24 stundir


24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 37

24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 37
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 37 Járn og gler er gamalgróin inn- flutningsverslun sem stofnuð var 1942. Fyrirtækið á sér langa sögu í innflutningi á ýmsum vönd- uðum vörum tengdum bygging- ariðnaði frá virtum birgjum. Má þar nefna að einn að- albirgir fyrirtækisins í bygg- ingavörum er þýska fyrirtækið GEZE. Frá þessum birgi eru hurðapumpur, rennihurðabún- aður, rafdrifinn opnunarbúnaður, reyklosunarkerfi og hringhurðir. Þessar vörur frá GEZE eru vel þekktar hérlendis bæði meðal arkitekta og verktaka og eru við- urkenndar fyrir endingu og gæði. Einnig flytur Járn og gler inn gler og getur útvegað ýmsar lausnir fyrir stærri verkefni, en mest aukning virðist vera í lausn- um fyrir skrifstofur, þar sem gler er í aðalhlutverki. Fyrirtækið sel- ur hert gler eftir máli sem og heildarlausnir frá svissneska fyr- irtækinu HAWA og þá aðallega í sambandi við rennibrautir og festingar fyrir gler sem og timb- urhurðir. Einnig má geta þess að Járn og gler hefur flutt inn og selt hring- hurðir frá Boon Edam sem er hollenskt fyrirtæki með yfir 100 ára reynslu. Það fyrirtæki býður sérsniðnar hringhurðir, allt eftir óskum viðskiptavinar. Járn og gler hefur sett upp margar hring- hurðir frá þeim sem hafa reynst vel. Þá hefur fyrirtækið umboð fyrir Otto Chemie sem er leið- andi í þróun og lausnum á þétti- og límefnum fyrir byggingariðn- aðinn. Fyrir utan að vera með mikið úrval fyrir byggingariðn- aðinn þá er fyrirtækið einnig með vörur tengdar innrömmun og listmálun. Nefnist sú deild innan fyrirtækisins Listalagerinn. Weber-grillin eru síðan til- tölulega nýleg viðbót hjá Járni og gleri. Járn og gler ehf. Með vörur frá virtum framleiðendum Fallegar hringhurðir Fyrirtækið sérhæfir sig í hertu gleri sem hentar skrifstofum. Skoðið www.jarngler.is. Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar býður viðskiptavinum sínum upp á stórskemmtilega nýjung í inn- réttingum. Það býður nú upp á rafdrifnar skúffur sem opnast þeg- ar ýtt er á þær og eru með vörn sem kemur í veg fyrir að puttarnir klemmist á milli og engar höldur. Skúffurnar eru mjög góð viðbót við glæsilegt úrval Trésmiðjunnar af sérsmíðuðum íslenskum inn- réttingum og húsgögnum. Nýjar rafdrifnar skúffur Starfsfólkið í versluninni Parket og gólf er aldrei hrætt við að prófa eitthvað nýtt. Nú geta við- skiptavinir verslunarinnar leð- urklætt bæði gólfið og veggina. Leðurklædd gólf eru sérstaklega sterk en leðrið er límt á gólfið og því næst er lakkað yfir. Þetta er spennandi og öðruvísi möguleiki fyrir þá sem vilja breyta til og vera öðruvísi en Jón í næsta húsi. Leðurklædd gólf það nýjasta Kreditkort hf. er um þessar mund- ir með leik á vefsíðu sinni þar sem heppinn þátttakandi getur unnið milljón. Að sögn Hildar Hilm- arsdóttur hjá Kreditkorti hf. munu allir gestir á Verki og viti fá tæki- færi til þess að setja nafn sitt í pott- inn. „Starfsfólk okkar verður með tölvur á staðnum þar sem allir þeir sem vilja vinna milljón geta skráð tölvupóstfang og þar með komist í milljón króna pott. Milljónapottur Kreditkorta hf. www.si.is Kl. 13.00 Áhættuþættir í verktöku Ásgeir Loftsson, yfirverkfræðingur hjá ÍSTAK Áhættugreining og áhrif einstakra þátta Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mannvirkjasviðs ÍAV Útboð Vegagerðarinnar á yfirlögnum Reykjanesbrautar Sigþór Sigurðsson, forstjóri Hlaðbæjar Colas Afleiðingar þess að meta/viðurkenna ekki áhættu Othar Örn Petersen, LOGOS lögmannsþjónusta Skipting fjárhagslegrar áhættu í útboðum Landsvirkjunar Björn Stefánsson, framkvæmdastjóri verkfræðisviðs – Landsvirkjun Power Hvað kostar að tryggja sig framvirkt? Hvað og hvernig er hægt að tryggja? Bjarki Rafn Eiríksson frá gjaldeyris- og afleiðumiðlun Kaupþings Fundarstjóri: Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár og varaformaður SI. Kl. 16.00 Að ráðstefnu lokinni bjóða SI gestum að vera við opnun sýningarinnar Verk og vit 2008 kl. 16.00. Áhætta í verktöku Hver er sinnar gæfu smiður! Ráðstefna SI á sýningunni Verk og vit 2008 fimmtudaginn 17. apríl kl. 13.00-16.00 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.