24 stundir - 16.04.2008, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Tölfræðin er Þrótti Neskaupsstað
nokkuð í vil sé miðað við fyrsta leik
liðanna en þar vannst sannfærandi 3-0 sig-
ur á stúlkunum frá höfuðborginni.
Allt er víst falt fyrir pen-inga … nema CristianoRo-
naldo. Engu
máli skiptir
hvaða gylliboð
koma í kapp-
ann hann er
ekki á leiðinni
eitt né neitt og
síst af öllu til Real Madrid.
Þetta lét Carloz Queiros, að-
stoðarþjálfari United, hafa eftir
sér aðspurður um eilífar fyr-
irspurnir forsvarsmanna Ma-
drid sem sjá Portúgalann fyrir
sér sem næstu stórstjörnu liðs-
ins. Víst vill Ronaldo spila þar
einhvern daginn en sennilega
eru einhver ár í það.
Stórtíðindi berast frá Bras-ilíu þar sem hinn 42 áragamli
Romario hefur
ákveðið að
hætta leik og
snúa sér alfarið
að þjálfun og
viðskiptum.
Karlinn sem á
sínum besta tíma var einn sá
fremsti í heiminum er einkum
þekktur fyrir að hafa skorað vel
yfir þúsund mörk í gegnum tíð-
ina samkvæmt eigin tölfræði.
Einn heitasti knatt-spyrnumaður samtím-ans,
Diego hjá Wer-
der Bremen,
segist hafa tek-
ið þá ákvörðun
að vera áfram
hjá þeim
grænu næsta
vetur þrátt fyrir að minnst tug-
ur félagsliða hafi borið í hann
víur undanfarna mánuði. Þar á
meðal öll helstu stórlið álf-
unnar.
Hættið þessu væli og vor-kunnsemi er ábendingJohan
Cryuff til
aðdáenda
Barcelona sem
margir hverjir
eru afar fúlir
með Meist-
aradeild-
ardráttinn gegn Manchester
United. Telja aðdáendur stór-
liðsins að úrslitin séu þegar
ráðin enda séu þeir ensku
miklu mun betri en handónýtt
lið Börsunga um þessar mund-
ir. Cryuff er ekki sama sinnis.
Arsene Wenger ætlar ekkiað eyða fúlgum fjár áleik-
mannamark-
aðinum í sum-
ar heldur ein-
beita sér að því
að finna
reynslubolta
sem passar inn
í ungan hóp Arsenal. Er vitað
að hann hefur forvitnast um
hagi Lucio, varnarmanns Bay-
ern München.
Forseti Inter Milan segirengar líkur á að DidierDrogba gangi til liðs við
þá röndóttu.
Áhuginn sé
einfaldlega ekki
fyrir hendi að
svo stöddu að
hálfu Inter en
vissulega til
staðar hjá
Drogba.
Vænta má þess að íþróttahús Þróttar Nes-
kaupstað verði fullt upp í rjáfur í kvöld þegar
kvennalið félagsins freistar þess að vinna Ís-
landsmeistaratitilinn gegn nöfnum sínum úr
Þrótti Reykjavík en jafnt er á með liðunum
þegar tveir leikir hafa verið leiknir.
Er því um hreinan úrslitaleik að ræða í
kvöld en þessi tvö lið hafa verið í nokkrum sér-
flokki í kvennablakinu um nokkurt skeið og
meðal annars mæst í úrslitum heil fjögur ár í
röð.
Tölfræðin er Þrótti Neskaupstað nokkuð í
vil sé miðað við fyrsta leik liðanna en þar
vannst sannfærandi 3-0 sigur. Í gær náðu aust-
anstúlkur að vinna eina hrinu áður en stúlk-
urnar úr höfuðborginni náðu sér á strik og
kláruðu næstu þrjár nokkuð sannfærandi.
Endaði leikurinn 3-1.
Spenna í úrslitakeppninni um meistaratitilinn í blaki kvenna
Þróttur jafnar Þrótt
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Við funduðum ítrekað í vetur til
að finna samstarfsflöt um framhald
keppninnar en það bar allt að sama
brunni hvað landeigandann varð-
aði sem virtist vilja hafa okkur
hjólafólk að féþúfu og við höfðum
einfaldlega ekki áhuga á slíku,“ seg-
ir Hrafnkell Sigtryggsson, formað-
ur Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK),
en stærsta árlega keppni torfæru-
hjóla á vegum klúbbsins, Trans-
Atlantic Offroad Challenge, hefur
verið blásin af þar sem ekki náðist
samkomulag við eigendur þess
lands sem til stóð að nota. Er það
sama svæði og áður hefur verið
notað, að Efri-Vík nálægt Kirkju-
bæjarklaustri. Ástæðan er sú að
sögn Hrafnkels að landeigendur
vilja nú tvær milljónir fyrir helg-
arleigu á landinu í stað 600 þús-
unda síðasta sumar.
360 prósenta hækkun
Taldi stjórn VÍK að engin inni-
stæða væri fyrir slíkri hækkun á
einu ári enda þýddi það að þátt-
tökugjald á mótið nú hefði orðið
allt að 8 þúsund krónum í stað
þeirra 5 þúsunda sem krafist var
síðast miðað við sama metfjölda
þátttakenda. Auk þess gekk ekki að
fá landeigendur til að falla frá því
að halda dansleik samfara keppn-
ishaldinu en drykkjulæti og
óspektir kringum þann viðburð
hafa að mati stjórnar torfæru-
klúbbsins komið illu orði á mótið
og keppendur meðal annars í fjöl-
miðlum.
Hálf sagan
Eva Björk Harðardóttir sem er
ein þeirra er reka ferðaþjónustuna
að Efri-Vík segist forviða á hörðum
yfirlýsingum mótorhjólamanna en
segir aðeins hálfa sögu sagða. „Það
voru ýmis atriði sem miður fóru
fyrir ári sem við vildum lagfæra og
vorum þá fyrst og fremst að hugsa
um landið og náttúruna. Við vild-
um til dæmis fá björgunarsveitir til
landgæslu í stað stráka úr þeirra
eigin klúbbi. Þar að auki kom til
allnokkur aukakostnaður við síð-
ustu keppni sem féll á okkur og við
þetta allt miðaðist okkar útreikn-
ingur fyrir keppnina sem til stóð að
yrði haldin nú. Við bætist að það
voru erfiðleikar í samskiptum við
VÍK meðan á síðustu keppni stóð
og það olli vandamálum þá. En því
fer fjarri að við séum að hafa mót-
orhjólafólk að féþúfu. Þvert á
móti.“
Önnur keppni í spilunum
Til stendur að landeigendur
sjálfir standi að torfærukeppni með
svipuðu sniði þegar líða fer á
haustið. „Við erum að þreifa fyrir
okkur með slíkt en ég á fulla von á
að hér verði áfram haldnar stærri
torfærukeppnir bæði í lok sumars
og eins næsta ár þó með öðrum
samstarfsaðilum verði.“
Klaustur 2007 Gekk í alla staði vel en
verður ekki haldið á þessu ári vegna
deilna mótshaldara og landeigenda.
Risamót í tor-
færu blásið af
Langstærsti íþróttaviðburður innan raða torfæruhjólaökumanna
hefur verið blásinn af vegna 360 prósenta leiguhækkunar milli ára
Aðeins hálf sagan sögð segja landeigendur í Efri-Vík
➤ Milli fimm og sex hundruðkeppendur tóku þátt í mótinu
síðasta sumar.
➤ Þeim fylgdu hundruð for-eldra, áhugamanna og nær-
sveitarmanna sem fylgdust
með og er áætlað að í heild-
ina hafi um tvö þúsund
manns verið á svæðinu síð-
asta sumar.
KLAUSTUR 2007
Mynd/Birgir Már Georgsson
Badmintonlandslið Íslands er
áfram í hópi A-þjóða Evrópu
eftir sigra gegn Eistlandi og
Finnlandi á Evrópumótinu í
liðakeppni í greininni sem
lauk í vikunni. Í dag hefst svo
einstaklingskeppnin og þar et-
ur kappi allt okkar fremsta
fólk en mótið er jafnframt lík-
lega síðasta mót Rögnu Ing-
ólfsdóttur fram að Ólympíu-
leikunum en þangað kemst
hún að öllum líkindum miðað
við árangur sinn nú.
A-listinn
Leikmenn og stjórnendur Atl-
anta Hawks í NBA-deildinni
vestanhafs eru í sjöunda
himni nú þegar ljóst er að lið-
ið mun taka þátt í úr-
slitakeppninni í fyrsta sinn í
níu ár. Ekkert annað lið hefur
beðið svo lengi eftir slíku
tækifæri sem reyndar má
kenna yfirstjórn félagsins um
að miklu leyti. Hætt er við að
lengra fari liðið þó ekki enda
andstæðingurinn í fyrstu um-
ferð að öllum líkindum spútn-
iklið Boston Celtics.
Lengsta biðin
Ljóst er orðið hverjir eru Ís-
landsmeistarar í vélsleðaakstri
eftir lokaumferð Íslandsmóts-
ins um helgina á Egilsstöðum.
Bjarki Sigurðsson vann ung-
lingaflokkinn, Vilborg Daní-
elsdóttir, kvennaflokk, Bald-
vin Þór Gunnarsson
svokallaðan sportflokk, Gunn-
ar Hákonarson vann titil í Lá-
varðaflokki og í Meist-
araflokknum sjálfum stóð
Jónas Stefánsson uppi sem
sigurvegari.
Meistarar
Ólympíumethafinn Maurice
Green er einn þeirra sem sæta
nú rannsókn vegna lyfjamis-
ferlis, samkvæmt heimildum
New York Times.
Ekkert grín
SKEYTIN INN