24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Ístak mun á sýningunni Verk og vit kynna nýtt iðnaðarsvæði á Tungumelum í Mosfellsbæ sem liggur milli Tungukvíslar og Leir- vogsár. Þar hefur fyrirtækið byggt upp eigin aðstöðu en heildarbygg- ingamagnið sem fyrirliggjandi deiliskipulag gerir ráð fyrir er alls 70 þúsund fermetrar. „Við erum þessa stundina að vinna í gatna- gerð á svæðinu, þannig að upp- bygging geti hafist. Raunar er tals- vert meira í farvatninu, því nú er í skipulagsferli að stækka svæðið svo þar megi byggja alls um 200 þúsund fermetra,“ segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ís- taks. Loftur segir sérstöðu Tungu- mels þá að lóðirnar þar séu al- mennt stórar aukin heldur sem sameina megi tvær eða fleiri lóðir í eina eftir þörfum viðskiptavina í hverju tilviki um sig. Halda að sér höndum „Lóðir hafa mjög marga kosti hvað varðar þarfir atvinnulífsins. Svæðið liggur til dæmis mjög vel við öllum samgönguæðum og með Sundabraut eru Tungumelar í snertispöl frá Reykjavík. Mögu- leikar þessa svæðis eru því afar margir,“ segir Loftur sem bætir því við að sem sakir standa sé bygginga- og lóðamarkaðurinn í ákveðinni biðstöðu. Menn haldi að sér höndum með alla uppbygg- ingu, enda liggi peningar ekki á lausu. Fjármögnun flestra þeirra verkefna sem nú sé unnið að hafi verið tryggð áður en syrta tók í ál- inn á mörkuðum. „Þegar rofar til þarf bygging- ariðnaðurinn alltaf ákveðinn tíma til að komast á skrið aftur. En þeg- ar að því kemur getur uppbygging iðnaðarsvæða eins og á Tungu- melum verið með ótrúlegum hraða. Grænland, Vatnsmýri og Akureyri Stærsta verkefnið sem Ístak vinnur að um þessar mundir er bygging vatnsaflsvirkjunar í Sisi- miut á vesturströnd Grænlands. Innanlands er fyrirtækið sömu- leiðis með fjölmörg járn í eldinum og má þar nefna nýbyggingu Há- skólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni og verslunarhús við Vesturlands- veg fyrir þýsku byggingavörukeðj- una Bauhaus. Þá vinna Ístaks- menn að stækkun stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar fyrir Orku- veitu Reykjavíkur og norður á Ak- ureyri hafa þeir verið aðalverktak- inn við menningarhúsið Hof. Eru þá ýmis verkefni ónefnd. „Velta Ístaks á síðasta ári var um fimmtán milljarðar króna og ég býst við að hún verði svipuð í ár. Því er hins vegar ekkert að leyna að byggingamarkaðurinn er með daprasta móti um þessar mundir og menn eru tvístígandi. Ýmis verkefni sem áður virtust í hendi eru í biðstöðu. Ég vona þó að nú fari að rofa til – og raunar sjást ýmis merki þar um, segir Loftur Árnason. Ístak kynnir iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ Markaður í biðstöðu ➤ Tungumelar liggja vel viðsamgönguæðum. ➤ Byggja vatnsaflsvirkjun í Sisi-miut á Grænlandi. ➤ Velta Ístaks er fimmtán millj-arðar. ÍSTAKByggja má 200 þúsund fermetra á Tungumelum í Mosfellsbæ. Ístak kynnir svæðið. Fyrirtækið er með mörg járn í eldinum. Vonandi rofar til „Ýmis verk- efni sem áður virtust í hendi eru í biðstöðu,“ segir Loftur Árnason, forstjóri Ístaks. Fyrirtækið Tæki.is að Hjalla- hrauni í Hafnarfirði er brautryðj- andi í leigu körfubíla frá árinu 1982 en fyrirtækið tók upp núver- andi nafn árið 2004. „Pabbi, Þor- steinn Auðunn Pétursson, byrjaði að leigja út körfubíla árið 1982 og var einn af þeim fyrstu á þeim markaði,“ segir Aron Þorsteinsson hjá Tæki.is. „Þegar ég kem inn í fyrirtækið hófum við að leigja út lyftara, gröfur og fleira. Tæki.is er eingöngu leigufyrirtæki og við leigjum út alls kyns tæki, til að mynda lyftara, körfubíla, gröfur og rafstöðvar.“ Tæki.is er með tæplega 300 tæki til útleigu og Aron segir að flest þessara tækja séu í vinnu. „Mörg tækjanna eru í langtímaleigu, í mánuði, ár og jafnvel meira en ár. Það eru aðallega lyfturnar og lyft- ararnir sem eru í langtímaleig- unum en gröfur, rafstöðvar og annað er frekar í styttri leigu.“ Aðspurður af hverju fyrirtæki kjósi að leigja tæki á við þessi í stað þess að kaupa þau segir Aron að það borgi sig því þjónusta við tæk- in sé innifalin. „Við berum ábyrgð á tækinu, svo framarlega sem það er eðlilegt viðhald. Svo erum við með flutningabíla sem koma tækj- unum fram og til baka og það er því ekkert vesen að fá tækin.“ svanhvit@24stundir.is Tæki.is leigir út körfubíla, lyftara, gröfur o.fl. Áreiðanleg og góð þjónusta Tæki.is Mikið úrval af alls kyns tækjum til útleigu. Securitas verður með tvo sýn- ingarbása á sýningunni Verk og vit. Gestir geta þar kynnt sér bæði Myndvörn Securitas og Heima- vörn Securitas. Myndvörn og heimavörn Myndvörnin samanstendur af fjórum innimyndavélum, upp- tökubúnaði og skjá, en einnig er hægt að bæta við búnaði s.s. úti- myndavélum. Myndvörnin er ein- föld í notkun og gerir notanda kleift að hafa góða yfirsýn og eft- irlit með húsakynnum fyrirtækja. Einnig er einfalt að skoða upp- tökur í búnaðinum og sjá það sem gerst hefur. Heimavörnin er ekki eingöngu innbrotavörn fyrir heimilið, heldur einnig brunavörn. Allir skynjarar Heimavarnarinnar eru beintengdir á stjórnstöð Securitas á Neyðarlín- unni 112. Enginn stofnkostnaður er við að fá sér Heimavörn. Securitas verndar heimili og fyrirtæki Myndavélar á verðinum allan sólarhringinn Fyrirtækið Íslandslyftur er með allar lausnir sem hugsast getur til að uppfylla aðgengi fyrir fatlaða og aðra í íbúðarhúsnæði, opinber- um byggingum og fyrirtækjum, að sögn Helga Skúla Helgasonar, sölustjóra Íslandslyfta. „Það má því segja að við séum með lyftur sem lyfta allt frá nokkrum tröppum og upp í skýjakljúfa en lyfturnar eru alls konar. Vinsælustu lyfturnar eru pallalyftur, hjólastólalyftur auk þess sem áhuginn fyrir sætislyftum í stiga er að vakna hér á landi. Í Bretlandi og Skotlandi kaupa yf- irvöld sætislyftur til að gera öldr- uðu fólki kleift að búa lengur heima hjá sér en ef mjaðmakúlur eða eitthvað slíkt er orðið lélegt og fólk treystir sér ekki til að ganga upp stiga lengur þá geta sætislyftur leyst úr því til margra ára. Svo vor- um við að byrja innflutning á bíla- stæðislyftum sem eru alveg nýjar á Íslandi. Með bílastæðislyftum er hægt að leggja tveimur bílum í sama stæðið, öðrum bílnum er lagt ofan á lyftuna og honum er lyft upp og hinum bílnum er lagt und- ir,“ segir Helgi Skúli og bætir við að bílalyftan hafi þegar vakið mikla athygli. „Við erum með bíl á lyftu á Verki og viti í Laugardalshöll og það hefur þegar vakið mikla at- hygli. Það er líka hægt að nota lyft- una til að geyma fellihýsi, hjólhýsi eða hvað sem er, ef bílskúrinn er stór og það er hátt til lofts. Svo er- um við vitanlega með venjulegar lyftur og erum til dæmis með stærsta lyftuumboð í heiminum, Otis. Vélarrýmislausar lyftur eru vin- sælastar í dag enda taka þær minna rými en þær gömlu. Við erum líka með hjólastólalyftur, Aritco, sem eru mjög vinsælar af því að það er svo auðvelt að koma þeim fyrir í eldra húsnæði.“ svanhvit@24stundir.is Íslandslyftur: Með allar lausnir í lyftum Vinsælar og þægilegar Vertu velkominn á sýningarbása Ísmar á Verk og Vit 2008 A9, A10 og G4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.