24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA VÍÐA UM HEIM Algarve 19 Amsterdam 10 Alicante 17 Barcelona 15 Berlín 9 Las Palmas 22 Dublin 11 Frankfurt 11 Glasgow 9 Brussel 8 Hamborg 9 Helsinki 7 Kaupmannahöfn 9 London 12 Madrid 20 Mílanó 15 Montreal 2 Lúxemborg 6 New York 8 Nuuk 1 Orlando 9 Osló 6 Genf 10 París 10 Mallorca 20 Stokkhólmur 10 Þórshöfn 4 Suðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast um landið sunnan- og vestantil. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt sunnanlands, en annars bjart að mestu. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn. VEÐRIÐ Í DAG 6 7 1 3 2 Skýjað með köflum Suðaustan 8-15 m/s við suður- og vest- urströndina, annars hægari. Bjart að mestu um landið norðanvert, en skýjað sunnanlands og lítilsháttar væta. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 7 -2 3 2 Allt að 10 stiga hiti „Það er ömurlegt að sjá að Síminn maki krókinn með óþarfa hækkunum um leið og gengið fer að hreyf- ast,“ segir Snorri Ingimarsson, meðlimur í Ferða- klúbbnum 4x4, um hækkun Símans á mánaðargjaldi fyrir Iridium-gervihnattasíma. Gjaldið hækkaði um mánaðamótin síðustu, úr 2.800 krónum í 3.300. Snorri segir að um sé að ræða öryggistæki sem margir noti í fjallaferðum þar sem önnur símakerfi dugi ekki á hálendinu. Mánaðargjaldið hafi verið hækkað úr 1.930 krónum haustið 2005. Snorri bendir jafnframt á að hækkun Símans á mánaðargjaldinu sé ekki til komin vegna peninga- skorts fyrirtækisins. „Á sama tíma eyðir Síminn tugum milljóna í ímyndarsköpun,“ segir Snorri, og vísar í nýja auglýsingu með hljómsveitinni Merzedes Club. Framvegis mun Síminn ekki hækka verð án fyr- irvara, en Síminn og Vodafone hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að kynna öllum neyt- endum með mánaðarfyrirvara um verðhækkanir og aðrar breytingar á verðskrám. Tilefni tilmælanna voru þau að fyrirtækin hafa frá áramótum hækkað verð án þess að tilkynna hverjum og einum um það, skv. fréttatilkynningu frá talsmanninum. hlynur@24stundir.is „Síminn makar krókinn með óþarfa hækkunum“ Hækka verð á öryggisbúnaði Ósáttur Snorri Ingimarsson er ósáttur við hækkun á mán- aðargjaldi hjá Símanum. RARIK ohf. hefur stofnað dótturfélagið RARIK Energy Development ltd. Það mun halda utan um ráðgjöf- og þróunarverkefni RARIK innan- lands og erlendis. Eitt meginarkmiðið með stofnun félagsins er að skapa vettvang erlendis fyrir starfsmenn RARIK og stuðla þannig að út- flutningi þekkingar á orkumálum og nýtingu umhverfisvænna orkulinda. Þá á það líka að tryggja áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun innan RARIK-samstæðunnar. Framkvæmda- stjóri félagsins verður Steinar Friðgeirsson. þsj RARIK stofnar líka útrásarfélag Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Akranesvagninn gengur náttúr- lega vel og er búinn að gera það síðan Strætó bs. byrjaði að keyra upp eftir. Á morgnana fara tvær rútur frá Akranesi,“ segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjónustu- sviðs Strætó. Viðræður standa nú yfir milli fyrirtækisins og sveitar- stjórnar Borgarbyggðar þess efnis að vagninn gangi alla leið upp í Borgarnes og jafnvel að Bifröst. Þá hafa sveitarstjórnarmenn úr Ölfusi og Árborg átt viðræður við Strætó um akstur þangað. Einar segir fyr- irtækið ekki hafa rætt við sveitar- félög á Reykjanesi um samstarf, fréttir af áhuga á slíku hafi hann eingöngu úr fjölmiðlum. Hann segir margt unnið með heildstæðu leiðakerfi á stór-höfuð- borgarsvæðinu. „Það er alltaf gott að skipulagningin sé á sömu hendi. Vagnar sem koma frá þessum stöð- um núna keyra allir niður á BSÍ en hægt væri að beina þeim í Mjódd þaðan sem er tenging í allar áttir. Það gæti til dæmis verið sparnaður í því.“ Undirbýr útboð Hann segir samninga sem þessa þó ekki lúta að öðru en samræm- ingu leiðakerfis og slíku. „Við höf- um lítinn sem engan áhuga á að keyra þessar leiðir,“ segir hann en samið er við verktaka um akstur á Akranes. „Við myndum örugglega bjóða þessar leiðir út,“ segir hann. Strætó undirbýr nú gríðarstórt útboð sem auglýst verður í lok mánaðarins. „50% af okkar akstri verður auglýst en stór hluti af okk- ar akstri er ekki á okkar hendi þó við skipuleggjum leiðakerfið,“ segir hann. Ekki fleiri byltingar Einar segir fyrirtækið hætt öllum byltingum í leiðakerfismálum en miklar breytingar hafi verið gerðar á núverandi kerfi eftir að það var tekið í notkun árið 2005. Þó verði kerfið alltaf lagað að því þegar ný hverfi byggjast og gerðar á því ýms- ar smábreytingar. „Fólk kemur með tillögur til okkar og þegar við förum að vinna að leiðakerfismálum athugum við hvað er raunhæft í þeim.“ Skagastrætó slær í gegn  Viðræður milli Strætó og nágrannabyggða um aukið samstarf Vagnstjórinn Halldór Jóhannsson ekur Akra- nesvagninum. ➤ Leið númer 27 ekur milli Mos-fellsbæjar og Akraness. ➤ Vagninn fer níu ferðir á dagog er fyrsta ferðin farin á tveimur vögnum. ➤ Um 300 manns nota þjón-ustuna á degi hverjum. AKRANESSTRÆTÓ Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Framkvæmdastjórn Starfs- greinasambandsins lýsir mik- illi óánægju með þróun efna- hags- og verðlagsmála frá því að kjarasamningar voru und- irritaðir 17. febrúar sl. Að- stæðurnar kalli nú þegar á samráð allra um nýja þjóð- arsátt. Grípa þurfi tafarlaust til aðgerða til að vernda kaup- mátt launafólks. Bresti for- sendur kjarasamninga, lýsir SGS ábyrgð á hendur rík- isstjórninni vegna aðgerða- leysis hennar. Nýja þjóð- arsátt strax Starfsgreinasambandið Premyslaw Plank, pólskur karl- maður sem grun- aður er um aðild að hrottalegu morði í heima- landi sínu, var dæmdur í þriggja vikna gæslu- varðhald í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Maðurinn, sem gengur undir nafninu Plankton og er talinn tengjast pólskum glæpa- samtökum, var handtekinn í fyrradag að beiðni pólskra yf- irvalda eftir að þeim barst vitn- eskja um hann væri staddur hér á landi. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms skal hann sæta gæslu til 6. maí. Úrskurðaður í gæsluvarðhald Að mati Persónuverndar veitti elliheimilið Grund ósjálfráða starfs- stúlku ekki nægilega fræðslu í tengslum við veikindatilkynningar til fyrirtækisins InPro. Vinnsla upplýsinganna um fjarvistir stúlkunnar frá vinnu vegna veikinda var ekki í samræmi við ákvæði laga um per- sónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, að því er segir í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í fyrradag. Móðir stúlkunnar rit- aði Persónuvernd bréf í nóvember síðastliðnum og kvartaði yfir óþarfri skylduskráningu og söfnun heilsufarsupplýsinga um ósjálfráða einstakling án samþykkis forráðamanns. ibs Vinnsla um fjarvistir óheimil Tillögu Vinstri grænna um að láta sölu Fríkirkjuvegar 11 til Novators ganga til baka var vísað frá á borgarstjórnarfundi í gær. Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra þótti ómaklega að sér vegið þegar hann sat undir ámæli minnihlut- ans fyrir að skipta um skoðun í málinu eftir að hann komst í meirihluta, en hann var á sínum tíma á móti sölunni. ejg Þótti ómaklega að sér vegið Stafnás ehf. hyggst stefna Fag- húsum ehf. fyrir að rifta verksamn- ingi við fyrirtækið óvænt og fyr- irvaralaust um miðjan desember, til að komast hjá því að greiða fyr- irtækinu um 200 milljónir króna, en Stafnás vann að byggingu skrif- stofuhúss við Urðarhvarf í Kópa- vogi fyrir Faghús. Í lok mars sögðu 24 stundir frá því að Stafnás hefði sagt upp um eitt hundrað starfsmönnum, sem sumir hverjir höfðu ekki fengið greidd laun í á þriðja mánuð. Í grein sem framkvæmdastjóri Staf- náss sendi 24 stundum á mánudag- inn og birtist í blaðinu í dag, segir hann riftun verksamningsins hafa leikið fyrirtækið grátt vegna lána- stopps bankanna og takist fyrir- tækinu ekki að útvega viðbótarfjár- magn til reksturs, beri Faghús ábyrgð á gjaldþroti fyrirtækisins verði það raunin. aegir@24stundir.is Stafnás ehf. hyggst stefna Faghúsum ehf. Krefjast 200 milljóna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.