24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 37
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 37
Járn og gler er gamalgróin inn-
flutningsverslun sem stofnuð var
1942. Fyrirtækið á sér langa sögu
í innflutningi á ýmsum vönd-
uðum vörum tengdum bygging-
ariðnaði frá virtum birgjum.
Má þar nefna að einn að-
albirgir fyrirtækisins í bygg-
ingavörum er þýska fyrirtækið
GEZE. Frá þessum birgi eru
hurðapumpur, rennihurðabún-
aður, rafdrifinn opnunarbúnaður,
reyklosunarkerfi og hringhurðir.
Þessar vörur frá GEZE eru vel
þekktar hérlendis bæði meðal
arkitekta og verktaka og eru við-
urkenndar fyrir endingu og gæði.
Einnig flytur Járn og gler inn
gler og getur útvegað ýmsar
lausnir fyrir stærri verkefni, en
mest aukning virðist vera í lausn-
um fyrir skrifstofur, þar sem gler
er í aðalhlutverki. Fyrirtækið sel-
ur hert gler eftir máli sem og
heildarlausnir frá svissneska fyr-
irtækinu HAWA og þá aðallega í
sambandi við rennibrautir og
festingar fyrir gler sem og timb-
urhurðir.
Einnig má geta þess að Járn og
gler hefur flutt inn og selt hring-
hurðir frá Boon Edam sem er
hollenskt fyrirtæki með yfir 100
ára reynslu. Það fyrirtæki býður
sérsniðnar hringhurðir, allt eftir
óskum viðskiptavinar. Járn og
gler hefur sett upp margar hring-
hurðir frá þeim sem hafa reynst
vel. Þá hefur fyrirtækið umboð
fyrir Otto Chemie sem er leið-
andi í þróun og lausnum á þétti-
og límefnum fyrir byggingariðn-
aðinn. Fyrir utan að vera með
mikið úrval fyrir byggingariðn-
aðinn þá er fyrirtækið einnig
með vörur tengdar innrömmun
og listmálun. Nefnist sú deild
innan fyrirtækisins Listalagerinn.
Weber-grillin eru síðan til-
tölulega nýleg viðbót hjá Járni og
gleri.
Járn og gler ehf.
Með vörur frá virtum framleiðendum
Fallegar hringhurðir Fyrirtækið sérhæfir sig í hertu gleri sem hentar skrifstofum.
Skoðið www.jarngler.is.
Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar
býður viðskiptavinum sínum upp
á stórskemmtilega nýjung í inn-
réttingum. Það býður nú upp á
rafdrifnar skúffur sem opnast þeg-
ar ýtt er á þær og eru með vörn
sem kemur í veg fyrir að puttarnir
klemmist á milli og engar höldur.
Skúffurnar eru mjög góð viðbót
við glæsilegt úrval Trésmiðjunnar
af sérsmíðuðum íslenskum inn-
réttingum og húsgögnum.
Nýjar rafdrifnar
skúffur
Starfsfólkið í versluninni Parket og
gólf er aldrei hrætt við að prófa
eitthvað nýtt. Nú geta við-
skiptavinir verslunarinnar leð-
urklætt bæði gólfið og veggina.
Leðurklædd gólf eru sérstaklega
sterk en leðrið er límt á gólfið og
því næst er lakkað yfir.
Þetta er spennandi og öðruvísi
möguleiki fyrir þá sem vilja breyta
til og vera öðruvísi en Jón í næsta
húsi.
Leðurklædd gólf
það nýjasta
Kreditkort hf. er um þessar mund-
ir með leik á vefsíðu sinni þar sem
heppinn þátttakandi getur unnið
milljón. Að sögn Hildar Hilm-
arsdóttur hjá Kreditkorti hf. munu
allir gestir á Verki og viti fá tæki-
færi til þess að setja nafn sitt í pott-
inn. „Starfsfólk okkar verður með
tölvur á staðnum þar sem allir þeir
sem vilja vinna milljón geta skráð
tölvupóstfang og þar með komist í
milljón króna pott.
Milljónapottur
Kreditkorta hf.
www.si.is
Kl. 13.00
Áhættuþættir í verktöku
Ásgeir Loftsson, yfirverkfræðingur hjá ÍSTAK
Áhættugreining og áhrif einstakra þátta
Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mannvirkjasviðs
ÍAV
Útboð Vegagerðarinnar á yfirlögnum
Reykjanesbrautar
Sigþór Sigurðsson, forstjóri Hlaðbæjar Colas
Afleiðingar þess að meta/viðurkenna ekki áhættu
Othar Örn Petersen, LOGOS lögmannsþjónusta
Skipting fjárhagslegrar áhættu í útboðum
Landsvirkjunar
Björn Stefánsson, framkvæmdastjóri verkfræðisviðs –
Landsvirkjun Power
Hvað kostar að tryggja sig framvirkt? Hvað og
hvernig er hægt að tryggja?
Bjarki Rafn Eiríksson frá gjaldeyris- og afleiðumiðlun
Kaupþings
Fundarstjóri:
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár og
varaformaður SI.
Kl. 16.00
Að ráðstefnu lokinni bjóða SI gestum að vera við opnun
sýningarinnar Verk og vit 2008 kl. 16.00.
Áhætta í verktöku
Hver er sinnar gæfu smiður!
Ráðstefna SI á sýningunni Verk og vit 2008 fimmtudaginn 17. apríl
kl. 13.00-16.00 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis