24 stundir - 16.04.2008, Side 6

24 stundir - 16.04.2008, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Úr ýmsu má bæta hérlendis í bar- áttunni gegn spillingu samkvæmt tveimur skýrslum GRECO, sam- taka ríkja í Evrópuráðinu gegn spillingu, sem kynntar voru í rík- isstjórn í gærmorgun. GRECO bendir á að sú skoðun að á Íslandi þrífist lítil spilling geti haft þau nei- kvæðu áhrif að ekki sé nægilega gætt að hættu á spillingu. Í ljósi þess mikla hagvaxtar sem hér hefur ríkt, þeirra stóru fjárfestinga sem íslensk fyrirtæki hafa ráðist í og einkavæðingar ríkisfyrirtækja sé af- ar mikilvægt að vera vakandi fyrir spillingu. Skýrslurnar eru liður í þriðju úttekt GRECO um stöðu mála varðandi spillingu á Íslandi. Mútuákvæði nái til þingmanna Önnur skýrslan sem kynnt var í gær fjallar um innleiðingu á mútu- ákvæðum Evrópuráðssamnings gegn spillingu á sviði refsiréttar. Í henni segir að íslenska löggjöfin sé í meginatriðum í samræmi við þær skuldbindingar sem finnast í þeim samningi en varað við værukærð gagnvart spillingu. Fimm tilmæl- um er því beint til íslenskra stjórn- valda í skýrslunni og þeim gefinn frestur til októberloka 2009 til að gera grein fyrir innleiðingu þeirra. Meðal þeirra er að ákvæði um mútubrot í almennum hegningar- lögum skuli einnig ná til alþing- ismanna og meðlima erlendra full- trúaþinga sem hafa með stjórnsýslu að gera, svo sem gerð- ardómara og kviðdómenda. Svo er ekki í dag. Fagna lagasetningu Hin skýrslan fjallar um gagnsæi fjármögnunar stjórnmálastarfsemi á Íslandi. Í henni er því fagnað að loks hafi verið sett lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóð- enda en alls er níu tilmælum beint til íslenskra stjórnvalda til að lög þeirra uppfylli betur kröfur Evr- ópuráðsins um varnir gegn spill- ingu. Ef orðið yrði við tilmælunum yrði íslenskum stjórnmálaflokkum meðal annars gert skylt að upplýsa hvaða einstaklingar styðji þá með fjárframlögum yfir ákveðnu marki, en í gildandi lögum er einungis skylt að upplýsa hvaða lögaðilar hafa innt slík framlög af hendi. Þá myndi Ríkisendurskoðun fá heim- ild til að kalla eftir bókhaldsgögn- um frá frambjóðendum í persónu- kjöri (hefur í dag einungis slíka heimild gagnvart flokkum) og regl- ur yrðu settar sem tryggðu gagnsæi fjármögnunar framboða til forseta- kosninga. Einnig er óskað eftir því að Rík- isendurskoðun skilgreini sem fyrst hvaða upplýsingar úr ársreikningi stjórnmálaflokka það séu sem birt- ar verða almenningi og óskað er eftir því að viðurlög við brotum á lögunum verði gerð markvissari en þau eru nú. Íslensk stjórnvöld hafa einnig frest til októberloka 2009 til að skila skýrslu um hvernig til hafi tekist að hrinda þeim tilmælum í framkvæmd. Ekki nægilega gætt að spillingarhættu  Tvær skýrslur GRECO um varnir gegn spillingu kynntar  Vilja að upplýst sé hvaða einstaklingar styðji stjórnmálaflokka með framlögum  Mútuákvæði nái til þingmanna Spilling GRECO beinir þeim tilmælum til stjórn- valda að mútuákvæði laga nái til þingmanna. ➤ GRECO er ríkjahópur Evr-ópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. ➤ Skýrslurnar tvær sem kynntarvoru í gær eru hluti af þriðju úttekt GRECO um stöðu mála varðandi spillingu á Íslandi. GRECO 24stundir/ÞÖK Neytendasamtökin hvetja neyt- endur til að taka þátt í átaki milli kl. 15 og 18 í dag til að fá verslanir til að sinna verðmerkingum betur. Átakið felst í því að þegar kaup- andi velur vöru í hillu skrifar hann það verð sem stendur að varan kosti á límmiða sem hann límir á vöruna. Ef ekkert verð er sjáanlegt límir hann rauðan límmiða á hillu- kantinn til að auðvelda starfs- mönnum að átta sig á hvar verð- merkingar vantar. Þegar komið er á kassann ber kaupandi kassaverðið saman við verðið sem stóð á hill- unni að varan ætti að kosta. Fulltrúar Neytendasamtakanna aðstoða neytendur og útdeila lím- miðum við nokkrar verslanir með- an átakið stendur yfir. hos Er sama verð á kassa og hillu? Verðmerkingaátak „Ég byrjaði að versla þegar ég var 12 ára gamall, þá var ég nú bara í að kaupa og selja frímerki en það er verslun engu að síður. Ég skaffaði mér vasapening úr því,“ segir Ás- geir Höskuldsson, kaupmaður og eigandi herrafataverslunarinnar Hjá Andrési við Skólavörðustíg, en hann hefur lokað. Hann segir margar ástæður fyrir lokuninni. „Ég er orðinn fullorðinn og það er ágætt að hætta meðan maður getur ráðið því sjálfur en ég vil skila góðri kveðju til viðskiptavina, starfsfólks og nágranna gegnum árin.“ Verslunin var stofnuð af Andrési Andréssyni klæðskera árið 1911 og stóð lengi við Laugaveg 3. Ásgeir segir ýmislegt hafa breyst á þeim tíma sem verslunin hefur veirð starfrækt: „Á þessum tímum framan af öldinni þurfti að sækja um gjaldeyrisleyfi fyrir innfluttum efnum og öllum innflutningi. Þá var hafður maður í því að vakta það að fá leyfi fyrir efnunum,“ seg- ir hann og bætir við að versluninni hafi næstum blætt út við að sauma júníform á föstum samningum við ríkið í bullandi verðbólgu. fifa@24stundir.is Verslunin Hjá Andrési hættir Byrjaði að versla 12 ára Skellt í lás Verslunin hjá Andrési er búin að loka. 24stundir/Valdís Thor Bandaríska leitarvélin Google hefur ásamt samtökunum National Centre for Missing and Exploited Children þróað forrit sem getur fundið og fjarlægt síður með barna- klámi. „Glæpamennirnir nota nýjustu tækni til þess að fremja ofbeldi gegn börnum. Í þessari baráttu neyðumst við einnig til að þróa nýjar að- ferðir til að vernda börnin,“ segir formaður samtakanna, Ernie Allen. Frá 2002 hafa samtökin skráð 13 milljónir barnaklámmynda á netinu. ibs Leitarvélin Google Í herferð gegn barnaklámi Breytingar á Evrópusamband- inu gera ríkjum sem standa utan þess æ erfiðara að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Þetta er meðal þess sem Diana Wallis, þingmaður Evr- ópuþingsins, ræðir í fyrirlestri í HÍ klukkan 8.30 á morgun. „Ég tel Ísland hafa margt fram að færa við ESB. Við förum á mis við sjónarmið ykkar og þið missið af því að koma þeim sterkar á framfæri.“ aij Evrópuþingmaður Saknar raddar Íslands Í janúar síðastliðnum námu kröfur sem þá voru afskrifaðar vegna ógreiddra leikskólagjalda hjá Reykjavíkurborg tæpum 2 milljón- um króna. Kröfurnar, sem voru af- skrifaðar eftir árangurslaust fjár- nám, voru stofnaðar á árunum 2003 til 2007, að því er Kristín Eg- ilsdóttir, fjármálastjóri leikskóla- sviðs borgarinnar, greinir frá. Hafi skuld ekki verið greidd 45 dögum eftir gjalddaga er krafa send til innheimtufyrirtækis til inn- heimtu. Ef skuld er ekki greidd 110 dögum eftir gjalddaga kemur til uppsagnar á leikskólaplássi og er þá foreldrum gefinn einn mánuður til að koma skuld í skil. „Þegar uppsagnarbréfið er sent út er þessu komið í skil í næstum öllum tilfellum. Það er afar sjald- gæft að upsögn á leikskólaplássi komi til framkvæmda,“ tekur Kristín fram. 99 prósent standa í skilum Innheimtuhlutfall leikskóla- gjalda undanfarin tvö ár og það sem af er þessu ári hefur verið yfir 99 prósentum. Áætlaðar tekjur leikskólasviðs á þessu ári nema 940 milljónum króna. Mánaðargjald fyrir 8 klukku- stunda dvöl á dag í leikskóla er samtals 20.665 krónur fyrir gifta foreldra eða sambúðarfólk. Afsláttur er veittur fyrir einstæða foreldra og einnig ef foreldrar eru í námi. ingibjorg@24stundir.is Afskrifuð leikskólagjöld hjá borginni tvær milljónir Sjaldgæft að plássi sé sagt upp Hátt hlutfall Innheimtu- hlutfall leikskólagjalda er nær 100 prósent. Síðasti aðalfundur Verkalýðs- félags Húsavíkur fór fram á mánu- dagskvöldið, en hann samþykkti tillögu um að sameinast Verslunar- mannafélgi Húsavíkur. Stofnfund- ur sameinaðs félags verður haldinn þann 1. maí næstkomandi en þegar hefur verið samþykkt að Aðal- steinn Á. Baldursson, sem verið hefur formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, verði formaður þess. Ánægðir félagsmenn Samkvæmt könnun sem Capa- cent Gallup gerði fyrir Starfs- greinasamband Íslands á síðasta ári eru félagar í Verkalýðsfélagi Húsa- víkur þeir sem eru ánægðastir með sitt félag innan sambandsins en fé- lagar þess voru 1300 í árslok 2007. ejg Launþegasamtök sameinuð á Húsavík Nýtt félag stofnað á degi verkalýðsins

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.