24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 33
ATVINNA
LAUGARDAGUR 26. APRÍL
AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726
H
2
h
ö
n
n
u
n
Icebank er viðskiptabanki sem leggur áherslu á heildsölu-
og fjárfestingarbankastarfsemi fyrir sparisjóði, innlend sem
erlend fjármálafyrirtæki og aðra stærri aðila. Bankinn starfar
á sviði erlendra viðskipta, greiðslumiðlunar, fjárstýringar
og fjármögnunar í því skyni að veita afmörkuðum hópi
innlendra og erlendra viðskiptavina framúrskarandi þjónustu.
Með sérhæfingu að leiðarljósi byggir bankinn upp
samkeppnishæfa og arðsama starfsemi.
Framkvæmdastjóri fjárstýringar er einn af framkvæmdastjórum tekjusviða Icebank og heyrir
beint undir bankastjóra. Hann ber ábyrgð á greiningu markaðstækifæra og vöruþróun,
daglegri starfsemi sviðsins og þróun þess til skamms og langs tíma.
Fjárstýring hefur með höndum daglega lausafjárstýringu bankans, annast viðskipti á
millibankamarkaði, stýrir gjaldeyrisjöfnuði og annast gjaldeyrisviðskipti og lánsfjármögnun
bankans.
Vöru- og þjónustuþróun fer fram á afleiðuborði og mikil áhersla er lögð á hugmyndaauðgi
og nýsköpun. Þá ber framkvæmdastjóri ábyrgð á gjaldeyris- og afleiðumiðlun bankans og
sölusókn þeirrar einingar.
Framkvæmdastjóri fjárstýringar
Við leitum að leiðtoga, konu eða karli sem er mjög fær í samskiptum og hefur þekkingu og
reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. Árangursvitund, frumkvæði og geta
til að leiða hóp eru eiginleikar sem við metum mikils.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Agnar Hansson bankastjóri í síma 540-4000 eða tölvupósti,
agnar@icebank.is.
Umsóknir sendist til Ernu Arnardóttur, mannauðsstjóra Icebank, erna@icebank.is. Umsóknarfrestur
er til 5. maí 2008. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Icebank leitar að reyndum stjórnanda úr fjármálageiranum með brennandi áhuga á fjármála-
markaði til að ganga til liðs við og stýra fjárstýringu bankans. Um er að ræða starf sem
reynir á frumkvæði, áræði og snerpu þess sem velst til starfsins enda eru verkefnin mörg
og krefjandi.
Firma specjalizuj·ca si· w
systemach ch·odzenia
poszukuje elektryka,
mechanika lub hydraulika do
pracy przy monta·u sprz·tu
do ch·odzenia oraz
klimatyzacji. Konieczna
znajomo·· j. angielskiego.
Informacje udzielane s· pod
nr. 8675490.
DRAUMASTARFIÐ
Nafn:
Lovísa Hallgrímsdóttir.
Starf:
Við hjónin eigum og rekum leikskólann Regnbogann í Ártúns-
holtinu og ég er jafnframt skólastjóri hans.
Ertu í draumastarfinu?
Já, svo sannarlega og hef verið allar götur síðan ég útskrifaðist
úr gamla Fósturskólanum.
Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítil?
Ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur.
Hvað felur starfið í sér?
Faglega starfið, sem er stærsti þáttur starfs míns, er hug-
myndavinna með kennurum skólans. Í því felst meðal annars
að skapa ljúfan, rannsakandi og metnaðarfullan skóla sem
við viljum að leiði til þess að börnin verði sterkir sjálfstæðir
einstaklingar og miklir frumkvöðlar, hvert á sínu
sviði.
Hvaða áhugamál stundar þú utan vinnutíma?
Þetta árið er ég forseti Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar ásamt því
að vera í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla og Samtaka Reggio-
skóla á Íslandi.
Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu?
Já, við gerum ýmislegt saman en reynum þó að hafa það
allt í hófi. Stundum gerum við eitthvað óvænt sem skemmti-
nefndin undirbýr eða förum í leikhús. Við höfum farið í keilu,
haldið þematengd partí, farið saman í sumargöngu og margt
fleira.
Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í
framtíðinni?
Nei.
Hver er skemmtilegasti hluti starfsins?
Samskipti við allt fólkið og ekki síst börnin. Börn eru afar
merkilegt fólk.
Börn eru merkilegt fólk