24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Svanhvít Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Ráðstefna um skipulagsmál og fasteignamarkaðinn verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 17. apríl í tengslum við sýninguna Verk og vit 2008. Markmið ráð- stefnunnar er að varpa ljósi á þró- un og horfur skipulagsmála og þar verður fjallað um rekstur fasteigna, skipulagsmál, fjármögnun og nýjar framkvæmdir. Fundarstjóri á ráð- stefnunni er Ásdís Halla Braga- dóttir sem segir að ráðstefna sem þessi sé mjög mikilvæg. „Ég fagna því að það skuli vera efnt til ráð- stefnu um skipulagsmál því að mikilvægt er að vettvangur skapist fyrir umræðu um skipulagsmál og fleiri mál þeim tengd. Það er bein- línis til vandræða fyrir alla hve samstarf sveitarfélaganna í skipu- lagsmálum er losaralegt. Skipu- lagsmálin eru á hendi sveitarfélag- anna sem að miklu leyti vinna skipulagsmálin hvert fyrir sig og svo eru fjölmargir sem eiga mikla hagsmuni á markaðnum, verktak- ar, fasteignaeigendur, fjár- málastofnanir og svo framvegis. Það er mikilvægt fyrir alla þessa aðila að það sé sameiginlegur vett- vangur og umræðugrundvöllur til þess að gefa þessum aðilum heild- arsýn á stöðuna á markaðnum, hver hún er og horfur hennar.“ Mikilvægur málaflokkur Það er fjölbreyttur hópur ræðu- manna sem kemur fram á ráð- stefnunni og má þar til dæmis nefna Gunnar I. Birgisson, bæj- arstjóra í Kópavogi, Harald Sverr- isson, bæjarstjóra í Mosfellsbæ og varaformann Sambands sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, og Ingu Jónu Þórðardóttur, formann nefndar um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana. Ásdís Halla segir að í hópi ræðu- manna megi finna aðila frá ólíkum geirum atvinnulífsins. „Það munu koma fram mörg sjónarhorn og það er engin spurning að allir sem hafa áhuga á skipulagsmálum og þróun fasteignamarkaðarins ættu að sækja þessa ráðstefnu. Ég hef miklar væntingar til ráðstefn- unnar. Hún hvetur til umræðu og samstarfs um þann mikilvæga málaflokk sem skipulagsmál eru og þar verður einnig hægt að nálgast heildarmynd af stöðu mála og horfum.“ 24stundir/ÞÖK Ráðstefna um skipulagsmál og fasteignamarkaðinn Umræða og samstarf um skipulagsmál ➤ Ráðstefnan er öllum opin enhún er haldin í samstarfi við Landsbanka Íslands og Fast- eignastjórnunarfélag Íslands. ➤ Þátttökugjald er 16.900 krón-ur og innifalið í gjaldinu er léttur hádegisverður og boð á formlega opnun sýning- arinnar Verk og vit 2008. ➤ Skráning fer fram með tölvu-pósti á netfangið skran- ing@appr.is eða í síma 511 1230. RÁÐSTEFNANNæstkomandi fimmtu- dag verður haldin ráð- stefna um skipulagsmál og fasteignamarkaðinn í Laugardalshöll og þar mun fjölbreyttur hópur fólks úr ýmsum geirum atvinnulífsins stíga á stokk. Ásdís Halla: „Ég fagna því að efnt sé til þessarar ráðstefnu.“ Skipulagsmál Markmið ráð- stefnunnar er að varpa ljósi á þróun og horfur skipulagsmála. Fyrirtækið Granítsmiðjan hefur starfað frá árinu 2003, en starfs- menn fyrirtækisins hafa áratuga reynslu í sérsmíði úr graníti og öðrum steintegundum. Í sýning- arbás fyrirtækisins verða meðal annars til sýnis borðplötur, sól- bekkir, arinstykki og utanhúss- klæðningar smíðaðar úr graníti. Þá munu starfsmenn fyrirtækisins veita upplýsingar um vörur þess og gera tilboð á staðnum. Í bás Trésmiðju Þráins verða einnig til sýnis fleiri vörur frá fyrirtækinu. Viðhaldsfríar klæðningar Utanhússklæðningar úr graníti eru nýjung hjá fyrirtækinu og hafa það fram yfir steypu að vera við- haldsfríar. „Utanhússklæðning- arnar úr graníti eru á svipuðu verði og steypupússning og hafa komið vel út. Sérstaklega ef litið er til viðhaldskostnaðar og verð- mætaaukningar,“ segir Pétur Daníelsson hjá Granítsmiðjunni. Hann segir að granítið hafi að stórum hluta leyst ódýrar eldhús- plötur og sólbekki af hólmi. Al- gengara sé að fólk kaupi sér flott- ari innréttingar nú til dags og vilji innsigla þær með fallegri plötu úr graníti. Líkist gleri Granít myndast djúpt í jörðu á milli jarðlaga við mikinn hita og sé það slípað og pólerað getur yf- irborð þess líkst gleri. maria@24stundir.is Áratuga reynsla í sérsmíði úr graníti og öðrum steintegundum Utanhússklæðningar úr graníti nýjung Utanhússklæðningar úr graníti Eru nýjung hjá Granítsmiðjunni. „Okkar aðaláhersla á sýning- unni er að kynna Precision- tölvulínuna frá Dell,“ segir Berg- lind Ólafsdóttir, viðskiptafulltrúi hjá EJS. „Tölvubúnaðurinn er ætl- aður fyrir verkfræðinga og arki- tekta og hefur sannað sig þegar kemur að þungri grafískri vinnslu. Arkitektastofan Arkís sem er hönnunar- og ráðgjafarfyrirtæki skipti út fyrir skömmu öllum sín- um tölvubúnaði fyrir Precision- tölvur.“ Lausnasvið EJS „Þá ætlum við líka að kynna okkar þjónustu innan EJS,“ bætir Berglind við. „Við erum með lausnasvið inn- an EJS. Við verðum með sérfræð- inga frá lausnasviði sem þjónusta fyrirtæki og verða til viðtals um þjónustuna. Lausnasvið EJS býður viðskiptavinum upp á þjónustu við alla upplýsingatæknilega innviði með sérstakri áherslu á þarfir stórra fyrirtækja, þar sem kröfur til miðlægra kerfa eru miklar og flóknar. Viðskiptavinir lausnasviðs fá sérsniðna þjónustu að sínum þörfum. Sérfræðingar lausnasviðs eru til ráðgjafar í nethögun, Microsoft-lausnum, örygg- islausnum, gagnalausnum og IP- símkerfum. Hýsingarþjónusta er hluti af lausnasviði EJS.“ Markaðsstjóri Dell Þá má ekki gleyma því að mark- aðsstjóri Dell fyrir Precision í Evr- ópu, Nicole Poepsel-Wunderlich, kemur á sýninguna á fimmtudag- inn. Hún verður einungis þann dag og því er um að gera að grípa tækifærið og ræða við hana og fá hjá henni innsýn eða ráð. dista@24stundir.is EJS kynnir Precision- tölvulínuna Markaðsstjóri Dell fyrir Precision gefur ráð 24stundir/Frikki Almenna verkfræðistofan hf. var stofnuð árið 1971 og tók þá við rekstri verkfræðistofu Al- menna byggingafélagsins hf. Árið 1982 var fyrsti vélaverk- fræðingurinn ráðinn til fyrirtæk- isins og hefur hönnun lagna- og loftræstikerfa og vélbúnaðar síð- an verið vaxandi þáttur í starf- seminni, svo og ráðgjöf varðandi hreinsun fráveituvatns og um- hverfismál almennt. Í kynningu fyrirtækisins á Verki og viti verður meginþemað vatn, en jafnframt verða kynntar nýjungar á borð við visthæf loft- gæðakerfi í húsum þar sem lög- un húsa og markvisst efnisval byggingarhluta er nýtt til að gera vélræn loftræstikerfi óþörf. Þá verða kynnt fyrstu skrefin í hönnun sjálfbærra húsa á Ís- landi, þar sem fylgt er við- urkenndum stöðlum um orku- og auðlindanotkun húsa bæði í byggingu og rekstri. Umhverfismál ýmiss konar í fyrirrúmi Meginþemað vatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.