24 stundir - 26.04.2008, Síða 29

24 stundir - 26.04.2008, Síða 29
Á borgarstjórnarfundi Frá fundi ungmennaráða með borgarstjórn 24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 29 Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Morten Wetland er nýr fastafulltrúi Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var hér á landi í byrjun þess- arar viku og fundaði þá með Krist- ínu Árnadóttur, stjórnanda fram- boðs Íslands til öryggisráðsins, og öðrum embættismönnum í utan- ríkisráðuneytinu sem koma að framboðinu. Wetland er reyndur úr norskri pólitík og starfaði árum saman innan norska Verkamanna- flokksins. Wetland var í innsta hring þegar Noregur bauð sig fram og náði kjöri í öryggisráð Samein- uðu þjóðanna árið 2000. Hann stýrði jafnframt framboði Gro Harlem Brundtland til fram- kvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar 1997 til 1998 og þekkir því vel hvað þarf til í kosn- ingabaráttu eins og þeirri sem að Ísland stendur nú í. Vinna að kjöri Íslands Wetland segist telja að mögu- leikar Íslands á að ná kjöri séu góð- ir. „Ég tel að það sé full ástæða til bjartsýni en ég vil samt brýna fyrir fólki að því fer fjarri að kosning sé í höfn. Öll ríki í heiminum vilja fyrr eða síðar setjast í öryggisáðið og þið eruð að etja kappi við tvær öflugar þjóðir, Austurríki og Tyrkland sem er full alvara með framboð sitt.“ Wetland segir miklu máli skipta að framboð Íslands sé hluti af sam- starfi Norðurlandaþjóðanna um framboð til öryggisráðsins. „Fram- boð Íslands er því líka framboð Norðmanna, framboð Dana og hinna Norðurlandaþjóðanna og við vinnum því að kjöri Íslands eft- ir öllum leiðum en heitum ekki bara stuðningi okkar. Það er ástæða þess að ég er hér á landi. Ég er hér til að kynna mér stöðu fram- boðsins svo að ég sé vel heima í öll- um hlutum þegar ég tek við stöðu minni sem fastafulltrúi hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York í ágúst.“ Sameiginleg gildi Wetland segist telja að sameig- inleg framboð Norðurlandanna til öryggisráðsins og samvinna þeirra innan Sameinuðu þjóðanna sýni þá sterku taug sem ennþá sé á milli landanna. „Síðustu áratugina hafa norrænu ríkin aukið samvinnu sína og aðkomu að ýmsum alþjóð- legum stofnunum. Þetta kristallast í inngöngu Svía og Finna í Evrópu- sambandið og auknum samskipt- um við NATO. Samt sem áður má greina undirliggjandi samkennd milli Norðurlandaþjóðanna sem byggir á sameiginlegum gildum og sögu. Norðurlönd eru vel þekkt afl innan Sameinuðu þjóðanna og virt þar innanborðs. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland og Noreg þar sem þjóðirnar starfa ekki innan Evrópusambandsins. Norður- landaþjóðirnar geta komið fram sem mjög sterkt afl innan Samein- uðu þjóðanna og það er gleðilegt að sjá hversu gott samstarf þeirra hefur verið varðandi þetta fram- boð. Ýmsir hafa haldið því fram við mig að samstarf Norðurlanda- þjóðanna hafi orðið að víkja fyrir Evrópusamstarfi í Sameinuðu þjóðunum en það virðist mér alls ekki vera rétt.“ Íslendingar hafa sjálfstraust Wetland segir gleðilegt að Ísland skuli nú vera orðið hluti af sam- starfi Norðurlandaþjóðanna um framboð til öryggisráðsins. „Það má deila um það hvort Ísland hefði átt að taka fyrr þátt í þessu sam- starfi. Um það var rætt fyrir rúm- um tuttugu árum og hugsanlega hefði Ísland átt fullt erindi þá. Ís- lendingar hafa að mínu mati sjálfs- traust til að takast á við verkefni af þessu tagi óháð því hversu stórt landið er eða hversu fjölmenn þjóðin er. Í hnattrænum skilningi eru Íslendingar alls staðar. Svo dæmi sé tekið sá ég fyrir stuttu sjónvarpsauglýsingu heima í Nor- egi þar sem Glitnir var að auglýsa og það segir mér bara að Ísland er orðið hluti af og virkur þátttakandi í efnahagskerfi heimsins. Þess vegna tel ég að það sé mjög eðlilegt næsta skref að Ísland axli þá ábyrgð að sækjast eftir sæti í öryggis- ráðinu.“ Ísland á að miðla málum Wetland segist telja að Íslending- ar hafi mikið fram að færa í örygg- isráðinu. „Ísland hefur trúverðug- leika og saga landsins sýnir að Ísland getur haft mikilvægu hlut- verki að gegna við að miðla málum í deilum þjóða. Ísland er þjóð sem aldrei hefur farið með ófriði á hendur öðrum þjóðum og sem herlaus þjóð stafar ekki ógn af Ís- lendingum. Það verður mikilvæg- asta hlutverk Íslands að mínu mati, að geta miðlað málum. Ísland er líka smáríki sem hefur á skömmum tíma farið frá því að vera vanþróað ríki til þess að verða eitt af þeim ríkjum sem bjóða þegnum sínum upp á einna mestu lífsgæði í heim- inum. Í því felst von fyrir þróun- arríki sem að eru mörg hver í þeim sporum sem Ísland stóð í snemma á tuttugustu öldinni. Ísland getur orðið fyrirmynd annarra ríkja í því tilliti.“ Ísland getur orðið fyrirmynd  Fastafulltrúi Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Ísland geti orðið leiðandi afl í að miðla málum milli þjóða í öryggisráðinu ➤ Morten Wetland er fæddur1951 í Ósló. Hann hefur starf- að innan norsku stjórnsýsl- unnar með hléum frá árinu 1976. ➤ Wetland var skipaður fasta-fulltrúi Noregs hjá Samein- uðu þjóðunum í byrjun þessa árs. Hann tekur við stöðunni í ágúst. MORTEN WETLAND Fastafulltrúi Morten Wetland telur að Ís- land eigi góða mögu- leika á kosningu í ör- yggisráðið. 24stundir/Valdís Thor HUGMYNDIR SÍÐUSTU ÁRA ● Vatnsvélar í alla skóla. ● Fella niður heimavinnu í skólum um helgar. ● Lesblinda verði athuguð hjá öllum snemma í grunnskóla. ● Fjölbreyttara nám en bók- legt. ● Bætt aðstaða til snjó- brettaiðkunar. ● Afþreyingarhús fyrir 16 ára og eldri. ● Allir útivellir verði teknir í gegn. ● Strætisvagnaskýli verði upphituð. ● Að eyða fordómum gagn- vart samkynhneigðum og inn- flytjendum. ● Opnun félagsmiðstöðva á sumrin. ● Endurskoðun fram- kvæmdar einstaklingsmiðaðs náms og námsskrár grunn- skóla Reykjavíkur. ● Að minnka vægi sam- ræmdra prófa. ● Auka íþróttastarfsemi á Kjalarnesi og fá útifótbolta- völl. ● Beiðni um sundlaug í Foss- voginn. ● Forvarnir gegn spilafíkn ● Að stytta verði reist af Vigdísi Finnbogadóttur í Reykjavík. Indíana Ægisdóttir, Ungmennaráði Grafarvogs Indíana Ægis- dóttir lagði fram tillögu um breytt fyrirkomulag Vinnuskóla Reykjavíkur. „Ég vil aðallega fá fjöl- breyttari vinnu svo maður verði ekki í sömu beð- unum fyrir utan sama skólann allt sumarið,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að starfsmenn Vinnu- skólans hafi unnið með unglingum áður, það auðveldi samvinnu. „Svo viljum við hærri laun. Ég er viss um að ef launin myndu hækka bara um 10-25%, þó það væri kannski dýrt fyrir borgina, yrði borgin miklu fallegri,“ segir hún. „Fólk myndi vinna mun betur fyrir hærri laun og kjósa frekar að vinna í Vinnuskólanum heldur er í stórmörkuðum eins og unglingar sækjast í.“ Einar Karl Gunnarsson, ung- mennaráði Miðborgar og Hlíða „Það er ekki komið til móts við graffítílistamenn í Reykjavík,“ segir Einar Karl Gunn- arsson en hann mælti fyrir tillögu um bætta aðstöðu fyrir graffiti í borginni. Hann segir leyfisveggi í borginni draga úr því sem hann kallar tagg á öðrum stöðum. Leyfisveggirnir séu líka kjörnir fyrir þá sem eru að byrja og vantar stað til að æfa sig. Hann nefnir dæmi af Austurbæjarskóla þar sem leyfisvegg var lokað. „Nú er Austurbæjarskóli grár en í kring- um hann hefur orðið sprenging,“ segir Einar Karl. Hann segir núllstefnu borgar- innar ekki skila árangri: „Þú getur ekki sagt hópi fólks sem styður ein- hverja list að það megi þetta ekki og það eigi að fara,“ segir hann og bætir við: „Reykjavíkurborg hefur verið að eyða milljónum króna í að mála veggi, leyfisveggir væru miklu ódýrari.“ Einar Karl segir þetta dæmi um mál sem augljóslega ætti að bera undir ungmennaráðin í borginni enda starfi þar fólk sem hafi bæði vit og þekkingu á graffiti sem þeir sem eldri eru hafi ekki. „Það er algengur misskilningur að þetta sé eyðileggingarstefna, það er ekki rétt. Þetta er ákveðið list- form og það eru til listaverk sem eru ótrúlega flott og að geta toppað Monet á hverjum einasta degi,“ segir hann. Hildur Inga Sveinsdóttir, ungmennaráði Breiðholts „Lífsleikni- kennsla er ekki nógu góð og tím- inn ekki nógu vel nýttur,“ segir Hildur Inga Sveinsdóttir sem lagði fram tillögu um bætta lífsleiknikennslu í grunn- og framhaldsskólum. „Í grunnskólunum ætti hver skóli að hafa lífsleiknikennara sem hefði sérstaka menntun á þessu sviði. Þá þarf einnig að búa til ein- hverskonar námsefni. Ekki endi- lega námsefni þar sem allir krakk- arnir fá bækur og taka próf heldur frekar eins og leiðarvísi fyrir kenn- ara,“ segir hún og bætir við að námsefnið þurfi að vera skipulagð- ara og hnitmiðaðra. „Ef hægt er að koma grunn- fræðslunni inn í grunnskólanna er hægt að fara betur og ítarlegar í það í framhaldsskólum. Það er náttúrulega ekki skyldunám svo grunnkennslan þarf að fara fram í grunnskóla,“ segir Hildur Inga. Gunnar Ingi Magnússon, ungmennaráði Vesturbæjar „Ég flutti tillögu um aukið vægi ungmenna í stjórnkerfinu. Okkur finnst eins og borgarstjórn sé að hátta málunum vitlaust því við sitjum fundi með þeim og flytjum ýmis málefni en það er ekkert gert með þau. Okkar tillögur fá ekki sömu meðferð og tillögur frá venjulegum borgara,“ segir Gunn- ar Ingi Magnússon og bætir við: „Okkar kröfur eru þær að borgin skuldbindi sig og setji svarafrest á tillögurnar og svari okkur eins og öðrum.“ Hann segir mikla óánægju hafa ríkt í Reykjavíkurr- áðinu hvað þetta varðar. „Svo finnst okkur borgin vera að sýna vont fordæmi hvað varðar lýðræðisleg vinnubrögð. Þau eiga að vera fyrirmyndin í borginni og þau segjast ætla að standa við eitt- hvað og gera það ekki. Það kemur að því að okkar kynslóð þarf að stýra borginni og þetta er ekki gott að hafa í farteskinu,“ segir Gunnar. Hann segir að auðvitað séu þau þakklát fyrir margt: „Við viljum bara að málefni sem okkur varða séu borin undir okkur.“ „Mörg graffítíverk toppa Monet“ Unglingar vilja að málefni sem þá varðar sé borið undir þá

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.