24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Einingahús njóta alltaf mikilla
vinsælda, enda er sterk hefð fyrir
þeim á íslenskum byggingamark-
aði. Þetta eru hús sem bjóða upp á
mikla möguleika og með bygg-
inga- og teiknitækni nútímans eru
möguleikar á útfærslum óend-
anlegir,“ segir Óskar G. Jónsson,
framkvæmdastjóri SG húsa á Sel-
fossi, sem eru meðal fjölmargra
þátttakenda á sýningunni Verk og
vit.
Starfsemi SG húsa byggist á
gömlum merg. Það var árið 1966
sem Sigurður Guðmundsson,
byggingameistari á Selfossi, fór að
byggja hús úr einingaflekum sem
fyrir löngu er orðin viðurkennd
byggingaaðferð. Í dag eru húsin
sem fyrirtækið hefur byggt farin að
nálgast 1.600 og eru í hverri byggð
landsins.
Eitt hús á viku
„Á Suðurlandi er sterk hefð fyrir
timburhúsum. Að vísu hefur bygg-
ingarstíllinn breyst talsvert. Í
seinni tíð hafa rutt sér til rúms við-
haldsfrí klæðningarefni eins og
múrsteinn, flísar, bárustál og steni,
við getum boðið upp á viðhaldsfría
glugga og útihurðir. Vindvörn og
stífing timburhúsanna hefur gjör-
breyst í gegnum árin, nú er not-
aður krossviður í stað vindpappa
eða tex eins og var algengt fyrr á
árum. segir Óskar sem þykja timb-
urhús njóta vaxandi vinsælda í
dag.
Á síðasta ári byggðu SG hús alls
52 hús, það er eitt á viku; aðallega
íbúðarhús, fjögur sumarhús og
ýmis fjölnotahús, til dæmis leik-
skóla í Borgarnesi. „Íbúðarhúsin
eru gjarnan á bilinu 180 fermetrar
og upp í að vera 200 til 300 fer-
metra hús. Ferlið er gjarnan að fólk
kemur hingað til okkar með upp-
lýsingar um lóð og eins hugmyndir
um herbergjaskipan og hvað húsið
megi kosta. Þegar við höfum slíkar
upplýsingar í höndunum og jafn-
vel skissur að húsaskipan er fram-
haldið fljótunnið,“ segir Óskar og
bætir við að afgreiðslufrestur ein-
ingahúsa sé ekki langur þó að slíkt
ráðist vitaskuld af verkefnastöðu á
hverju tíma.
Kraftsperrur og þök
Undanfarin ár hafa að jafnaði
verið um 45 starfsmenn hjá S.G. og
starfa þeir bæði á verkstæði og í
vinnuflokkum sem reisa húsin á
byggingarstað. Þá hefur fyrirtækið
í auknum mæli tekið að sér að
smíða kraftsperrur og þök á hús
þar sem hver eining er fyrirfram
söguð til og sniðin í tölvukeyrðum
trésmíðavélum fyrirtækisins. Segir
Óskar mikið hagræði felast í slíkri
forsmíði sperranna, enda nýti æ
fleiri sér þjónustu SG húsa á því
sviði.
„Við höfum verið afskaplega
heppnir með mannskap, sumir
hafa starfað hjá okkur í áraraðir og
sú reynsla tryggir vönduð vinnu-
brögð,“ segir Óskar sem er einn
þriggja aðaleigenda fyrirtækisins
með þeim Kára Helgasyni og Sig-
urði Kjartanssyni.
24stundir/Sigurður Bogi
Kunna að byggja „Hús sem bjóða upp á mikla
möguleika, segir Óskar Sigurðsson, til vinstri,
framkvæmdastjóri SG húsa. Með honum á mynd-
inni er Kári Helgason, gæðastjóri fyrirtækisins.
SG hús forsmíða sperrur og reisa eitt einingahús á viku
Sterk hefð fyrir
timburhúsum
➤ Fyrirtækið er orðið rótgróiðog byggir á gömlum merg.
➤ Timburhúsin hafa verið mjögvinsæl.
➤ Viðhaldsfrí klæðningarefnihafa rutt sér til rúms.
➤ Fyrirtækið afgreiðir eitt hús áviku.
SG-HÚSSG hús á Selfossi eiga að
baki meira en fjörutíu ára
sögu. Hafa byggt 1.600
hús og starfsemin í dag
er á góðri siglingu.
„Frá klefanum berst hvorki lykt
né reykur,“ segir Ágúst Gunn-
arsson hjá Dan-inn en fyrirtækið
selur reyklefa til sölu hér á landi.
Eftir að hert lög um reykingar á
vinnustöðum hafa tekið gildi gerist
það æ oftar að starfsmenn standa á
lóð fyrirtækisins og reykja með til-
heyrandi sóðaskap og óþægindum
fyrir starfsmenn.
Reykingaklefarnir eru sænsk
hönnun frá fyrirtæki sem sérhæfir
sig í reykingalausnum.
Algeng lausn í Evrópu
„Í Evrópu eru um fimm þús-
und svona klefar í fyrirtækjum,“
segir Ágúst og segir fyrirtæki sýna
mikinn áhuga á þessari lausn.
Þessir klefar veita þeim starfs-
mönnum sem ekki reykja góða
vernd gegn óbeinum reykingum,
bætir hann við og segir af frekari
kostum klefans: „Klefinn er vel
loftræstur og því er loftið ekki
þungt þar inni þrátt fyrir reyk-
ingarnar.“
dista@24stundir.is
Sænskir reykingaklefar reynast góð lausn
Vernd gegn óbeinum reykingum
Á eigin ábyrgð Í vel loft-
ræstum klefa.
„Markmið vinnuverndarstarfs
er að öllum líði vel í vinnu og fari
heilir heim,“ segir Arna Hansen
hjá Heilsuverndarstöðinni.
Heilsuverndarstöðin varð til
með samruna Medica og Inpro og
er staðsett í sögufrægu húsi við
Barónsstíg.
„Hér er starfrækt sérstök vinnu-
vernd,“ segir Arna. „Vinnuvernd
Heilsuverndarstöðvarinnar stuðlar
að auknu heilbrigði starfsfólks,
gæðum og öryggi á vinnustað.
Við vinnum í samstarfi við fyr-
irtæki, komum á skipulögðu innra
vinnuverndarstarfi, eflum þekk-
ingu og komum að nýjum hugs-
unarhætti hjá stjórnendum. Ger-
um þeim grein fyrir ágóða þess að
auka við vinnuvernd og vellíðan.
Ágóðinn er oft færri truflanir í
framleiðslu og rekstri og aukin vel-
líðan í starfi sem leiðir til færri
veikindadaga og betri framleiðni.“
Alhliða þjónusta
Meðal verka okkar er aðstoð við
gerð áætlunar um öryggis-, heilsu-
og umhverfismál. Við gerum út-
tektir á fyrirtækjum og greinum og
metum þá áhættuþætti sem eru í
vinnuumhverfinu. Þá komum við
að eldvarnareftirliti, kennum
skyndihjálp og gerum og inn-
leiðum neyðar- og viðbragðsáætl-
anir.“
Öryggismál á uppleið
Aðspurð um ástand öryggismála
íslenskra fyrirtækja segir Arna ör-
yggisvitundina og menninguna
hafa verið bágborna til langs tíma.
Ástandið sé hins vegar að breytast
til hins betra. „Umhverfið breyttist
svolítið eftir að fyrirtækið Bechtel
kom hingað fyrir um fimm árum.
Þeir gerðu afar miklar örygg-
iskröfur sem þeir vörpuðu til und-
irverktaka sinna. Þá þurftu mörg
íslensk fyrirtæki að taka til hjá sér.
Öryggismál og vinnuvernd eru mál
sem eru á uppleið en samt sem áð-
ur er af nógu að taka,“ bætir Arna
við.
Heilsuvernd er líka öryggi
Heilsuvernd starfsmanna er ekki
síður mikilvæg að mati Örnu og
segir hún Heilsuverndarstöðina
veita fjölbreytta þjónustu á því
sviði. „Við sinnum öllu því helsta
er snertir heilsuvernd starfsmanna.
Gerum ítarlegar heilsufarsskoð-
anir, mælingar og ráðgjöf á vinnu-
stöðum. Sinnum bólusetningum,
til dæmis við inflúensu og gerum
lyfjaprófanir þar sem þess er þörf.
Heilsuvernd snýr líka að streitu og
starfsumhverfi og verkefnum
starfsmanna. Við vitum að ef
heilsuvernd er öflug hefur það þau
áhrif að það dregur úr fjarvistum
frá vinnu vegna veikinda og sjúk-
dóma vegna þess að andleg og lík-
amleg heilsa er styrkt.
Við ætlum að koma á sýninguna
Verk og vit 2008 og kynna alla þá
þekkingu og ágóða sem við höfum
að bjóða íslenskum fyrirtækjum.
Nú hafa verið sett lög um aðbún-
að, hollustu og öryggi á vinnustöð-
um sem fyrirtæki verða að fram-
fylgja og því er nauðsynlegt öllum
stjórnendum að kynna sér málin
vel.“
dista@24stundir.is
Öflugar forvarnir hjá Heilsuverndarstöð
Heilir heim frá vinnu
Stjórnendur fyrirtækja gera sér
sífellt betur grein fyrir mikilvægi
þess að hlúa vel að mannauði fyr-
irtækisins. Enda er það svo að fjar-
vera frá vinnu vegna álagstengdrar
vanlíðunar hefur veruleg áhrif á
framleiðni og fjárhag fyrirtækja og
kostnaður samfélagsins vegna
þessa er mikill.
Á Heilsuverndarstöðinni er
starfræktur svokallaður Streitu-
skóli en hlutverk hans er að miðla
upplýsingum um þekkingu og
reynslu þeirra sem fást við
streituvarnir og heilsuvernd og
kenna fólki leiðir til að efla heil-
brigði og sigrast á streitu.
Í Streituskólanum er meðal ann-
ars farið í kjölinn á streitu og nem-
endum sýnt fram á að manneskjan
er vel útbúin líffræðilega og sál-
arlega til að takast á við streitu.
Þekkingin sem aflað er á nám-
skeiðinu veitir sjálfstraust til að
takast á við aðstæður því auðveld-
ara er að leggja til atlögu þegar bú-
ið er að kortleggja vígvöllinn, en
viðhorf, þekking og viðbrögð
skipta miklu máli hvað varðar þol
gegn streitu, ánægju í vinnu og vel-
líðan.
dista@24stundir.is
Líkami og sál geta vel sigrast á streitu
Streituskólinn