24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 15 Í framhaldi af forsíðufréttum og umræðu í fjölmiðlum um upp- sagnir 95 starfsmanna Stafnáss ehf. nú í mars og vangaveltum um ástæður þeirra uppsagna þá er svo komið að félagið er knúið til svara. Stafnás ehf. vann við uppsteypu og frágangi utanhúss á tíu hæða skrifstofuturni að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi fyrir Faghús ehf. Um miðjan desember síðastliðinn þeg- ar unnið var við uppgjör og lokafrágang þá riftu Faghús ehf. óvænt og fyrirvaralaust verksamn- ingnum. Með þeim gjörningi komust Faghús ehf. hjá að greiða 80 millj- óna króna lokareikning og ná að halda eftir 40 milljón króna geymslufé sem greiðast átti út við verklok. Einnig náðu Faghús ehf. út 80 milljóna króna verktryggingu sem Stafnás ehf. hafði lagt fram. Til að ná henni út var borið við meint- um göllum á verkinu. Alls hafa Faghús ehf. því tekið 200 milljónir króna út úr Stafnási ehf. á tveimur fyrstu mánuðum þessa árs. Verk- samningurinn var upp á um 800 milljónir. Þetta þýðir að í raun hef- ur Stafnás ehf. ekkert fengið greitt fyrir frágang á húsinu að utan- verðu. Þetta þýðir að ekkert er búið að greiða fyrir gluggakerfið, ekkert fyrir klæðningar útveggja og ekkert heldur fyrir þak- og lóðafrágang. TM Softwear leigir húsið og á sama tíma og Faghús ehf. hirða leigutekjur af húsinu er haldið eftir 25% af verksamningnum við Stafnás ehf. vegna meintra „galla“. Vegna „galla“ á húsi sem er í fullri notkun og er eitt það glæsilegasta í bænum og er og verður um ókom- in ár öllum þeim handverksmönn- um sem að því komu glæsilegur vitnisburður um fagmennsku og vönduð vinnubrögð. Stafnás ehf. er fimm ára gamalt félag og að missa 200 milljónir út úr rekstrinum óvænt og skyndilega er mikið áfall. Stafnás ehf. vinnur nú að því að stefna Faghúsum ehf. fyrir dómstóla til greiðslu á þessum 200 milljónum. Auk þess er Stafnás ehf. með umtalsverðar kröfur á hendur Faghúsum ehf. vegna mik- illa viðbótar- og aukaverka sem unnin voru á verktímanum sem fé- lagið neitar að greiða. Frá því þessi fyrirvaralausa rift- un á verksamningnum í Urðar- hvarfi 6 átti sér stað þá hafa for- svarsmenn Stafnáss ehf. reynt að finna leiðir til að halda áfram rekstri, m.a. með því að setja í gang sölu á eignum félagsins. Fyrir utan eign og veðskuldir sem felast í 49 íbúða fjölbýlishúsi sem félagið byggir á eigin reikning þá á félagið um 200 milljónir í fasteignum, tækjum og búnaði. Þessar eignir ásamt kröfunum í Urðarhvarfinu duga í dag vel fyrir skuldum félags- ins. Allir bankar á Íslandi eru lokaðir í dag er sagt og það virðist vera raunin. Þegar ljóst var upp úr miðjum febrúar að djúpt yrði á viðbótarfyrirgreiðslu þá var sú ákvörðun tekin að segja upp öllum starfsmönnum Stafnáss ehf. frá og með 1. mars og loka öllum verk- stöðum til að minnka væntanlegt tjón starfsmanna, samstarfsaðila og birgja. Áfram skyldi síðan unn- ið við málareksturinn, selja eignir og útvega fjármagn til að ljúka íbúðunum 49. Takist ekki að út- vega það fjármagn þá hafa Faghús ehf., með því að halda eftir þessum 200 milljónum, gert Stafnás ehf. gjaldþrota. Eigendur Faghúsa ehf. munu sjálfsagt fagna því á sinn hátt með aurana í vösunum sem nota átti til að greiða samstarfs- aðilum og starfsmönnum Stafnáss ehf. laun. Stjórn Stafnáss ehf. Uppsagnir 95 starfsmanna Stafnáss ehf. UMRÆÐAN aStjórn Stafnáss ehf. Þessar eignir ásamt kröf- unum í Urðarhvarfinu duga í dag vel fyrir skuld- um félagsins. Allir bankar á Íslandi eru lokaðir í dag er sagt og það virðist vera raunin. Vatnsendi Þessi mynd var tekin yfir Vatns- endasvæðið áður en öll uppbyggingin hófst. 24stundir/RAX Mikið hefur verið skrifað um nýjan veg milli Þingvallasveitar og Laugarvatns, mikill og óskiljanleg- ur áróður gegn þessum vegi sem virðist byggjast á miklum mis- skilningi. Forsíðufrétt birtist í 24 stundum 20. mars ‘08. þar sem segir: Þingvellir af heimsminja- skrá? Vegna vegaframkvæmda í Þingvallaþjóðgarði. Blaðamaðurinn sem skrifar greinina virðist ekki þekkja við- fangsefnið, fer þess vegna með staðlausa stafi. Það er ekki verið að leggja veg um Þingvallaþjóð- garð þar má ekki hreyfa við steini né gera annað jarðrask. Hins veg- ar má höggva skóg í þjóðgarð- inum. Lyngdalsheiðarvegur kemur al- farið í stað Gjábakkavegar ekki bara í stað vestari hlutans eins og stendur í greininni. Núverandi Gjábakkavegur er gamall hest- vagnaslóði sem hefur verið end- urbættur með ofaníburði síðar með olíumöl að hluta. Hann ligg- ur víða yfir Kóngsveginum sem ætti að merkja og helst að friðlýsa. Þeir sem vilja gera Gjábakkaveg upp og lagfæra sjá ekki lengra en nef þeirra nær. Það yrði jafndýrt að lagfæra hann eins og að leggja nýjan veg, það vita allir sem þekkja aðstæður. Hér er miðað við heilsársveg með 90 km hámarks- hraða. Að tala um að færa há- markshraða niður í 50 km er bara barnaskapur. Þá yrði að byggja hraðahindranir með 200 m milli- bili allan veginn. Endurbyggður Gjábakkavegur myndi auka um- ferð um þjóðgarðinn sem ég hélt að væri verið að forðast. Nýr veg- ur, Lyngdalsheiðarvegur, er 5 km sunnar en Gjábakkavegur, það er að segja 5 km fjær þjóðgarðinum. Það eru 4 km frá Lyngdalsheið- arvegi að Þingvallavatni. Frá Gjá- bakkavegi að Þingvallavatni eru 700-800 m. Frá Lyngdalsheiðar- vegi að hrygningarstöð urriðans í Öxará eru 11 km. Það þarf mikinn speking til að sannfæra mig um að þessi vegur mengi hrygningarstöð urriðans. Lyngdalsheiðarvegur (365) ligg- ur 100 m lægra í landinu. Hann tengist við veg (36) móts við Mið- fell. Þar greinast leiðir og vegfar- endur hafa val, að fara um Þing- völl eða Sogsveg, Grafningsveg, Nesjavallaveg (Dyraveg). Í grein- inni er haft eftir framkvæmda- stjóra Landverndar að það sé verið að færa umferðina nær Þingvalla- vatni sem er alveg þveröfugt. Hún færist 4 km fjær vatninu. Þeir sem halda því fram að hvítt sé svart og svart sé hvítt ættu að leita sér hjálpar. Ég vil meina að Lyngdals- heiðarvegur komi til með að létta á umferð um þjóðgarðinn. Ég vil benda heimsminjanefnd Íslands á að bjóða yfirmanni heimsminjanefndar UNESCO til Þingvalla og láta hann dæma hvort sé meiri mengunarhætta frá Lyngdalsheiðarvegi eða öllum sumarbústöðunum í þjóðgarðin- um. Þriðjudaginn 25. mars kemur grein í Fréttablaðinu um Gjá- bakkaveg. Þar er aftur Landvernd- armaður á ferð sem telur Lyng- dalsheiðarveg óþarfan. Hann heldur að verið sé að laga þennan veg eingöngu fyrir örfá skólabörn. Hafa þessir ágætu Landverndar- menn spurt heimamenn á skóla- setrinu að Laugarvatni hvort þeir telji þennan veg óþarfan? Hafa þeir spurt rútubílstjóra sem aka þessa leið? Hafa þeir spurt sum- arbústaðafólk á þessu svæði? Vita Landverndarmenn að 70-80% túrista sem til Íslands koma fara um þetta svæði, Þingvelli, Laug- arvatn, Gullfoss og Geysi? Ég get alveg unnt þessum fáu skólabörnum, sem getur eflaust fjölgað, þess að stytta akstur þeirra um 44 km á dag. Það er ekki í verkahring Landverndarmanna að stjórna því hvert við sendum börnin okkar í skóla. Við ætlum að ráða því sjálf. Ég treysti vega- gerðarmönnum vel til að hanna og byggja Lyngdalsheiðarveg, þar sem klárir menn kunna sitt fag. Ég vona að vegurinn verði boð- inn út sem fyrst. Höfundur er bóndi að Mjóanesi Athugasemdir við greinar um Gjábakkaveg UMRÆÐAN aJóhann Jónsson Hafa þessir ágætu Land- verndarmenn spurt heima- menn á skólasetrinu að Laug- arvatni hvort þeir telji þennan veg óþarfan? Þingvellir „Það er ekki verið að leggja veg um Þingvallaþjóðgarð þar má ekki hreyfa við steini né gera annað jarðrask.“ 24stundir/Þorkell Í gær fór fram síðasta umræða um svokölluð varnarmálalög sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra kynnti til sögunnar í vetur með sérstöku frumvarpi. Hún hefur kallað þessi nýju lög tímamót og eru það orð að sönnu: Lögin marka tímamót því með þeim er tekinn meiri og virkari þáttur í hernaðarbrölti og ógeð- felldum verkefnum hernaðar- bandalagsins NATO, svo sem stríð- inu sem nú geisar í Afganistan. Það var táknrænt fyrir sóunina og firr- inguna sem fylgir þessari nýju víg- væðingarstefnu utanríkisráðherra að Ingibjörg og Geir skyldu fara með einkaþotu á NATO-fundinn í Búkarest þar sem bandalagið hvatti aðildarríkin til að eyða meiri pen- ingum í stríð og vígbúnað. Hervæðing á forsendum NATO Við í Ungum vinstri grænum höfum gert okkar besta til að sporna við þessari nýju hervæðingu í varnarmálalögunum. Við höfum haldið fundi, skrifað margar grein- ar og gefið út sérstakan bækling þar sem við vörum við lögunum og breyttri stefnu Íslands gagnvart NATO. Eitt af því sem við bentum á var að með frumvarpinu er það í fyrsta sinn sett í lög að á Íslandi skuli fara fram heræfingar og að þær skuli vera á kostnað íslensku þjóðarinnar – þeirrar sömu ís- lensku þjóðar og á að heita herlaus og friðsöm. Annað atriði er að nú er í lögum kveðið á um fulla þátt- töku Íslands í hernaðarstarfinu í NATO, meðal annars með því að Íslendingar sitji fundi í herstjórn- armiðstöðvum bandalagsins. Með því er brotið blað í utanríkissögu Íslands því jafnvel þegar háværustu deilurnar voru uppi um NATO-að- ildina, þá voru alltaf gerðir skýrir fyrirvarar við þátttökuna í hernað- arlegu samstarfi á vegum NATO. 1500 milljóna sóun Annað atriði sem við bentum á var sú mikla sóun fjármuna sem þetta frumvarp kynnir til sögunnar. Stofna á sérstaka „Varnarmála- stofnun“ sem gleypir um 1500 milljónir króna á hverju ári. Fyrir þá upphæð mætti til dæmis fjölga leikskólaplássum um eittþúsund og fimmhundruð eða byggja nokkra nýja framhaldsskóla á landsbyggð- inni. Það mætti líka nýta þessa pen- inga alla í að styrkja almenna lög- gæslu, almannavarnir og tollgæslu – 1500 milljónir gætu auðveldlega leyst fjárhagsvanda lögreglunnar á Suðurnesjum fimmfalt. Ef mönn- um er alvara með þeim orðum sín- um að varnarmálalögin eigi að tryggja öryggi íslenskra borgara þá er hægðarleikur að nota peningana þar sem þörfin er mest en ekki í til- gangslausa stríðsleiki og hernaðar- brölt á íslenskri grund. Staðreyndin er nefnilega sú að varnarmálalögin snúast ekki um varnir okkar heldur virkari þátttöku í NATO-starfi, og útgjöldin sem nú eiga að renna til varnarmála renna beint eða óbeint til hernaðarbandalagsins NATO og þátttöku okkar í því. Árásarbandalagið NATO Við höfum líka reynt að draga upp dálítið aðra mynd af NATO en þá sem utanríkis- og forsætisráð- herra – þotuliðið – kyrjar nú í hverjum fréttatíma, að NATO sé „varnarbandalag“ eða „öryggis- bandalag“. Staðreyndin er sú að helstu verkefni NATO í gegnum söguna eru loftárásirnar á Júgó- slavíu og stríðið í Afganistan. Hvort tveggja er árásarstríð gegn þjóðum utan bandalagsins en snýst ekki um varnir aðildarríkjanna eða öryggi borgaranna þar. Með þessu frumvarpi og nýrri stefnu utanrík- isráðherra í málefnum NATO – það sem hún kallar „virka utanríkis- stefnu“ – er verið að taka meiri þátt í þessu ógeðfellda bandalagi og öll- um þeim styrjöldum sem því fylgja. Í því felst fyrirvaralaus stuðningur við þá hernaðarhyggju sem Sam- fylkingin talaði gegn fyrir kosning- ar og lofaði kjósendum sínum að breyta ef hún kæmist til valda. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna Vígvæðing með einkaþotu UMRÆÐAN aAuður Lilja Erlingsdóttir Stofna á sér- staka „Varn- armálastofn- un“ sem gleypir um 1500 millj- ónir króna á hverju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.