24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Tvö íslensk dansverk verða sýnd á
Dublin Dance Festival á Írlandi
dagana 25. til 27. apríl næstkom-
andi. Það eru verkin Crazy in love
with MR. PERFECT eftir Steinunni
Ketilsdóttur og Hundaheppni eftir
þær Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og
Höllu Ólafsdóttur. Bæði verkin
fengu boð á hátíðina í kjölfar þess
að listrænn stjórnandi hátíðarinnar
í Dublin, Laurie Uprichard, sótti
Reykjavík Dance Festival heim en
þar voru verkin frumsýnd.
Verk Steinunnar fjallar um ung-
an mann og unga konu sem bæði
eru í leit að hinum fullkomna
manni. Þau ræða saman um hvað
einkennir hinn fullkomna mann og
hvað ástin getur brenglað manns-
hugann. Það eru Steinunn sjálf og
bandaríski dansarinn Brian Gerke
sem fara með hlutverkin tvö. Þau
kynntust þegar þau stunduðu bæði
listdansnám í Hunter College í New
York, og það var einmitt þar sem
hugmyndin að verkinu kviknaði.
„Ef til vill muna margir eftir því
þegar kvenkyns geimfari í Banda-
ríkjunum brunaði þvert yfir landið
með það fyrir augum að vinna hjá-
konu mannsins sem hún elskaði
mein. Áður en hún lagði af stað
setti hún á sig bleiu til þess að þurfa
ekki að stoppa á leiðinni. Í kjölfarið
las ég greinar um sálfræðirann-
sóknir á ástföngnu fólki og komst
að því að fólk, sem alla jafna hegðar
sér á mjög rökréttan hátt, getur tek-
ið upp á ótrúlegustu hlutum þegar
það er ástfangið,“ segir Steinunn.
Síðar í sköpunarferlinu, þegar þau
voru bæði að vinna í New York,
rákust þau á par sem hafði mikil
áhrif á sköpun verksins. „Þau sátu
nokkrum sætum fyrir framan okk-
ur í lest. Maðurinn leit út fyrir að
vera samkynhneigður og konan
virtist í raun vera karlmaður og við
fylgdumst með þeim og fórum
mikið að spá í hvernig sambandi
þeirra væri háttað og hvað hefði
dregið þau saman,“ segir Brian.
Dansinn afgangslist
Verkið hefur áður verið sýnt í
Reykjavík, New York, Árósum og
London og stendur nú yfir undir-
búningur fyrir hátíðina í Dublin.
„Það er okkur mikill heiður að fá að
taka þátt í þessari stóru danshátíð
og alltaf spennandi að sýna í Evr-
ópu, enda nýtur danslistin tölu-
verðrar virðingar þar,“ segir Brian,
og Steinunn bætir því við að hvor-
ugt þeirra eigi því að venjast í sínum
heimalöndum. „Dansinn virðist því
miður vera hálfgerð afgangslist ef
svo má segja þegar kemur að því að
veita styrki til listsköpunar hér á
landi. En þó svo að við eigum langt
í land þá hefur verið mikil framþró-
un í danslistinni hérlendis undan-
farið,“ segir hún. „Fjöldi sjálfstæðra
danshöfunda og dansara hefur
skapað sér nafn hér sem erlendis,
ásamt því sem möguleikum hefur
fjölgað með tilkomu dansbrautar
innan Listaháskólans og hins árlega
Reykjavík Dance Festival.“
Íslensk dansverk á leið á Dublin Dance Festival
Í leit að ástinni
Steinunn Ketilsdóttir og
Brian Gerke sýna annað
af tveimur íslenskum
dansverkum sem verða
sýnd á Dublin Dance
Festival í lok apríl. Verkið
fjallar um leitina að hin-
um fullkomna manni og
hvernig ástin getur leitt
til óútreiknanlegrar
hegðunar.
Leit að herra Full-
komnum Brian og Stein-
unn á æfingu.
➤ Steinunn er með BSc-próf íviðskiptafræði frá HR og BA-
próf í listdansi frá Hunter Col-
lege í New York. Hún er fag-
stjóri nútímadeildar List-
danskóla Íslands.
➤ Brian er frá Montana en starf-ar hér sem dansari og dans-
kennari.
STEINUNN OG BRIAN
Hún er kósí og kvenleg stemn-
ingin í Hafnarfjarðarleikhúsinu,
þegar ljósklæddar leikkonur ota
að manni hnausþykkum, skær-
bleikum hosum til að klæðast
meðan á sýningu stendur. Mjúkir
koddar eru í hverju sæti og
áhorfendur eru hvattir til þess að
koma sér vel fyrir.
Leikhópurinn kýs að fjalla um
samskipti kvenna við bæði dætur
sínar og mæður. Fyrst og fremst
er horft til þess tíma meðan
börnin eru smá og konan er enn
að vinna úr því að vera gengin
inn í móðurhlutverkið, sem hún
þekkir aðallega frá sinni eigin
móður. Þetta er frjótt umfjöll-
unarefni og mesta furða að mað-
ur hafi ekki oftar séð úrvinnslu á
einmitt þessu efni.
Verkið er kaótískt, ófyrirsjáan-
legt og ruglingslegt, rétt eins og
þau samskipti sem verið er að
reyna að varpa ljósi á; hlýtt,
fyndið og sársaukafullt. Hið lík-
amlega er ofarlega á baugi og
eðli málsins samkvæmt koma
brjóst og píkur talsvert við sögu.
En einhvern veginn fellur það að
umfjöllunarefninu, það passar að
hafa þetta dálítið blóðugt. Það er
ágætlega við hæfi að tala um
hluti sem almennt eru ekki færð-
ir í orð þegar rætt er um
mæðgnasambönd. Verkið lýsir
stöðugri togstreitu sem er í allar
áttir.
Leikmyndin er fagurbleik og
umgirt af álnalöngum nafla-
streng sem verður margri sögu-
persónunni fjötur um fót. Þetta
kemur vel út og lýsingin vinnur
vel með leikmyndinni. Tónlistin
er skemmtileg og notuð á fjöl-
breyttan máta – eina umkvört-
unarefnið gæti verið að það hefði
mátt vera meira af henni.
Það er enginn einn höfundur
verksins Mammamamma – það
er unnið í samvinnu leikhópsins
og lífsreynslusögur fjölda kvenna
eru lagðar til grundvallar. Slík
vinnuaðferð getur farið úrskeið-
is, en þegar hún heppnast, þá
fæðist eitthvað mjög kröftugt. Sú
er raunin í Hafnarfjarðarleikhús-
inu og Charlotte Bøving má vera
stolt af áhöfn sinni. Leikkonurn-
ar fjórar eru allar mjög öruggar í
hlutverkum sínum og spila
áreynslulaust á allan tilfinninga-
skalann.
Að sýningu lokinni heyrðist
einhver stynja: „Þetta er nátt-
úrlega svo sammannlegt - að
þola ekki móður sína, á ég við!“
Launhelgar kvenna
Leikstjóri: Charlotte Bøving
Höfundur: Leikhópurinn
Útlit: Ólöf Nordal og Þórunn María
Jónsdóttir
Tónlist: Ólöf Arnalds
Lýsing: Garðar
Borgþórsson
Leikarar: Birgitta Birgis
dóttir, Magnea B.
Valdimarsdóttir,
María Ellingsen og
Þórey Sigþórs
dóttir.
Mammamamma
Leikhópurinn Opið í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@24stundir.is
LEIKLIST
Í HNOTSKURN:
Karnivalstemning eins og hún
gerist best.
Tvíburasysturnar Gunnhildur
og Brynhildur Þórðardætur opna
sýninguna Prjónaheim Lúka í
Gallerí Boxi á Akureyri næsta
laugardag, hinn 19. apríl. Systurn-
ar skipa listadúóið Lúka Art & De-
sign sem var stofnað haustið 2004.
Þær hafa verið í samstarfi við
Glófa á Akureyri þar sem þær
hönnuðu mynstur fyrir íslensku
ullina sem Glófi prjónaði. Hug-
myndin að mynstrinu er unnin út
frá lakkrískonfekti og lakkrísreim-
um og eru þær nú búnar að setja
upp innsetningu og hanna vörur
úr efninu. Þær stefna á að fara
með sýninguna til útlanda í haust
eða næsta vor á vegum Útflutn-
ingsráðs Íslands. Sýningin í Gallerí
Boxi hefst klukkan 16 á laugardag-
inn.
Sýningaropnun í Gallerí Boxi á laugardag
Prjónasystur
Ferðaskrifstofa
49.785 kr.
Tyrkland – Marmaris
Verð frá:
á mann m.v. 2 fullorna og 2
börn 8. júlí. Innifalið: Flug,
gisting í 7 nætur á hótel Ec
e og allir flugvallarskattar.
Hefur þú ekki efni
á Elton í afmælið í ár?
Þú kemst samt í sólina með Plúsferðum Frá því að Nicolas Sarkozy var
kjörinn forseti Frakklands fyrir
tæpu ári hefur hann afar sjaldan
minnst á gildi menningar- og lista-
lífs í landinu. Helsta undantekn-
ingin sem menn muna eftir er þeg-
ar hann lýsti því yfir í febrúar að
frönsk matargerðarlist ætti að
komast á heimsminjaskrá Unesco.
Fyrirrennari hans, Jacques Chirac,
reisti stórt innflytjendalistasafn í
París á sínum valdatíma og hefur
það laðað að milljónir ferðamanna
auk heimamanna. François Mitter-
and lét gera miklar endurbætur á
hinu virta Louvre-safni. En enn
sem komið er virðist Sarkozy lítið
annað hafa gert í menningarmál-
um en að draga úr opinberum
styrkjum til þeirra enda, að sögn
menningarfrömuða, allt of upptek-
inn af því að láta mynda sig op-
inberlega ásamt spúsu sinni, Cörlu
Bruni. Ofan á allt þetta er menn-
ingarmálaráðherrann, Christine
Albanel, jafnan talinn vera veikasti
ráðherrann í ríkisstjórn Sarkozys.
Ekki bætir úr skák að fjölmargir
hneykslast á smekk Sarkozys. Þeir
rifja upp að Mitterand var mikill
aðdáandi Dostojevskís og De
Gaulle hélt upp á Chateaubriand.
Og Sarkó? Fáum sögum fer af bók-
menntasmekk hans en hann ku
hlusta mikið á Lionel Ritchie og
Celine Dion. Þó svo að samflokks-
menn hans komi honum til varnar
og bendi á að hann sé þrátt fyrir allt
mjög hæfur forseti viðurkenna þeir
að hann sé sennilega sá franski for-
seti í sögunni sem hefur lagt
minnstan metnað í menningarmál.
Stjórnmálaskýrendur eru sammála
um að átak í menningarmálum
gæti styrkt stöðu Sarkozys í augum
almennings - og að hann þurfi á
því að halda.
Nicolas Sarkozy er umdeildur forseti
Menning aukaatriði
MENNING
menning@24stundir.is a
Í kjölfarið las ég greinar um sálfræðirannsóknir á ást-
föngnu fólki og komst að því að fólk, sem alla jafna
hegðar sér á mjög rökréttan hátt, getur tekið upp á ótrúleg-
ustu hlutum þegar það er ástfangið.