24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Ég tel að meiri fjármagnstekjustofn sé að byggjast upp hjá þeim sem eru núna á milli fimmtugs og sjötugs en er hjá þeim sem eru núna yfir sjötugu. Eftir Elías Jón Guðjósson elias@24stundir.is Hlutur fjármagnstekna í meðal- tekjum eldra fólks hefur aukist úr því að vera 8 prósent árið 1995 í 39 prósent árið 2006. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármálaráðu- neytisins. „Í gegnum eflingu verðbréfa- markaðar hefur fólki gefist kostur á því að eignast verðbréf. Síðan voru skattaívilnanir í tengslum við hlutabréfakaup sem höfðu sín áhrif,“ segir Sigurður Guðmunds- son, sérfræðingur hjá fjármála- ráðuneytinu, aðspurður um skýr- ingu á þessari breytingu. Skattaívilnanir hvati „Skattaafsláttur hefur tvímæla- laust haft mikið að segja um þessa aukningu. Við sjáum nú að dregið hefur úr fjölda þeirra sem eiga hlutabréf eftir að hætt var með hann,“ segir Sigurður. „Ráðstöf- unartekjur hafa líka aukist þannig að fólk hefur meira fé til þess að fjárfesta,“ bætir hann við. Sigurð- ur segir fjármagnstekjur fara mjög eftir aldri. „Ungt fólk er með mjög litlar fjármagnstekjur og svo aukast þær eftir aldri.“ Dregur saman Í vefritinu kemur einnig fram að munur á meðaltekjum hjóna yfir sjötugu og allra hjóna hefur minnkað frá aldamótum. Árið 1995 voru hjón yfir sjötugu með 30 prósentum lægri tekjur en öll hjón. Þessi munur var 41 prósent árið 2000 en fór svo í 37,7 prósent árið 2006. „Meðalfjármagnstekjur hjóna yfir sjötugu eru hærri en hjá öll- um hjónum. Fjármagnstekjur hafa hækkað mjög mikið þannig að ég tel að það skýri að miklu leyti að þessi munur á meðaltekjunum hefur minnkað,“ segir Sigurður. Hann segir erfitt að spá til skamms tíma hvort þessi munur muni minnka. „Til lengri tíma þá tel ég að þetta bil muni minnka. Það er vegna þess að ég tel að meiri fjármagnstekjustofn sé að byggjast upp hjá þeim sem eru núna á milli fimmtugs og sjötugs en er hjá þeim sem eru núna yfir sjötugu,“ segir hann og bætir við: „Til lengri tíma þá býst ég við að þessi þáttur muni vaxa enn meira og leiða til þess að tekjur þeirra sem eru 70 ára og eldri muni nálg- ast tekjur þeirra sem yngri eru.“ Betri lífeyrisréttindi Sigurður bendir á að fjár- magnstekjum sé misjafnar skipt á milli manna en öðrum tekjum. „Sumir bera því minna úr být- um,“ segir hann en bætir við að lífeyrisréttindi fari sífellt batnandi og muni auka tekjur fólks í fram- tíðinni. „Sú kynslóð sem nú er að verða gömul er allt öðruvísi en sú sem kom á undan. Almenn lífeyr- isréttindi eru betri, sérstaklega eru réttindi kvenna betri af því að þær eru á vinnumarkaðinum en mæð- ur þeirra voru það ekki,“ segir Sig- urður. Fjármagnið yljar í ellinni  Fjármagnstekjur eru sífellt hærra hlutfall meðaltekna eldra fólks SKIPTING HEILDARTEKNA Hlutfallsleg skipting heildartekna hjóna 70 ára og eldri eftir uppruna 1995 2000 2005 2006 8% 26% 21% 45% 21% 30% 31% 18% 34% 24% 30% 12% 39% 23% 29% 9% Fjármagnstekjur Tryggingastofnun Lífeyrissjóðir Aðrar tekjur Heimild: Ríkisskattstjóri ➤ Fjármagnstekjur skiptast íþrjá flokka: Söluhagnað, vexti og arðgreiðslur. ➤ Söluhagnaður vegur þyngst,um það bil helming. Hinir tveir þættirnir vega síðan um það bil fjórðung hvor. ➤ 10 prósenta skattur er inn-heimtur af fjármagnstekjum. FJÁRMAGNSTEKJUR MARKAÐURINN Í GÆR            ! "##$                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                   : -   0 -< = $ ' , >??4@?4A ?>A4?444@ BCCB4DA?> CCD@4?>@@3 53DDDC@A C4?45@5B >C@4B3ADA 3555A54@5 C@A3BDD C??D@D@35 3AC>D@355 4A4>C ?3?43CC , 3344DDDD D 55CA3D , , BC@?>>? 34DB3B , CCAD44C4 , , 3D>C5DDD , , @E3> ?CE45 BBE4C 4E44 B@EDD C3EBD C?ED5 >C3EDD CAE45 ADEBD 5E35 BCE3? ?E3A ABEDD BE34 4E4@ CC@E5D B3A5EDD 344EDD DE@C B?CEDD , , @EDD , , 5D@DEDD , , @E?? ?3EDD BBE@D 4E@B B@ED5 C3E?D C?ECD >C5EDD CAE>D ADECD 5E3A BCE3> ?E?? ABECD BE3> 4E@D C4BEDD B?DDEDD 3@5EDD DE@3 B?5EDD BE>5 CBEAD >E?D , , 5B?DEDD BCEDD 4EDD /   - , B5 45 ?4 AD B3 3 @A 35 3 @D C@ C ? , ? , C , , @ ? , B , , C , , F#   -#- B??CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B5?CDD> B??CDD> B5?CDD> B??CDD> B5?CDD> B??CDD> @?CDD> B5?CDD> BD3CDD> B>CCDD> B??CDD> 4BCCDD@ CC>CDD@ B5?CDD> C?CDD> @3CDD> ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 2,2 milljarða króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 0,36%. Bréf Straums-Burðaráss hækk- uðu um 0,16%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Eimskipafélagsins, eða 4,12%. Bréf FL Group lækkuðu um 2,20% og bréf SPRON um 1,82%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,22% í gær og stóð í 5.182 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 0,30% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan hækkaði um 0,19% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækk- aði um 1,3% og þýska DAX- vísitalan um 0,5%. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að raunverð fasteigna lækki um 15% til loka árs 2010, skv. nýrri þjóðhagsspá. Er það ekki nema helmingur þeirrar lækkunar sem Seðlabanki Íslands spáir á sama tímabili. Ráðuneytið spáir því að þjóð- arútgjöld dragist saman um 2,3% árið 2008, þrátt fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist. Ekki er gert ráð fyrir öðrum stóiðjufram- kvæmdum í þjóðhagsspánni, en verði aðrar stóriðjuframkvæmdir sem rætt hefur verið um að veruleika mun það auka umsvif í efnahagslífinu umtalsvert sem geti reynt á þanþol þess. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 8,3% í ár, en verð- bólga var 5% árið 2007 skv. þjóðhagsspánni. Ennfremur er reiknað með að atvinnuleysi, sem var að meðaltali 1% á síðasta ári, aukist tals- vert; verði 1,9% í ár, 3,8% árið 2009 og 3,5% árið 2010. hos Atvinnuleysi og verðbólga „Eftir mikla neyslugleði und- anfarin misseri virðast lakari efnahagshorfur, óvissa á fjár- málamörkuðum og aukin svart- sýni neytenda hafa hvatt heimilin til aukins aðhalds í marsmánuði ef marka má tölur yfir greiðslu- kortaveltu,“ segir í frétt frá grein- ingardeild Glitnis. Einkaneysla fer að mestu leyti fram með greiðslukortum, og því gefur notkun þeirra ágætis vís- bendingar um neyslu, segir þar. Samkvæmt tölum Seðlabankans var greiðslukortavelta í mars- mánuði 55 milljarðar króna. Í mars var raunvöxtur kortanotk- unar 1% á milli ára og hefur skv. greiningardeild Glitnis ekki verið hægari undanfarið ár. T.d. hafi raunvöxtur kortanotkunar verið 4% á fyrsta fjórðungi ársins. hos Íslendingar sýna loks aðhald Norska fjárfestingarfélagið Oti- um hefur keypt 11 skrif- stofubyggingar í Svíþjóð af ís- lenska fjárfestingarfélaginu Landic Property fyrir 902,4 millj- ónir sænskra króna, jafnvirði nærri 11,4 milljarða íslenskra króna. Fram kemur á fréttavefn- um nenyheter.no að Otium hafi á síðasta ári keypt fasteignir sem Landic átti í Noregi. mbl.is Norðmenn kaupa af Landic Baugur Group hefur sett bresku tískuvörukeðjuna MK One í sölu, samkvæmt frétt á vef breska dagblaðsins The Times. Í tilkynningu frá Baugi frá því í síðustu viku kom fram að MK One væri meðal þeirra eigna félagsins sem yrðu áfram í eigu félagsins. Rekstur MK One hefur gengið brösuglega en á síðasta ári nam tap keðjunnar 17,4 milljónum punda. Hefur orðrómur verið uppi um framtíð keðjunnar í fjármálalífi Lundúnaborgar að undanförnu, sam- kvæmt The Times. Baugur keypti MK One í nóvember 2004 á 55 milljónir punda. Keðjan hefur átt í harðri samkeppni að undanförnu við verslanir eins og Pri- mark, Peacocks og stórar verslunarkeðjur í Bretlandi. Á síðasta rekstr- arári sem lauk þann 27. janúar sl. námu sölutekjur MK One 118 millj- ónum punda samanborið við 169 milljónir punda árið á undan. mbl.is Selur Baugur tískuvörukeðju? Lýður Guðmundsson, stjórn- arformaður Exista, var á aðal- fundi finnska tryggingafélagsins Sampo kjörinn í stjórn félagsins. Exista er stærsti hluthafinn í Sampo með 20% hlut en hefur ekki áður átt fulltrúa í stjórn. hos Í stjórn Sampo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.