24 stundir


24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 36

24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Hekla sýnir fjölbreytt úrval at- vinnubíla á sýningunni Verk og vit. Fyrirtækið er sterkt á þeim mark- aði og hefur að undanförnu komið með ýmsar gerðir bíla sem eru hentugar fyrir fólk á ferðinni sem er í atvinnurekstri. „Við vorum að fá nýjustu gerðina af Volkswagen Caddy Maxi og kynnum þá bíla á sýningunni. Þetta er nýjasta týpan af Caddy-bílunum sem hafa reynst frábærlega hér á landi. Við bindum miklar vonir við þessa bíla, sem eru lítið eitt lengri bílar en fyrri út- gáfa,“ segir Ólafur Kristjánsson, söluráðgjafi hjá fyrirtæja- og flota- sölu Heklu. Hann segir bílana hannaða með það fyrir augum að setja ný viðmið í flokki lítilla sendi- og fólksbíla og hvort sem bíllinn sé notaður í innabæjarakstri eða úti á landi sé hann jafnan sparneytinn, þægilegur og lipur í akstri. Ný útgáfa Heklumenn munu einnig sýna Mitsubishi L-200-bíla sem hafa á undanförnum árum notið mikilla vinsælda meðal einyrkja í atvinnu- rekstri, verktaka og fleiri slíkra. Ný útgáfa af þessum sívinsælu bílum kom á markaðinn fyrir skemmstu og verður hún sýnd á sýningunni sem og atvinnubílar frá systurfyr- irtækinu Öskju sem selur Merce- des-Benz. Einnig hefur Hekla um- boð fyrir Scania og vinnuvélar frá Caterpillar. Hafa vélar þeirrar gerðar komið við sögu allra stór- framkvæmda á sviði jarðvinnu hér- lendis á undanförnum áratugum. Á sýningunni kynna Heklumenn nýja þjónustu, svonefnda fyrirtækja- og flotasölu, sem ætlað er að efla þjónustu við þá viðskiptavini sem eiga fleiri en þrjá bíla frá Heklu, Öskju og Kia. Ólafur Kristjánsson hefur um- sjón með þessu verkefni og segir sitt hlutverk að vera tengiliður við- skiptavinanna út í hinar ýmsu deildir fyrirtækisins; hvort sem það er vélasvið, bílakaup, viðgerðir eða önnur þjónusta. Beint til okkar „Fyrirtækin geta leitað beint til okkar og við fylgjum málum síðan eftir hér innanhúss. Þetta er nýtt svið innan fyrirtækisins sem hefur að mínu mati gefið mjög góða raun. Þessi þjónusta hentar vel bæði stórum og litlum fyr- irtækjum. Þannig getum við boðið fyrirtækjum heildarlausnir og veitt þeim betri þjónustu. Hingað eru nú þegar komin ný fyrirtæki í við- skipti sem sjá og finna hagræðið af því að hafa einn tengilið sem sér um öll þeirra mál,“ segir Ólafur Kristjánsson. Hekla kynnir nýjustu atvinnubílana Setja ný viðmið ➤ Nýi bíllinn er sparneytinn,þægilegur og lipur. ➤ Hekla hefur haft umboð fyrirCaterpillar frá 1947. ➤ Ný flotaþjónusta fyrir þá semeiga fleiri en þrjá atvinnubíla frá Heklu. ATVINNUBÍLAR Volkswagen Caddy Maxi er nýjasta nýtt frá Heklu. Þeir eru kynntir ásamt Caterpillar sem þjónað hefur í öllum stórfram- kvæmdum í áratugi. Ný atvinnutæki „Fyrirtækin geta leitað beint til okkar,“ segir Ólafur Kristjánsson, söluráðgjafi hjá fyr- irtækja- og flotasölu Heklu. Bergnes ehf. hefur meira en 20 ára reynslu af framleiðslu skilta og merkinga. Verktakar ýmiss konar skipa einn stærsta hóp við- skiptavina fyrirtækisins og hefur verið lögð æ meiri áhersla á að víkka vöruúrval fyrirtækisins með tilliti til þeirra þarfa. Harmonikuhlið ný framleiðsla Á sýningunni munu verða til sýnis helstu vörur fyrirtækisins á sviði vega- og byggingarfram- kvæmda, s.s. umferðarmerki og -keilur, öryggismerkingar og -borðar, blikkljós, hraðahindranir og stórt harmonikuhlið með end- urskini sem er ný framleiðsla fyr- irtækisins. Gunnar Árni Gunn- arsson hjá Bergnesi segir þessar vörur mikið keyptar af verktökum og sveitarfélögum yfir sumartím- ann og mikil áhersla sé lögð á að veita þessum aðilum hraða þjón- ustu og vandaðar vörur. Víðara vöruúrval með tilliti til þarfa verktaka Áratuga reynsla af fram- leiðslu skilta og merkinga BSI á Íslandi er skrifstofa British Standards Institution á Íslandi. En BSI er leiðandi aðili í sérfræðiþjón- ustu til stofnana og fyrirtækja um allan heim. Aðilar frá BSI á Íslandi munu kynna þjónustu fyrirtæk- isins á sýningunni, en í henni felast m.a. úttektir á stjórnkerfum, óháð vottun á stjórnkerfum og vörum, þróun á stöðlum fyrir stofnanir og stjórnvöld og prófanir á vörum og framleiðslu. Einnig eru haldin námskeið hjá fyrirtækinu í helstu stjórnkerfisstöðlum og verklagi við notkun gæðakerfa. Rótgróið fyrirtæki „BSI er stærsti vottunaraðili heims með 60.000 viðskiptavini og þjónustar flest stærstu fyrirtæki heimsins á sviði gæðamála. Félagið er rótgróið en það var stofnað árið 1901. Við getum þjónustað bygg- ingariðnaðinn frá a til ö hvað varð- ar úttektir, vottun og CE- merkingar og munum kynna þessa þjónustu á sýningunni með kynn- ingarefni frá Bretlandi,“ segir Árni Kristinsson hjá BSI. Mjög brýnt er að framleiðendur og innflytjendur gæti að því hvort vörur sem þeir framleiða eða flytja inn heyri undir tilskipanir Evrópusambandsins. Ef sú er raunin verður að fylgja ákvæðum þeirra og sýna fram á samræmi við kröfurnar með CE- merkingu. Þegar varan hefur verið CE-merkt er heimilt að markaðs- setja hana án hindrana á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu. Faggilding í skoðun leikvalla BSI á Íslandi sér einnig um að- alskoðanir leikvalla og leiksvæða, en það hlaut fyrst fyrirtækja á þessu sviði faggildingu til slíks frá Neytendastofu árið 2005. Hefur fyrirtækið nú framkvæmt yfir 1000 aðalskoðanir á leiksvæðum. maria@24stundir.is Rótgróið fyrirtæki á sviði gæðamála Getur þjónustað bygging- ariðnaðinn frá a til ö
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.