24 stundir - 11.04.2008, Síða 40

24 stundir - 11.04.2008, Síða 40
24stundir ? Þegar Geir og Ingibjörg leiddu samanflokka sína urðu til miklar væntingar umstórhuga og dugandi ríkisstjórn. Frjáls-lyndri umbótastjórn, minnir mig að Ingi-björg hafi lofað á hlaðinu á Þingvöllum.Sumir óttuðust að ríkisstjórnin yrði alltofsterk, með tvo þriðju hluta þingmanna ogheldur tætingslega stjórnarandstöðu. En nú er næstum liðið heilt ár, og það er sama hvernig ég klóra mér í hausnum: Ég man ekki eftir neinum afrekum hjá þess- ari ríkisstjórn. Hvar er krafturinn, andrík- ið? Hvað liggur eftir ráðherrana tólf, sem stóðu glaðbeittir í rokinu á Bessastöðum í fyrravor? Harla fátt. Og þeim finnst ekki einu sinni gaman í vinnunni. Geir, hið ann- álaða prúðmenni, bölsótast yfir þeirri ,,dæmalausu lágkúru“ að spurt sé um kostnað við einkaþotufíknina sem gripið hefur ráðherraliðið. Og gæðablóðið Þór- unn Sveinbjörnsdóttir rífst við sjálfa sig í fjölmiðlum yfir úrskurðum umhverfis- ráðherra, enda komið á daginn að á hinu fagra Íslandi Samfylkingarinnar er pláss fyrir öll þau álver sem Sjálfstæðisflokkn- um sýnist. Í staðinn fær Ingibjörg að halda áfram því fáránlega brambolti sem kallað er framboð Íslands til öryggisráðs- ins, og kosta mun hálfan milljarð eða svo. Þetta er liður í ,,virkri utanríkisstefnu“ og felst meðal annars í undirlægjuhætti gagnvart kínversku einræðisherrunum sem skulu fá að trampa óáreittir á Tíb- etum. Bót í máli að nefnd á vegum rík- isstjórnarinnar skuli hafa ákveðið hin nýju kjörorð Íslands: Kraftur, friður, frelsi. Fín borðbæn fyrir Geir og félaga! Borðbæn ríkisstjórnarinnar Hrafn Jökulsson skrifar um ólund við Lækjartorg. YFIR STRIKIÐ Ekkert gaman hjá Geir? 24 LÍFIÐ Sex stúlkur hafa verið valdar í fyrsta burlesque-danshóp landsins. Hópurinn mun dansa djarft en ekki gróft. Stúlkur valdar í djarfan danshóp »34 Hið umtalaða myndband Merze- des Club er úthugsað markaðsplott og verður nýtt í auglýs- ingaherferð Símans. Tónlistarmyndband eða auglýsing? »38 Helstu rokkarar landsins koma fram í Kastljósinu í kvöld og syngja þjóðhátíðarlag klæddir eins og fermingarbörn. Rokkarar feta í fótspor Hreims »38 ● Pólitík í fjósinu Tvenn hjón sem reka kúabú á Helgavatni í Þver- árhlíð í Borg- arbyggð fengu viðurkenningu Landssambands kúabænda fyrir að hafa rekið stjórnmálaskóla í fjós- inu í fyrra. „Við buðum frambjóð- endum í kjördæminu í heimsókn í fyrravor. Fólk var leitt hring í fjós- inu um leið og haldin var smátala yfir því um reksturinn. Svo voru smáveitingar úti í hlöðu, maður bakaði brauð og bjó til gúll- assúpu,“ segir Karitas Þórný Hreinsdóttir. ● Sigurvegari Áskell Harðarson er bassaleikari hljómsveitarinnar Soundspell, sem sigraði í einni stærstu alþjóðlegu lagakeppni heims í flokki unglinga með lagið Pound. Dómarar voru meðal annarra Tom Waits og Jerry Lee Lewis. „Stærstu verðlaunin voru fimm vikna sumarnámskeið í hinum virta listaskóla Berklee í Boston. Galli á gjöf Njarðar er hins vegar að aðeins einn meðlimur fær inngöngu, en við erum fimm í hljómsveitinni. Við leysum það nú samt einhvern veginn, kannski sá sem dregur stysta stráið!“ ● Söngmús „Ég heyri oft í börnum og foreldrum þeirra sem segja mér að Maxímús Músíkús sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Mér þykir alltaf jafn- vænt um að heyra það,“ segir Hall- fríður Ólafsdóttir, flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem skrifaði bókina um músina tónelsku. Músin var hljómsveitinni innan handar þegar hún spilaði á nokkrum tónleikum fyrir börn í síðasta mánuði og verður leikurinn endurtekinn í maí. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Ó ! · 11 39 3 • Öflug 170 hestafla dísilvél • Ný og glæsileg innrétting • Hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • 16" álfelgur • Vindskeið og þokuljós • Hraðastillir • Þakbogar • 3.500 kg dráttargeta • Sumar- og vetrardekk fylgja Listaverð 4.420.000 kr. 3.995.000 kr. 20 FULLBÚNIR JEPPAR Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI „FÁRÁNLEGA GÓÐ KAUP“

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.