24 stundir


24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 64

24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 64
24stundir ? Það eru alvöru lífsgæði að búa í sam-félagi sem hjálpar fólki sem þarf á þvíað halda. Þegar við eldumst, veikjumst,missum vinnuna eða lendum í öðrumógöngum er gott að vita að manni errétt hjálparhönd í stað þess að snúið sévið manni bakinu. Þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa gefið sig út fyrir að hafa að leið- arljósi í sínu samfélagsmynstri og þótt bilið milli fátækra og ríkra hafi stór- aukist síðustu ár hafa allir samt setið við sama borð þegar eitthvað bjátar á, s.s. alvarleg veikindi. Þetta finnast mér vera alvöru lífsgæði og eitthvað sem vert er að halda í. Að búa í samfélagi þar sem hugsað er um náungann óháð efnahag og stöðu í samfélaginu er eitthvað svo fal- legt og það er í raun eitt af því fáa sem eftir stendur og gerir mann stoltan af því að koma frá Íslandi. Jafnvel þótt ákveðin stéttaskipting hafi orðið til hér á landi síðustu ár með auknum ójöfnuði hefur efnahagur og staða einstaklinganna í samfélaginu sem betur fer ekki skipt neinu þegar við veikjumst og mig hryllir við þeirri tilhugsun að svo kunni ekki að vera í framtíðinni. Að við stöndum jöfn frammi fyrir aðgengi að því sem við köllum sjálf- sögð mannréttindi er það sem gerir Ís- land, þrátt fyrir okurvexti og annan ójöfnuð, að frábærum stað til að búa á. Því ber okkur að ríghalda í þann jöfn- uð eins lengi og við lifum. Ísland er ágætt – þrátt fyrir allt Ágúst Bogason Vill halda í þann litla jöfnuð sem eftir er YFIR STRIKIÐ Ætlum við að verða Bandaríkin? 24 LÍFIÐ Með Slingbox-búnaðinum getur fólk horft á stöðvar sem það er áskrifandi að hvar sem er í heiminum. Með sjónvarpið í vasanum »56 Rúnar Rún sneri sér að tónlistinni. Á nýrri plötu hans er að finna slag- arann Take on me, sem fer vel í Norðmenn. Slær í gegn í Noregi með AHA-slagara »62 Eyþór og Arnar í Bandinu hans Bubba syngja til úrslita. Þeir lentu í fyrsta og öðru sæti í annarri keppni í fyrra. Berjast aftur um fyrsta sætið »58 ● Skrifað um vináttu Made- leine Ströje Wil- kens, sendiherra Svíþjóðar, veitti Jóhönnu Rut Óskarsdóttur í Grunnskóla Vest- mannaeyja verð- laun í ritunarsamkeppni nemenda er stunda nám í sænsku í 10. bekk. „Ég vann gjafabréf frá Iceland Ex- press,“ segir Jóhanna. „Ég ætla að nýta styrkinn til þess að fara til Gautaborgar og heimsækja for- eldra mína.“ Jóhanna skrifaði um vináttu: „Sannur vinur á að vera heiðarlegur, skemmtilegur og með mikið hugmyndaflug!“ ● Baráttu- söngvar Í tilefni af útgáfu norrænu „rauð-grænu“ söngbókarinnar Ska nya röster sjunga, sem í eru 116 norrænir bar- áttusöngvar, verð- ur í vikunni kynnt söngvadagskrá með þessari yfirskrift í Keflavík, á Akureyri og í Reykjavík. „Tilgang- urinn er að þjóðirnar læri hver af annarri og að opna Norð- urlandaþjóðunum aðgang að þess- um söngvum. Ég hef fundið fyrir miklum áhuga á bókinni eftir að hafa kynnt hana síðustu daga,“ segir Gunnar Guttormsson, vél- fræðingur og vísnasöngvari. ● Ekki lokaball „Ég er mjög hrærður og snort- inn og með tárin í augunum,“ segir söngvarinn Matt- hías Matthíasson aðspurður hvort Paparnir muni láta undan óskum aðdáenda og halda lokaball, en sveitin lagði upp laupana í febrúar. Sett hefur verið á laggirnar bloggsíða þar sem aðdá- endur sveitarinnar geta skráð sig á undirskriftalista fyrir lokaballinu. „Þetta er rosalega falleg hugsun og allt svoleiðis. En hætta ber leik er hæst stendur.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.is AVERY Spine support (Full XL 135x203) kr. 84.800 AVERY Spine support (Queen size 153x203) kr. 89.900 AVERY Spine support (King size 193x203) kr. 129.800 AVERY Spine support (Twin XL 97x203) kr. 68.900 AVERY Spine support (Cal King size 183x213) kr. 129.800 Öll heilsurúm frá King Koil eru með 3 til 5 svæðaskiptum stífleika, bæði í gormakerfi og bólstrun, til að veita fullkomna þrýstijöfnun og réttan stuðning við axlir og mjóbak. SVÆÐASKIPTUR STÍFLEIKI King Koil hefur framleitt hágæða rúm í Bandaríkjunum síðan árið 1898 og framleiðir í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottun frá FCER (Alþjóða rannsóknar- samtök kíropraktora) og Good housekeeping (stærstu neytendasamtök í Bandaríkjunum). RÝMINGARSALA AMERÍSKAR HEILSUDÝNUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI. Vegna nýrrar vörulínu frá King Koil Comfort solution verður rýmingarsala á öllum eldri gerðum næstu daga á gamla genginu með allt að 30% afslætti. Enn eru til svefnsófar og stillanleg rúm á gamla genginu. SÍÐUSTU DAGAR!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.