24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir HEYRNARÞJÓNUSTA                !" #$#% &'()*(+,-.)/*( &'()*(0&()1 &'()*(2,. (3/456 )  7  888%#% 9 2       !" Dot er góður punktur fyrir þá sem vilja heyra vel. Þessi punktur er agnarsmátt heyrnartæki sem með nýjustu tölvutækni bætir við heyrnina þeirri tíðni sem notandinn hefur tapað. Hringdu og láttu okkur fræða þig meira um þessa undraverðu tækni. Heimsins minnstu heyrnartæki koma frá ReSound . . . . . . . . . . . ÓB RE YT T VER Ð! Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Í prófuninni með bóluefnið Neu- Vax, sem verkar gegn brjóstakrabba- meini þar sem próteinið Her2neu finnst í einhverju magni í frumun- um, kom fram að færri dauðsföll urðu í hópi þeirra sem efnið fengu en í viðmiðunarhópnum. Bóluefnið virtist líka draga úr líkum þess að meinið kæmi aftur, en þau áhrif voru ekki tölfræðilega marktæk. Lítill rannsóknarhópur Linda Benavides, einn rannsak- enda, bendir á að þótt þessi áhrif hafi ekki verið tölfræðilega marktæk sé ekki loku fyrir það skotið að bóluefnið virki. Bendir hún á að rannsóknarhóp- urinn hafi verið fremur lítill en þátt- takendur voru 163 konur. Af þeim fengu 92 bóluefnið en 71 fengu það ekki og voru í hlutverki viðmiðun- arhóps. Í næstu prófun, sem hefst í haust, verða yfir 700 þátttakendur um all- an heim og því margfalt meiri líkur á að tölfræðilega marktæk áhrif greinist. Verkar á hættulegustu gerð Bóluefnið kennir ónæmiskerfinu að þekkja próteinið Her2neu sem greinist í 75% tilfella brjóstakrabba- meina. Það greinist í miklu magni í um 25% tilfella brjóstakrabba- meina, sem eru hættulegustu mein- in. „Í slíkum tilfellum er mest hætta á endurkomu meinsins og dauðs- falli,“ segir Benavides. Af þeim hópi sem mikið hafði af próteininu í krabbameinsfrumum létust þrefalt færri í þeim hópi sem bóluefnið fékk en í viðmiðunar- hópnum, eða 3% á móti 9%. Verkaði bóluefnið sérstaklega vel á þau tilfelli þar sem lítið eða með- almikið greindist af próteininu, þvert á væntingar, því 7% slíkra til- fella í viðmiðunarhópnum létust meðan á 30 mánaða tilrauninni stóð, en enginn í hinum hópnum. Notkunin gæti orðið almenn Þó bóluefnið NeuVax sé ætlað til þess að draga úr endurkomu brjóstakrabbameins, útiloka rann- sakendur ekki að notkun þess verði almennari. „Á endanum vonumst við til að geta prófað lyfið á konum sem eru í miklum áhættuhópi en þær próf- anir eru erfiðari í framkvæmd en prófanir á krabbameinssjúklingum. Við þurfum að tryggja að lyfið virki áður en við hefjum slíkar prófanir,“ segir George Peoples, stjórnandi rannsóknarinnar, í samtali við 24stundir. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Brjóstakrabbamein Herjar á 10% kvenna á vesturlöndum. ➤ Gengur undir heitunum Neu-Vax og E75.Á að vera ódýrt fyrir sjúklinga enda einfalt að gerð, að sögn rannsakenda. ➤ Einkaleyfi er í höndum Apt-hera Inc., líftæknifyrirtækis í Scottsdale, Arizona. ➤ Eina aukaverkunin semgreinst hefur er væg flensu- einkenni daginn sem spraut- að er. BÓLUEFNIÐ  Margfalt færri dauðsföll voru hjá þeim sem fengu bóluefnið  Ekki útilokað að notkun bóluefnisins verði almenn Dregur úr dauðsföllum „Fóðrið verður fullkomlega samkeppnishæft varðandi verð og gæði,“ segir dr. Þor- leifur Ágústsson lífeðlisfræð- ingur og einn hugmynda- smiða að stofnun fyrirtækisins Murrs ehf., kattafóðurverksmiðju sem bú- ið er að stofna á Súðavík. Skapar verksmiðjan á bilinu 3-5 störf og áætlað er að fram- leiðsla hefjist í júní. Verður fóðrið unnið úr hráefni frá Norðlenska sláturhúsinu og væntanlega selt í verslunum Bónuss. „Við byrjum á blautfóðri fyrir ketti en við erum með fleiri hugmyndir, m.a. línu fyrir hunda, sem gætu komið í framhaldi,“ segir Þorleifur. þkþ Nýtt fyrirtæki í Súðavík Kattafóður úr gæðahráefni Íslendingurinn sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar í Færeyj- um fyrir þátt sinn í fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við skútuna Pólstjörnuna hefur í samráði við lögmann sinn ákveðið að áfrýja ekki dómnum. Ola Jákup Kristóf- fersen lögmaður Birgis Páls Mar- teinssonar sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að Birgir Páll vildi ekki taka þá áhættu að dómurinn yrði þyngdur upp í þau 10 ár sem ákæruvaldið fór fram á og sömuleiðis vildi hann ekki hætta á að vera vistaður áfram í Færeyjum eða jafnvel Danmörku á meðan áfrýjunin væri tekin fyrir. „Það gæti tekið allt frá hálfu og upp í heilt ár,“ sagði Kristóffersen. Hann bætti því við að ákæruvaldið hefði frest til miðnættis í kvöld til að áfrýja dómnum en hann sagðist ekkert hafa heyrt hvort slíkt stæði til eður ei. mbl.is Pólstjörnumálið í Færeyjum Íslendingurinn áfrýjar ekki dómi Tuttugu neyðarkerrur sem nokkur slökkvilið á landsbyggðinni fengu afhentar í nóvember sl. eru veikbyggðar og standast ekki þær kröfur sem eðlilegt er að gera til þeirra. Þetta segir Kristján Einars- son, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Kerrur þessar eru hengdar aftan á slökkviliðsbíla og eru af tveimur gerðum; önnur inniheldur reyk- köfunarbúnað en hin búnað til að nota þegar eiturefnaslys verða. Kerrurnar allt of fáar „Á Suðurlandi öllu erum við með þrjár kerrur; eina í Vest- mannaeyjum, og tvær á Hvols- velli,“ segir Kristján. „Þessar kerrur eru ætlaðar fyrir slökkviliðin frá Þorlákshöfn og austur að Klaustri. Það er allt of stórt svæði fyrir að- eins þrjár kerrur.“ Þegar varnir gegn eiturefnaslys- um voru færðar frá ríki til sveitar- félaga fyrir tæpum tveimur árum, voru 100 milljónir færðar til sveit- arfélaga vegna málaflokksins. Þar af var ákveðið að 65 milljónir skyldi nota í kaup á umræddum vögnum, og haldið útboð á vegum Ríkiskaupa. Að sögn Björns Karlssonar brunamálastjóra var ákveðið að leggja mestan hluta peningsins í búnað kerranna frekar en kerrurn- ar sjálfar. Varð niðurstaðan sú að tilboði var tekið um kerrur sem kostuðu 590 þúsund og búnað sem kostaði um eina og hálfa milljón með hverjum vagni. „Það hefði verið hægt að taka til- boði með dýrari og sterkari kerr- um. En þá hefðum við bara fengið færri kerrrur. Auðvitað hefði ég kosið að settur yrði meiri peningur í þennan málaflokk,“ segir Björn. hlynur@24stundir.is Segir neyðarkerrur ekki standast kröfur Vondar brunakerrur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.