24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@gmail.com
„Um 300 starfsmenn Landspítala
og Háskóla Íslands hafa undanfarin
ár unnið í yfir 40 starfshópum að
þarfagreiningu fyrir hið nýja sjúkra-
hús,“ útskýrir Ingólfur Þórisson
verkfræðingur, sem leiðir verkefnið.
En hlutverk starfshópanna var að
taka saman hvernig best sé að
skipuleggja nýju starfsemina.
Hönnunarsamkeppni í ár
Svæðið sem um ræðir afmarkast
gróflega af Snorrabraut, Eiríksgötu,
Barónsstíg, Hringbraut að norð-
anverðu og nýrri Hringbraut að
sunnanverðu. Í samningum við
Reykjavíkurborg segir að Umferð-
armiðstöðin verði flutt í burtu og
það svæði nýtt sem hluti af nýja
sjúkrahússvæðinu.
„Á þessu ári fer fram hönn-
unarsamkeppni þar sem óskað
verður eftir áhugasömum aðilum
en úr þeim hópi verða valdir fimm
aðilar sem síðan leggja til sínar til-
lögur,“ útskýrir Ingólfur. „Þessir
fimm aðilar taka þátt í hönn-
unarkeppni en síðan mun dóm-
nefnd velja einn þeirra til að hanna
útlit sjúkrahússvæðisins.“
Fyrsta áfanga lýkur 2013
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
þessa viðamikla verkefnis hefjist ár-
ið 2010 og að þremur árum síðar,
2013, verði fyrsta áfanga lokið. Ef
allt gengur eftir er gert ráð fyrir að
rannsóknahús verði byggt í fyrsta
áfanganum. Þegar Ingólfur er
spurður um það hvenær fram-
kvæmdunum ljúki segir hann erfitt
að segja til um slíkt. „Þetta er í raun
verkefni sem aldrei lýkur. Þetta er
mjög lifandi og breytilegt umhverfi
sem alltaf þarf að vera að bæta og
breyta.“
Eldri byggingar nýttar áfram
Fulltrúar nýs háskólasjúkrahúss
koma til með að kynna verkefnið
fyrir almenningi á Verk og vit-
sýningunni og segir Ingólfur kynn-
inguna eiga að gefa fólki nokkra til-
finningu fyrir verkefninu og hvar
það stendur í dag. Til sýnis verða
líkön af nýjustu útfærslunum ásamt
teikningum af einstökum þáttum
eins og t.d. hvernig umhverfi nýja
sjúkrahússins komi til með að líta
út.
Eins og fyrr segir verða nýbygg-
ingar í kringum 120.000 fermetrar
að stærð en auk þess verði reist
35.000 fermetra hús fyrir heilbrigð-
isvísindadeildir Háskóla Íslands og
Tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræði sem nú er staðsett á
Keldum. Þá segir Ingólfur að eldri
byggingar á núverandi svæði verði
nýttar áfram og að öll starfsemi
spítalans í Fossvogi komi til með að
flytja í nýja sjúkrahúsið.
Framkvæmdir við nýtt háskólasjúkrahús hefjast árið 2010
Lifandi og breytilegt
umhverfi verður til
➤ 120.000 fermetra háskóla-sjúkrahús rís í Vatnsmýrinni.
➤ Þarfagreiningu starfsmannaLandspítala og Háskóla Ís-
lands er lokið.
➤ Samkeppni fer fram á þessuári um hönnun byggingar-
svæðisins.
➤ Framkvæmdir hefjast 2010og stefnt er að því að klára
fyrsta áfanga árið 2013.
FRAMKVÆMDIR
Síðastliðin þrjú ár hefur
staðið yfir undirbúningur
að byggingu nýs háskóla-
sjúkrahúss í Vatnsmýr-
inni. Nýi spítalinn kemur
til með að vera 120.000
fermetrar að stærð og er
búist við að fyrsta áfanga
ljúki árið 2013.
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
Fyrirtækið Visthús KLH býður
upp á glænýjan möguleika þegar
kemur að því að byggja heimili og
fyrirtækjabyggingar. Hjá Vist-
húsum KLH er byggt úr kross-
límtrésplötum sem framleiddar
eru af fyrirtækinu KLH í Aust-
urríki. Efnið nýtur víðtækrar vott-
unar. Það er vistvænt, veglegt,
vandað og stenst vel samanburð
við steinsteypt hús.
Bylting í byggingum
Að sögn Einars Vilhjálmssonar,
framkvæmdastjóra Visthúsa KLH,
er þetta ekkert minna en bylting í
byggingariðnaðinum. „Visthús
KLH selja sérsniðin burðarvirki
sem henta í allar gerðir burð-
arvirkja. Um þessar mundir er ver-
ið að reisa átta hæða skrifstofu og
íbúðarbyggingu úr kross-
límtrésplötum í London. Við lítum
fyrst og fremst á þetta sem valkost
fyrir Íslendinga í bygging-
arhugleiðingum en hingað til hef-
ur steypan verið einráð á mark-
aðnum,“ segir Einar.
Meiri byggingarhraði
Efnið er ekki aðeins gott í ný-
byggingar heldur er það einnig
mjög gott í endurnýjum og við-
byggingar. „Byggingarhraðinn er
mun meiri þegar unnið er með
plöturnar heldur en ef um steypu-
vinnu er að ræða. Þetta gerir það
að verkum að umhverfisröskunin
er í lágmarki. Þegar búið er að
hanna húsnæðið og það er tilbúið
til uppsetningar tekur vinnan sjálf
ekki nema nokkra daga. Það eru þá
ekki nema nokkrir dagar þar sem
stórvirkar vinnuvélar ónáða ná-
grannana. Þegar því er lokið fer öll
vinnan fram innandyra og án frek-
ari umhverfisáhrifa.“
Plöturnar eru 4 sinnum léttari
en steypa og henta því sérstaklega
vel þegar byggt er ofan á eldri
mannvirki. „Efnið er það sterkasta
sem við þekkjum miðað við eðl-
isþyngd en það eina sem er sterk-
ara er köngulóarvefurinn.“
Einstakt einangrunargildi
„Plöturnar hafa einnig einstaka
einangrunarhæfileika. Talað er um
að þær hafi um 10 sinnum meira
einangrunargildi en steypan. Þeir
sem búa í steypuhúsum vita að ef
þeir lofta vel út kólnar húsnæðið á
skömmum tíma. Upphitunin tek-
ur svo langan tíma með tilheyrandi
kostnaði. Krosslímtrésplöturnar
draga í sig hitann og varðveita
hann. Þú getur því loftað alveg út
og húsið mun halda hitastigi sínu
eða ná því aftur á stuttum tíma.“
Vistvæn íþróttahús
Visthús KLH bjóða upp á heild-
arlausnir við byggingu á öllum
gerðum húsnæðis. Á vefsíðu fyr-
irtækisins www.visthus.is kemur
fram að hægt er að byggja allt frá
sumarhúsum til íþróttabygginga
með krosslímtrésplötum.
Visthús KLH geta afgreitt stórar
pantanir á 6-8 vikum frá því að
teikningar hafa verið staðfestar.
Burðarvirkin eru svo tilbúin á
öfáum dögum eftir að búið er að
steypa undirstöðurnar.
Visthús KLH byggja umhverfisvæn hús
Reisa einbýlis- og fjöl-
býlishús á örfáum dögum
Dugnaður
Vinnumennirnir
eru snöggir að
setja saman.
Vistleg Húsin
voru sett upp á
örfáum dögum.
Umhverfisvernd á ekki
aðeins heima í bílafram-
leiðslu og dósaflokkun.
Nú getum við líka byggt
umhverfisvænni hús sem
eru bæði vönduð, sterk
og spara fé í kyndingu.
Húsin eru sett upp á örfá-
um dögum en það eina
sem þarf er lóð og sam-
þykktar teikningar. Um-
hverfisvernd hefst heima.
Ingólfur Þórisson verkfræðingur leiðir
verkefnið um nýtt háskólasjúkrahús.
Nýtt sjúkrahús Byggingar
á núverandi svæði verði
nýttar áfram.
Verk og vit Til sýnis verða
líkön af nýjustu útfærsl-
unum ásamt teikningum af
einstökum þáttum.