24 stundir - 16.04.2008, Page 38

24 stundir - 16.04.2008, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Húsgagnahönnuðurinn Reynir Sýrusson sem framleiðir undir heitinu SYRUSSON design mun frumsýna nokkur ný verk úr hönn- un sinni á sýningunni Verk og vit. Meðal þeirra er nýr stóll sem heitir Attention, ásamt nýjum borð- stofustól með sveigjanlegu baki og kollur sem hannaður hefur verið út frá MJ34-snúningsstólnum eins og sést hér til hliðar. Einnig Nostra-stóllinn svokallaði í nýrri útgáfu framleiddur úr krómi og bólstraður með íslenskri gæru og ný útgáfa af Wing-sófaborðinu úr hnotu og svörtu gleri. Þá munu einnig verða til sýnis á sýningunni sófasettin Emira og Eltoro. Roð, tau eða dagblöð „Það má segja að hönnun MJ- kollsins sem ég hannaði út frá snúningsstólnum rétt gangi upp þar sem keilulagað form hans er frekar erfitt í framleiðslu. Hönnun mín hefur það fram yfir marga aðra að vera framleidd á Íslandi. Þar af leiðandi er hægt að fá næst- um hvaða áklæði sem er á þennan koll, leður, tau, gæru eða fiskroð og þess vegna mætti bara bólstra hann með 24 stundum,“ segir Reynir. Hann er í samvinnu við um 12 framleiðslufyrirtæki hér á landi, en í sumum tilfellum getur einn einstakur hlutur þurft að fara í gegnum þrjú til fjögur fyrirtæki sem hvert og eitt er mjög sérhæft. Teiknar sig áfram Aðspurður um innblástur segir Reynir að hann sitji frekar heila kvöldstund og teikni sig áfram þar til hann sé kominn með nokkrar hugmyndir sem hann síðan vinni út frá. „Fyrst kemur skissan, síðan kannar maður hvort hluturinn virkar og hvort yfirhöfuð er hægt að framleiða hann,“ segir Reynir. Hönnun hans býður nánast tæm- andi lausnir fyrir fyrirtæki og heimili. Reynir segir að oft komi fólk til sín þegar það vilji húsgögn í stíl við það sem það eigi fyrir og þannig vindi þetta upp á sig. Sýn- ingarsalur Reynis er í Hamraborg í Kópavogi. Íslensk húsgagnahönnun á Verki og viti Sýrusson frumsýnir nýja hönnun Snúningsstóll Ein nýj- asta hönnun Sýrussonar. Fiskabúrið Er heldur óvenjuleg hönnun. Fyrirtækið Ísmar var stofnað ár- ið 1982 en það sérhæfir sig í tækjabúnaði til hvers konar land- mælinga, vélstýringa og lasertækni fyrir verkfræðistofur, verktaka eða ríkisfyrirtæki sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Lasertæki og vélstýringar, hvort heldur er þrí- víddar eða tvívíddar, auk GPS- mælingatækja og alstöðva eru mikilvægur þáttur í starfsemi Ísm- ar, auk ýmiss konar annarrar vöru inn á þennan markað. Leiðandi fyrirtæki Flest þau fyrirtæki sem á annað borð nýta sér nýjustu tækni á þess- um sviðum nota búnað frá Ísmar, sem er með umboð fyrir leiðandi fyrirtæki á þessu sviði í heiminum. Stærst þeirra er Trimble en vörur frá því fyrirtæki hafa náð gríð- arlegum vinsældum hérlendis, enda um mjög öflugt hátæknifyr- irtæki að ræða sem hefur leitt þró- un á þessum búnaði í heiminum. Þá hefur Ísmar haslað sér völl á sviði búnaðar til umferðaröryggis og löggæslu og býður lausnir á því sviði frá þekktum framleiðendum. Víða má sjá vegmerkingar frá Ísm- ar og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að bjóða nýjar og full- komnar vörur inn á þennan mark- að s.s. díóðuljós og hlaupandi ljós sem ekki sáust hér á landi fyrr en Ísmar kynnti þau til sögunnar. Þá leigir Ísmar út ljósa- og hraða- varakerrur fyrir þá sem þurfa á slíku að halda tímabundið t.d. vegna framkvæmda. Hitamyndavélar Á síðasta ári tók Ísmar að sér umboð fyrir FLIR, sem er fyr- irtæki leiðandi í þróun og fram- leiðslu hitamyndavéla. Þessi ný- stárlega tækni er notuð við margvísleg verkefni s.s. til að skoða einangrunargildi húsa, finna skemmdir í pípulögnum, sjá fyrir rafmagnsbilanir, til örygg- isgæslu, auka öryggi sjófarenda og ökumanna og svo mætti lengi telja. Þegar hefur talsverður fjöldi notenda tileinkað sér þessa tækni frá Ísmar, einkum á sviði húsbygg- inga og viðhalds fasteigna auk skoðunar á rafmagnsbúnaði. Þrír mismunandi básar Á Verk og vit verður sérstakur Ísmar- og Trimble-bás þar sem þær vörur verða sýndar sér- staklega. Þá sýnir Ísmar aðrar vöru fyrirtækisins í sér bás og verða þar ýmsar nýjungar. Ennfremur verð- ur Ísmar með sérstakan bás þar sem umferðaröryggisvörur verða sýndar. Ísmar rekur fullkomið þjónustuverkstæði í húsnæði sínu að Síðumúla 28 og hefur á að skipa tæknimönnum í fremstu röð. Ísmar hefur umboð fyrir Trimble á Íslandi Leiðandi á sínu sviði Náttúrusteinn nýtur sívaxandi vinsælda á Íslandi hvort sem um er að ræða heimili eða fyrirtæki. Aukið framboð Framboðið hefur aukist tölu- vert síðustu ár og nú er hægt að fá úrval af vöru sem unnin er úr náttúrusteini. Helst má nefna hleðslusteinana, kantsteina, tröppusteina fyrir þrep, pollana og brústeinana sem notaðir eru til hellulagna. Grásteinn vinnur sérstaklega með landlagsarkitektum og arki- tektum til að finna heildalausnir sem setja svip sinn á hvaða heim- ili, fyrirtæki eða garð sem er. Á sýningunni Verk og vit verð- ur hægt að kynna sér möguleika náttúrusteinsins og ræða við sér- fræðinga. Vinsæll náttúrusteinn REK ehf · Akralind 6 · 201 Kópavogur · Sími 5334000 · rek@rek.is · www.rek.is GLUGGARGLERVEGGIR Ál/Tré · PVC · Fura · Mahogny · Ál Brunavottun E30 / E60

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.