24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Svanhvít Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Ráðstefna um skipulagsmál og
fasteignamarkaðinn verður haldin
í Laugardalshöll fimmtudaginn 17.
apríl í tengslum við sýninguna
Verk og vit 2008. Markmið ráð-
stefnunnar er að varpa ljósi á þró-
un og horfur skipulagsmála og þar
verður fjallað um rekstur fasteigna,
skipulagsmál, fjármögnun og nýjar
framkvæmdir. Fundarstjóri á ráð-
stefnunni er Ásdís Halla Braga-
dóttir sem segir að ráðstefna sem
þessi sé mjög mikilvæg. „Ég fagna
því að það skuli vera efnt til ráð-
stefnu um skipulagsmál því að
mikilvægt er að vettvangur skapist
fyrir umræðu um skipulagsmál og
fleiri mál þeim tengd. Það er bein-
línis til vandræða fyrir alla hve
samstarf sveitarfélaganna í skipu-
lagsmálum er losaralegt. Skipu-
lagsmálin eru á hendi sveitarfélag-
anna sem að miklu leyti vinna
skipulagsmálin hvert fyrir sig og
svo eru fjölmargir sem eiga mikla
hagsmuni á markaðnum, verktak-
ar, fasteignaeigendur, fjár-
málastofnanir og svo framvegis.
Það er mikilvægt fyrir alla þessa
aðila að það sé sameiginlegur vett-
vangur og umræðugrundvöllur til
þess að gefa þessum aðilum heild-
arsýn á stöðuna á markaðnum,
hver hún er og horfur hennar.“
Mikilvægur málaflokkur
Það er fjölbreyttur hópur ræðu-
manna sem kemur fram á ráð-
stefnunni og má þar til dæmis
nefna Gunnar I. Birgisson, bæj-
arstjóra í Kópavogi, Harald Sverr-
isson, bæjarstjóra í Mosfellsbæ og
varaformann Sambands sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu, og
Ingu Jónu Þórðardóttur, formann
nefndar um fasteignir, nýbyggingar
og aðstöðu heilbrigðisstofnana.
Ásdís Halla segir að í hópi ræðu-
manna megi finna aðila frá ólíkum
geirum atvinnulífsins. „Það munu
koma fram mörg sjónarhorn og
það er engin spurning að allir sem
hafa áhuga á skipulagsmálum og
þróun fasteignamarkaðarins ættu
að sækja þessa ráðstefnu. Ég hef
miklar væntingar til ráðstefn-
unnar. Hún hvetur til umræðu og
samstarfs um þann mikilvæga
málaflokk sem skipulagsmál eru og
þar verður einnig hægt að nálgast
heildarmynd af stöðu mála og
horfum.“
24stundir/ÞÖK
Ráðstefna um skipulagsmál og fasteignamarkaðinn
Umræða og samstarf
um skipulagsmál
➤ Ráðstefnan er öllum opin enhún er haldin í samstarfi við
Landsbanka Íslands og Fast-
eignastjórnunarfélag Íslands.
➤ Þátttökugjald er 16.900 krón-ur og innifalið í gjaldinu er
léttur hádegisverður og boð
á formlega opnun sýning-
arinnar Verk og vit 2008.
➤ Skráning fer fram með tölvu-pósti á netfangið skran-
ing@appr.is eða í síma 511
1230.
RÁÐSTEFNANNæstkomandi fimmtu-
dag verður haldin ráð-
stefna um skipulagsmál
og fasteignamarkaðinn í
Laugardalshöll og þar
mun fjölbreyttur hópur
fólks úr ýmsum geirum
atvinnulífsins stíga á
stokk. Ásdís Halla: „Ég fagna því að efnt sé til
þessarar ráðstefnu.“
Skipulagsmál Markmið ráð-
stefnunnar er að varpa ljósi á
þróun og horfur skipulagsmála.
Fyrirtækið Granítsmiðjan hefur
starfað frá árinu 2003, en starfs-
menn fyrirtækisins hafa áratuga
reynslu í sérsmíði úr graníti og
öðrum steintegundum. Í sýning-
arbás fyrirtækisins verða meðal
annars til sýnis borðplötur, sól-
bekkir, arinstykki og utanhúss-
klæðningar smíðaðar úr graníti.
Þá munu starfsmenn fyrirtækisins
veita upplýsingar um vörur þess
og gera tilboð á staðnum. Í bás
Trésmiðju Þráins verða einnig til
sýnis fleiri vörur frá fyrirtækinu.
Viðhaldsfríar klæðningar
Utanhússklæðningar úr graníti
eru nýjung hjá fyrirtækinu og hafa
það fram yfir steypu að vera við-
haldsfríar. „Utanhússklæðning-
arnar úr graníti eru á svipuðu
verði og steypupússning og hafa
komið vel út. Sérstaklega ef litið
er til viðhaldskostnaðar og verð-
mætaaukningar,“ segir Pétur
Daníelsson hjá Granítsmiðjunni.
Hann segir að granítið hafi að
stórum hluta leyst ódýrar eldhús-
plötur og sólbekki af hólmi. Al-
gengara sé að fólk kaupi sér flott-
ari innréttingar nú til dags og vilji
innsigla þær með fallegri plötu úr
graníti.
Líkist gleri
Granít myndast djúpt í jörðu á
milli jarðlaga við mikinn hita og
sé það slípað og pólerað getur yf-
irborð þess líkst gleri.
maria@24stundir.is
Áratuga reynsla í sérsmíði úr graníti og öðrum steintegundum
Utanhússklæðningar úr graníti nýjung
Utanhússklæðningar
úr graníti Eru nýjung hjá
Granítsmiðjunni.
„Okkar aðaláhersla á sýning-
unni er að kynna Precision-
tölvulínuna frá Dell,“ segir Berg-
lind Ólafsdóttir, viðskiptafulltrúi
hjá EJS. „Tölvubúnaðurinn er ætl-
aður fyrir verkfræðinga og arki-
tekta og hefur sannað sig þegar
kemur að þungri grafískri vinnslu.
Arkitektastofan Arkís sem er
hönnunar- og ráðgjafarfyrirtæki
skipti út fyrir skömmu öllum sín-
um tölvubúnaði fyrir Precision-
tölvur.“
Lausnasvið EJS
„Þá ætlum við líka að kynna
okkar þjónustu innan EJS,“ bætir
Berglind við.
„Við erum með lausnasvið inn-
an EJS. Við verðum með sérfræð-
inga frá lausnasviði sem þjónusta
fyrirtæki og verða til viðtals um
þjónustuna. Lausnasvið EJS býður
viðskiptavinum upp á þjónustu við
alla upplýsingatæknilega innviði
með sérstakri áherslu á þarfir
stórra fyrirtækja, þar sem kröfur til
miðlægra kerfa eru miklar og
flóknar. Viðskiptavinir lausnasviðs
fá sérsniðna þjónustu að sínum
þörfum. Sérfræðingar lausnasviðs
eru til ráðgjafar í nethögun,
Microsoft-lausnum, örygg-
islausnum, gagnalausnum og IP-
símkerfum. Hýsingarþjónusta er
hluti af lausnasviði EJS.“
Markaðsstjóri Dell
Þá má ekki gleyma því að mark-
aðsstjóri Dell fyrir Precision í Evr-
ópu, Nicole Poepsel-Wunderlich,
kemur á sýninguna á fimmtudag-
inn. Hún verður einungis þann
dag og því er um að gera að grípa
tækifærið og ræða við hana og fá
hjá henni innsýn eða ráð.
dista@24stundir.is
EJS kynnir Precision-
tölvulínuna
Markaðsstjóri Dell fyrir Precision gefur ráð
24stundir/Frikki
Almenna verkfræðistofan hf.
var stofnuð árið 1971 og tók þá
við rekstri verkfræðistofu Al-
menna byggingafélagsins hf.
Árið 1982 var fyrsti vélaverk-
fræðingurinn ráðinn til fyrirtæk-
isins og hefur hönnun lagna- og
loftræstikerfa og vélbúnaðar síð-
an verið vaxandi þáttur í starf-
seminni, svo og ráðgjöf varðandi
hreinsun fráveituvatns og um-
hverfismál almennt.
Í kynningu fyrirtækisins á
Verki og viti verður meginþemað
vatn, en jafnframt verða kynntar
nýjungar á borð við visthæf loft-
gæðakerfi í húsum þar sem lög-
un húsa og markvisst efnisval
byggingarhluta er nýtt til að gera
vélræn loftræstikerfi óþörf. Þá
verða kynnt fyrstu skrefin í
hönnun sjálfbærra húsa á Ís-
landi, þar sem fylgt er við-
urkenndum stöðlum um orku-
og auðlindanotkun húsa bæði í
byggingu og rekstri.
Umhverfismál ýmiss konar í fyrirrúmi
Meginþemað vatn