24 stundir - 16.04.2008, Page 44

24 stundir - 16.04.2008, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Við dæluna Hugi Hreið- arsson hjá Atlantsolíu segir almenning leita eftir lægsta bensínverðinu eins og fram hafi komið í hækkunum á bensínverði að undanförnu. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Bensín er í sífellt ríkari mæli selt í sjálfsafgreiðslu og sú þróun mun halda áfram. Fólk leitar jafnan eftir lægsta verðinu og því höfum við hjá Atlantsolíu fundið glöggt fyrir að undanförnu í hræringum á mörkuðum sem hafa leitt til hækk- ana á bensínverði. Því til viðbótar er viðskiptahegðan að gjörbreytast með tilkomu dælulykla,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. Atlantsolía tekur nú þátt í sýn- ingunni Verk og vit í annað sinn og kynnir þar meðal annars dælulykl- ana, sem fjölmargir viðskiptavina félagsins hafa. Að auki kynnir fé- lagið nýja heimasíðu sem auka mun þjónustu til handa þeim sem nota dælulykla. Þannig eru dælu- lyklarnir góðu að verða sífellt full- komnari og innbyggðir möguleikar þeirra fleiri. Í gegnum heimasíðu fyrirtækisins geta viðskiptavinir nú meðal annars stillt lykilinn þannig að þeir geti einvörðungu keypt bensín eða dísilolíu. Hrikalegar afleiðingar „Hér á landi hendir það einn ökumann á dag að dæla bensíni á dísilbíl eða öfugt. Afleiðingarnar af slíku geta oft verið hrikalegar. Í besta falli sleppur þú kannski með 15 þúsund króna tjón, það er töp- uð áfylling og verkstæðiskostn- aður. Í öðrum tilvikum getur tjón- ið verið verulegt. Ég veit um nýlegt tilvik þar sem bæði þurfti að skipta um hvarfakút og olíuverk í bílnum og var tjónið upp á 400 þúsund,“ segir Hugi sem telur að nú láti nærri að um helmingur handhafa dælulyklanna hafi stillt þá fyrir aðra hvora eldsneytistegundina sem fyrirbyggi þessa hættu. Viðskiptavinir Atlantsolíu sem taka eldsneyti með dælulykli geta nú fengið kvittun senda beint í tölvupósti á netfang sitt. Þar geta þeir prentað kvittunina út og er þetta reikningsform viðurkennt af ríkisskattstjóra. Þessa þjónustu og raunar margt fleira geta við- skiptavinir nálgast á nýrri vefsíðu fyrirtækisins www.atlantsolia.is. Sérsniðnar lausnir „Netið er mjög mikilvæg leið fyrir okkur til að halda tengslum við viðskiptavini. Nýtt vefsetur okkar er til marks um það. Sú leið kemur þó aldrei í staðinn fyrir bein og milliliðalaus samskipti við við- skiptavini og þannig kappkostum við að koma með sérsniðnar lausn- ir að þörfum hvers og eins – hvert sem umfang viðskipta hans er,“ segir Hugi Hreiðarsson að síðustu. Dælulyklar Atlantsolíu breyta bensínmarkaðnum Viðskiptavinir leita eftir lægsta verðinu ➤ Bensín í síauknum mæli selt ísjálfafgreiðslu. ➤ Hægt að stilla dælulyklanafyrir bensín eða dísil ATLANTSOLÍA Atlantsolía kynnir æ full- komnari dælulykla á Verk og vit. Þeir geta komið í veg fyrir slæm mistök. Kvittanirnar fást nú í tölvupósti. verði lögð á að gefa fólki innsýn í hvernig uppbygging á einingum fyrirtækins sé, þannig að það fái góða yfirsýn yfir hvað sé í boði. „Fólk vill vita hvað er inni í veggjunum, hvernig þetta er allt fest saman og hvaða útlit er í boði. Við ætlum því fyrst og fremst að einblína á það að fólk geti séð hvernig framleiðslan líti út og hvernig þetta verður allt saman að húsi,“ segir Óskar. Einnig verður kynnt ný vara sem Loftorka býður í samvinnu við danska fyrirtækið Uponor, en þar spila saman plast- og steinlagnir. „Við munum líka slá á létta strengi og kynna nýja idolið okkar hann Magnús Ver- Magnússon. Hann mun verða á staðnum og standa fyrir getraun sem þrenn verðlaun verða í fyrir þá sem komast næst í að geta rétt,“ segir Óskar. maria@24stundir.is Loftorka Borgarnesi ehf. var stofnað árið 1962 og er alhliða verktakafyrirtæki á sviði mann- virkjagerðar sem sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu í mannvirki og steinrör í holræsi. Einkaleyfi á kúluplötum Á sýningarsvæði fyrirtækisins verða veggeiningar í fyrirrúmi, bæði svokallaðar samlokueiningar og einfaldar einingar. Einnig verða þar til sýnis mismunandi tegundir af loftplötum sem framleiddar eru af fyrirtækinu; holplötur, filegran- loftplötur og kúluplötur sem Loft- orka hefur einkaleyfi á að fram- leiða á Íslandi. „Kúluplöturnar eru nýttar sérstaklega mikið í stærri gólffleti þar sem gerðar eru miklar kröfur um burð og hagnýtni á plötunum þar sem langt er á milli bita og súlna. Plöturnar eru til í mismunandi stærðum en eigin- leikar þeirra felast í því að loftrými, sem gert er úr plastkúlum og raðað í plötuna, orsakar það að þær létt- ast og nýta þannig styrkinn í steyp- unni mun betur,“ segir Óskar Húnfjörð, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins. Góð yfirsýn Óskar segir að megináhersla Veggeiningar og loftplötur í fyrirrúmi Gifstappar frá Gips-plug ehf. verða til sýnis á sýningunni Verk og vit. Þar mun fólki gefast kostur á að sjá tappana í notkun og taka nokkra með sér heim til að prófa. Guðrún Guðrúnardóttir er stofnandi fyrirtækisins en hug- myndina að gifstöppunum fékk hún við framkvæmdir á heimili sínu árið 2005. Ári síðar teiknaði hún vöruna upp heima í stofu, en tapparnir eru ætlaðir til að fylla upp í göt á veggjum sem flýtir mjög fyrir viðgerð á þeim. Dýrt einkaleyfi „Eftir að hugmyndin var komin á blað tók við ferli þar sem varan var könnuð og prófuð en einka- leyfi fyrir henni fékkst sumarið 2007. Það er ekki erfitt að fá slíkt leyfi svo lengi sem varan uppfyllir tiltekin skilyrði en kostnaðurinn er gríðarlega mikill og fælir fólk oft frá því að halda áfram með hug- myndir sínar,“ segir Guðrún. Gifs- tapparnir eru ekki eingöngu bundnir við veggi heldur má líka nota þá til að fylla upp í göt á lofti og á veggjum eftir ljós. Hvern tappa má brjóta í fernt og er auð- velt að brjóta þá, pússa niður eða laga allt eftir þörfum. Þeir eru framleiddir úr jarðefni og eru þar af leiðandi ekki ofnæmisvaldandi. Víðtæk markaðssetning Gifstapparnir eru til sölu hér á landi í Húsasmiðjunni, Byko og versluninni Brynju á Laugavegi, en aðalmarkaðssetning fyrirtækisins hefur farið fram fyrir utan land- steinana. Varan er nú í kynningu og markaðssetningu Svíþjóð, Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkj- unum og Suður-Ameríku svo eitt- hvað sé nefnt. Markhópinn segir Guðrún vera þá sem vilja geta gert hlutina sjálfir á auðveldan, einfald- an og ódýran hátt. Nálgun fólksins „Sýningin hefur þá þýðingu fyrir mig að geta kynnt vöruna enn bet- ur fyrir fólki og hitt annað fólk í þessum geira. Sú nálgun skiptir miklu máli. Á sýningunni verða tapparnir kynntir ásamt fleiri nýj- ungum sem væntanlegar eru frá fyrirtækinu. Þeirra á meðal má nefna sparnaðarpakka þar sem selt er saman gipstappar, sparsl, spaði og sandpappír. Honum verður dreift hér á landi svo og á heims- vísu,“ segir Guðrún. maria@24stundir.is Fljótlegri lausn við viðgerðir á veggjum Gifstappar fylla í götin Fyrirtækið Áltak býður breiða línu af gæðabyggingavörum frá þekktum framleiðendum og leggur metnað sinn í að bjóða heild- arlausnir. Á sýningunni verða til sýnis álklæðningar, undirkerfi, Ecophon-kerfisloft og Nordprofil- festingar fyrir þau auk reyklúga og þakglugga frá fyrirtækinu. „Af þeim vörum sem verða til sýnis má nefna sérstaklega reyklos- unarglugga, sem skýlausar kröfur eru gerðar um í byggingum í dag. Svo og nýja felliveggi með raf- magni, skrifstofuveggi úr gleri og áli sem verða sívinsælli og göng sem sýna mjög vel hljóðdemp- unina frá Ecophon sem er í loft- klæðningum frá fyrirtækinu og við sérhæfum okkur í,“ segir Magnús Ólafsson hjá Áltaki. Úrval gæðabyggingavara frá Áltaki Bjóða heildarlausnir Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900-www.jarngler.is Rafknúnir hurðaropnarar Áratuga reynsla og þjónusta. Gerum tilboð í uppsetningu. Hentar fyrirtækjum og húsfélögum. Tengjanlegt við flestar gerðir af rofum og skynjurum.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.