24 stundir - 16.04.2008, Page 1

24 stundir - 16.04.2008, Page 1
24stundirmiðvikudagur16. apríl 200872. tölublað 4. árgangur E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 7 7 4 Þrír af hæfustu golfkennurum landsins eru sammála um að flestir geti náð góðum tökum á golfíþróttinni. Eftir stutta kennslu geti flestir sveiflað kylfunni af stakri snilld. Golf fyrir alla GOLF»50 Þuríður Hjartardóttir, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna, segir að verðmerkingar í hillu og við kassa séu ekki alltaf í samræmi og verðmerkingum reyndar oft ábótavant í verslunum. Ekki sama verðið NEYTENDUR»49 100% verðmunur á barnaafmælinu NEYTENDAVAKTIN »4 Breskum verkfræðingi á eft- irlaunum hefur verið gert að greiða jafnvirði rúmlega 40 milljóna króna til að hægt sé að bjarga húsi hans frá hruni. William Lyttle, sem gengur undir nafninu „Moldvarpan“, var vísað á dyr árið 2006 eftir að upp komst að hann hafði grafið gangakerfi undir húsi sínu, gangstétt og húsi ná- grannans í rúm 40 ár. Göngum Lyttle var víða ein- ungis haldið uppi af heim- ilistækjum og höfðu nokkur þeirra hrunið saman. aí „Moldvarpan“ fær reikning GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 74,71 -0,13  GBP 146,76 -1,14  DKK 15,83 -0,35  JPY 0,74 -0,61  EUR 118,15 -0,36  GENGISVÍSITALA 151,34 -0,40  ÚRVALSVÍSITALA 5.181,51 -0,22  »12 6 7 1 3 2 VEÐRIÐ Í DAG »2 Ferðir Strætó til Akraness hafa slegið í gegn.Vagninn fer níu ferðir á dag og nota um 300 manns þjón- ustuna á degi hverjum. Rætt er um ferðir Strætó til Árborg- ar og Borgarness. Skagastrætó hef- ur slegið í gegn »2 Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Kennararáð Vallaskóla á Selfossi hefur sent sveitarfélaginu Árborg bréf, þar sem óskað er eftir að ráð- ist verði í nauðsynlegar lagfæringar á skilrúmum á milli salerna skólans til að aftra því að nemendur myndi skólafélaga sína þar með mynda- vélarfarsímum. Kveikjuna að bréfinu má rekja til atviks frá því í haust, en þá mynd- aði nemandi skólafélaga sinn með myndavélarfarsíma, með því að teygja sig yfir skilrúm inni á salerni skólans. Fyrirbyggjandi aðgerð „Myndavélar eru orðnar staðal- búnaður í símum nú til dags og til þess að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti orðið að vandamáli í framtíðinni, teljum við að það sé best að laga skilrúmin og færa um leið salernin okkar í nútímalegra horf.“ Þetta segir Eyjólfur Stur- laugsson, skólastjóri Vallaskóla. „Ég þori ekki að fullyrða hvernig þessum málum er háttað í öðrum skólum eða hvort þetta er algengt vandamál, en ég tel fulla ástæðu til að skoða þessa hluti sérstaklega í eldri skólum landsins. Í dag eru menn mjög meðvitaðir um svona hluti við byggingu nýrra skóla.“ Salernin eru ekki símaheld  Kennararáð Vallaskóla á Selfossi vill að salernum verði breytt til að koma í veg fyrir einelti með notkun myndavélarfarsíma ➤ Hver sem með lostugu athæfisærir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 ár- um, en fangelsi allt að 6 mán- uðum eða sektum ef brot er smávægilegt 209. GR. HEGNINGARLAGA Getur varðað við hegningarlög „Svona mál hafa ekki komið inn á borð til okkar en við höfum feng- ið símtöl út af eineltismálum með myndavélarfarsímum, en þau mál hafa flest verið leyst án okkar,“ seg- ir Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd. „Það eru ekki til nein sérstök lög um notkun myndavélarfarsíma, en að vera með myndavél inni í bún- ingsklefa eða taka myndir af fólki á salerni getur hins vegar varðað við hegningarlög, því þá er nóg að taka mynd á óviðeigandi hátt.“ Sjálfstæðismenn í minnihluta bæjarstjórnar Árborgar lögðu fram tillögu á síðasta bæjarstjórnarfundi um að ráðist yrði í umræddar lag- færingar. Þar segir að mikilvægt sé að aðbúnaður sé með þeim hætti að ekki sé augljós hætta á einelti. Tillaga minnihlutans var felld, en Fjölskyldumiðstöð hefur verið falið að leysa málið í samvinnu við Vallaskóla og er sú vinna í gangi. Lokað hjá Andrési „Tískan gengur í hringi en að vísu á ég ekki von á að krínólínur komi aftur,“ segir Ásgeir Höskuldsson kaupmaður. Hann hefur lokað herrafataverslun sinni, Hjá Andrési, á Skólavörðustíg. „Verstu dagarnir í innkaupum eru þegar maður þarf að kaupa hálsbindi, hefur kannski úr 2.000 bindum að velja en ætlar ekki að kaupa nema nokkur hundruð.“ „Erfiðast að þurfa að velja hálsbindi“ »6 24stundir/Valdís Thor „Það er vont að horfast í augu við staðreyndirnar. Þær eru sárar,“ seg- ir Kristín Snorradóttir. Fjölskylda hennar naut aðstoðar Foreldrahúss eftir að sonurinn leiddist út í neyslu fíkniefna. Móðir í bullandi afneitun »4 Samtök ríkja í Evrópuráðinu telja lög um fjárreiður stjórnmálaflokka ekki ganga nógu langt og vilja skýrari ákvæði um framlög allra til stjórnmálaflokka yfir ákveðnu marki. Vilja skýrari lög um fjárframlög »6 Hlutur fjármagnstekna í með- altekjum eldra fólks hefur aukist úr því að vera 8% árið 1995 í 39% árið 2006. Söluhagnaður vegur þyngst, er um það bil helmingur fjármagnstekna hópsins. Fjármagnið yljar í ellinni »14

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.