Spock og Sign undir yfirskrift-
inni Rás 2 og Monitor rokka
hringinn. Allar sveitirnar koma
saman í Kastljósinu í kvöld og
flytja lagið Lífið er yndislegt sem
Hreimur, Magni og Bergsveinn
fluttu í tilefni þjóðhátíðar í Vest-
mannaeyjum 2002.
„Það er búið að leggja gríðarlega
vinnu í útsetningu á þessum flutn-
ingi,“ segir Magnús um flutning-
inn í Kastljósinu. „Það hafa verið
fimm daga stífar æfingar. Partíin í
ferðinni fóru til dæmis öll í að æfa
lagið.“
Lokahnykkur tónleikaferð-
arinnar verður í kvöld á Nasa. Dr.
Spock, Sign og Benny Crespo’s
Gang koma fram ásamt hljóm-
sveitinni Jan Mayen. Húsið verður
opnað klukkan 21. atli@24stundir.is
Helstu rokkarar landsins flytja þjóðhátíðarlag
Feta í fótspor
Magna og Hreims
Í Kastljósinu í kvöld Búningar hljómsveit-
anna í kvöld vísa óneitanlega í kristna trú.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
6 2 9 7 8 4 3 1 5
7 1 3 6 5 2 8 9 4
8 4 5 9 1 3 2 6 7
9 3 4 8 6 5 1 7 2
1 5 6 3 2 7 9 4 8
2 7 8 4 9 1 6 5 3
5 6 2 1 4 8 7 3 9
3 8 1 5 7 9 4 2 6
4 9 7 2 3 6 5 8 1
Þú mátt klæða þig aftur í fötin.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Jú, það er rétt, við vor-
um allir í góðum Geir.
Þú varst í góðra Geira hópi um daginn ekki satt?
Geir Ólafsson söngvari ásamt Geir Haarde forsætisráð-
herra, Geira Sæm tónlistarmanni, Geir Jóni lögregluþjóni
og Geir Magnússyni, fyrrverandi íþróttafréttamanni, tóku
allir þátt í sjónvarpsauglýsingu í tilefni vatnsvikunnar sem
nú stendur yfir.
170 fm verslunarhús til sölu við
Miðvang í Hafnarfirði. Eign með
mikla möguleika og góð áhvílandi
langtímalán í erlendri myntkörfu
yen/fr.franki. Verslunarhúsnæðið er í
Miðvangi 41 við hliðina á Samkaups-
verslun. Innréttað sem söluturn og
vídeóleiga ásamt öllum innréttingum og tækjum. Flott húsnæði með kerfislofti
og flísalögðum gólfum. Loftræstikerfi, flott lýsing. WC, eldhús, lager, skrifstofa
og salur. Góðir gluggar á framhlið. Verðhugmynd á allan pakkan er kr 45 milj
áhv. lán ca 27 milj. Skipti möguleg.
Hafið samband við Jóhannes í s-6151226
eða á skrifstofu Eignavers í s-5532222
Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl.
Fasteignasalan Eignaver
Sími 553-2222 • eignaver.is
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík
Til sölu eða leigu – Laust strax
170 fm verslunarhúsnæði