24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
„Hestamannafélagið Hörður
heldur uppteknum hætti og fær
konur til að fækka fötum á herra-
kvöldinu. Ég gef skít í þennan fé-
lagsskap og aðra svipaða.
Það er eitthvað svo aumk-
unarvert við tilhugsunina um
fulla kalla í „huglægu“ hóprúnki.
Fyrirgefið á meðan ég æli.“
Jenný Anna Baldursdóttir
jenfo.blog.is
„Bankarnir hröktu hana í vændi.
Bönkunum er kennt um ýmislegt
sem aflaga fer í íslensku sam-
félagi þessa dagana.
En ég held að hörðustu ásak-
anirnar birtist á forsíðu DV í dag.
Þar sakar átján ára skólastúlka
bankana fyrir að hafa hrakið sig
út í vændi.“
Egill Helgason
eyjan.is/silfuregils
„Karlmaður er grunaður um
íkveikju, eftir að eldur kom upp í
sumarbústað við Þingvallavatn.
Það er óvenjuleg vinnuaðferð hjá
brennuvargi að drífa sig ekki út
úr byggingunni sem hann hefur
verið að kveikja í. Er hugsanlegt
að þarna sé um stjórnmálamann
að ræða?“
Þráinn Bertelsson
thrainn.eyjan.is
BLOGGARINN
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Akureyringurinn Rúnar Freyr
Rúnarsson gaf út sína fyrstu plötu
nýverið, Rúnar Eff, og hefur töku-
lagið Take on me, sem A-ha gerði
frægt á sínum tíma, hljómað í við-
tækjum víða, þar á meðal í Noregi.
Morten safnar stefgjöldum
„Morten Harkert og hinir strák-
arnir í bandinu eru auðvitað
skráðir fyrir laginu, þannig að þeir
brosa eflaust breitt til mín. Morten
hefur þó ekki haft samband! Hver
veit nema hann taki ábreiðu eftir
mig, svona til að launa mér greið-
ann,“ segir Rúnar kankvís.
Platan var þó ekki alveg plönuð.
„Upphaflega ætlaði ég nú bara að
taka upp eitt lag og leggja nokkuð í
það. Síðan hvatti félagi minn mig
áfram og sagði að ég ætti nóg efni
fyrir heila plötu, þannig að ég tók
hann á orðinu. Það vildi líka þann-
ig til að ég átti eitthvað af pen-
ingum aflögu, en það er nú liðin
tíð,“ segir Rúnar sem fluttist til
Danmerkur með konu sinni og
barni fyrir fjórum árum.
„Ég fór til að læra margmiðl-
unarhönnun og spila íshokkí, en
nú hef ég sagt skilið við hokkíið í
bili. Ég hef einnig verið í söng-
námi, auk þess sem ég kenni söng
sjálfur.
Persónuleg plata
Þetta er allt frum-
samið utan A-ha-
lagsins. Þetta er svona
að mestu leyti ein-
hvers konar popp/
rokk, en þarna er til
dæmis að finna fla-
menco-takta og grínlög inn á milli.
Textarnir fjalla um sjálfan mig og
mína nánustu, fjölskyldu, vini og
vandamenn. Flest lögin eru á
ensku, en það fljóta einhver íslensk
með,“ segir Rúnar sem
vonast til að platan
komist í sölu í Nor-
egi.
„Ég hef fengið fína
spilun í Noregi og er
nú að semja um að selja
hana þarna. Þá er í burð-
arliðnum tónleika-
ferðalag um Ís-
land, Noreg og
Þýskaland, en það
kemur allt betur í
ljós síðar.“
Heimasíða
Rúnars er:
www.runar.is.
Íshokkístjarnan Rúnar Freyr Rúnarsson snýr sér alfarið að tónlistinni
Slær í gegn með
norskum slagara
Íshokkístjarnan Rúnar
Rún vatt kvæði sínu í
kross og sneri sér að tón-
listinni. Á nýrri plötu
hans er að finna slag-
arann Take on me, sem
fer vel í Norðmenn.
Heja Norge! Rúnar hefur
vakið verðskuldaða athygli
frænda vorra Norðmanna.
Brosir breitt Morten Harkert
úr AHA græðir á spilun Take
on Me í flutningi Rúnars.
➤ Þrítugur Akureyringur og tí-faldur íslandsmeistari.
➤ Hefur starfað sem dyravörð-ur, plötusnúður og trúbador.
➤ Heldur sérstaklega mikið uppá Elvis Presley.
RÚNAR FREYR
HEYRST HEFUR …
Eiríkur Hauksson er væntanlegur til landsins í vik-
unni og mun hafa í nógu að snúast í heimsókninni.
Eiríkur verður gestur Arnars Eggerts Thoroddsen í
útvarpsþættinum Metall!!! á Rás 2 á fimmtudags-
kvöld. Á föstudagskvöld verður hann svo gesta-
dómari í lokaþætti Bandsins hans Bubba. Eiríkur
miðlar án efa reynslu sinni til keppenda og gefur
jafnvel Bubba, Birni Jörundi og Villa góð ráð. afb
Hlustendaverðlaun FM957 verða haldin hátíðleg í
Háskólabíói 3. maí næstkomandi. Sprengjuhöllin,
Páll Óskar, Magni og Sálin hans Jóns míns eru
meðal tilnefndra, en leynd hvílir yfir hverjir koma
fram á hátíðinni, sem verður í beinni útsendingu á
Stöð 2. Samkvæmt heimildum 24 stunda er líklegt
að Merzedes Club, Sprengjuhöllin og Páll Óskar
komi fram, þótt ekkert hafi fengist staðfest. afb
Dr. Gunna hefur borist á fimmta hundrað ábend-
inga um okur á okursíðu sem hann heldur úti á
bloggi sínu. Gunni hefur skapað skrímsli þar sem
hann kvartar undan því að útvarpsmaður á Útvarpi
Sögu hafi aðeins viljað spjalla um okursíðuna í sér-
stökum bloggútvarpsþætti. Gunni sagði útvarps-
manninum að hann hefði verið með blogg í sjö ár,
en honum fannst okursíðan merkilegri. afb
„Mórallinn er fínn í hljómsveit-
inni. Þetta er bara körfubolti,“ seg-
ir Viðar Friðriksson, trommuleik-
ari hljómsveitarinnar Jan Mayen.
Viðar leiðir stuðningsmannahóp
ÍR í körfubolta. Liðið sló KR út úr
úrslitakeppninni fyrir skömmu, en
það kom sér illa fyrir Ágúst Boga-
son, útvarpsmann, gítarleikara
sveitarinnar og harðan KR-ing.
Viðar vísar því á bug að rígur sé í
hljómsveitinni eftir rimmuna og
skellir upp úr þegar blaðamaður
spyr hvort slagsmál hafi brotist út á
æfingu.
Stemning fyrir leik kvöldsins
ÍR mætir Keflavík í fjórða sinn í
kvöld. Með sigri kemst ÍR í úrslit
og mætir Snæfelli, sem vann
rimmuna á móti Grindavík 3-1.
Viðar segir stemninguna fyrir leik-
inn góða. „Ég er reyndar veikur
heima. Það tekur á að vera bulla í
nokkra daga,“ segir hann og bætir
við að hann muni gera sitt besta til
að komast á leikinn í Keflavík í
kvöld. „… Annars kemur maður í
manns stað.“
Stuðningsmannahópur ÍR kall-
ast Ghetto Hooligans, eða Gettó-
óeirðaseggir. „Það vilja allir meina
að við séum úr gettóinu þannig
það er eins gott að halda því á
lofti,“ segir Viðar, augljóslega stolt-
ur af rótum sínum í Breiðholti.
Hann segir hópinn stækka ört og
tengir það við gott gengi liðsins í
úrslitakeppninni. Viðar er bjart-
sýnn fyrir leikinn í kvöld. „ÍR tekur
þetta að sjálfsögðu. Við viljum ekki
að Suðurnesin taki bikarinn aftur.“
atli@24stundir.is
Trommari leiðir stuðningsmannahóp ÍR
Enginn skítamórall
í röðum Jan Mayen
Hvergi banginn Viðar reynir að mæta á
leikinn í kvöld þrátt fyrir veikindi í gær.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
6 1 3 9 2 4 8 7 5
7 4 2 5 8 3 6 9 1
8 5 9 6 7 1 2 3 4
5 6 1 7 4 8 9 2 3
2 3 7 1 6 9 5 4 8
4 9 8 2 3 5 7 1 6
9 7 4 3 5 6 1 8 2
1 8 6 4 9 2 3 5 7
3 2 5 8 1 7 4 6 9
Ég sagði honum að ef hann vildi gera eitt-
hvað viti gæti hann málað grindverkið.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Nei, bæði fyrir þá sem eru
djúpt sokknir og blautir
bakvið eyrun.
Er þetta bara fyrir þá sem eru á kafi í ljósmyndun?
Helgi Hafsteinsson kafari stendur fyrir neðansjáv-
arljósmyndasamkeppni hinn 16. og 17. maí næstkom-
andi í Grundarfirði. Nánari upplýsingar er að finna á
nsljosmyndasamkeppni.blog.is.
T.G.I. FRiDAYŚ
...snakkið er á leiðinni
www.snakk.is
...engu öðru líkt!