24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
Þótt enginn sé ég aðdáandi rík-
islögreglustjórans, þá ber ég fulla
og óskoraða virðingu fyrir hinni al-
mennu lögreglu og leita hiklaust til
hennar þegar ég þarf á að halda.
Þeim mun dapurlegra fannst
mér að horfa upp á framgöngu lög-
reglumanna við Rauðavatn í fyrra-
dag. Þar gerði lögreglan afar
hryggileg mistök með hörkulegri
framgöngu sem var ekki í neinu
samræmi við tilefnið, hin víðfrægu
mótmæli vörubílstjóra.
Þetta segi ég alveg burtséð frá því
hvaða skoðun ég hef á mótmælum
bílstjóranna. Vissulega er ýmislegt
óljóst í því hvað fyrir þeim vakir, og
vissulega má gagnrýna eitt og ann-
að sem þeir hafa sagt og gert.
Þegar málið snýst um það
hvernig lögreglumenn beita valdi
sínu gagnvart almennum borgur-
um, þá kemur það bara málinu
akkúrat ekkert við.
Dómgreindarleysi
Í fyrsta lagi: Ef það var markmið
aðgerða lögreglunnar að opna veg-
inn meðfram Rauðavatni og koma
umferð í eðlilegt horf, þá er ljóst að
það mistókst – og mistókst gjör-
samlega.
Telja verður öruggt að vegurinn
var lokaður miklu lengur beinlínis
vegna aðgerða lögreglunnar en
annars hefði orðið.
Og ef það er rétt sem bílstjórar
halda fram (og ég hef ekki orðið
var við að lögreglan hafi treyst sér
til að mótmæla því) að handtökur
og aðrar aðgerðir lögreglunnar hafi
hafist rétt í þann mund að bílstjór-
arnir ætluðu seint og um síðir að
byrja að fjarlægja bíla sína, þá verð-
ur enn augljósara hve misráðnar
þessar aðgerðir lögreglunnar voru.
Hafi lögreglan viljað handtaka
fyrr eða síðar bílstjóra sem hún
taldi seka um ólöglegar aðgerðir,
þá var þetta ekki tímapunkturinn
til þess.
Og bar vott um dómgreindar-
leysi að láta einmitt þá til skarar
skríða.
Rauð dula
Í öðru lagi: Viðbúnaður lögregl-
unnar með hjálma sína, óeirða-
skildi, reiddar kylfur og táragas-
brúsa var ekki í neinu samræmi við
framgöngu bílstjóra fram að þessu.
Víst höfðu bílstjórar brotið um-
ferðarlög trekk í trekk, að dómi
lögreglunnar, og þeir höfðu þumb-
ast við að framfylgja skipunum
lögreglunnar dagana á undan.
En alltaf gert það á endanum og
aldrei verið með neina tilburði til
ofbeldis.
Að veifa þessum viðbúnaði
framan í bílstjóra var því eins og að
vingsa rauðri dulu framan í naut.
Það bar líka vott um dóm-
greindarleysi.
„Gas, gas!!“
Í þriðja lagi: Rétt var það hjá
Herði Jóhannessyni, yfirmanni í
lögreglunni í Kastljósi, að mynda-
tökur af lögreglu handtaka fólk
með valdi líta aldrei vel út. Og mið-
að við myndir sem við höfum séð
af óeirðalögreglu í útlöndum þar
sem hún lumbrar á mótmælendum
af ýmsu tilefni, þá var þetta nú ekk-
ert svakalegt.
En samt; lögreglumennirnir sem
gengu fram öskrandi: „Gas, gas!!“
og sprautuðu meira og minna af
handahófi í átt að mannfjölda sem
virtist svo sem ekki aðhafast neitt
sérstakt – hvað voru þessir tveir
menn eiginlega að gera?
Töffaraskapur
Í fjórða lagi: Orð sem einhver yf-
irmaður lögregluaðgerðanna lét
falla í viðtali við Láru Ómarsdóttur
áður en hamagangurinn hófst, þau
hljómuðu takk fyrir ekki mjög vel.
Lára sagði eitthvað á þá leið að
lögreglan hefði verið gagnrýnd fyr-
ir að hafa tekið mun harðar á mót-
mælum Saving Iceland á sínum
tíma heldur en mótmælum bíl-
stjóra nú og hann sagði (nánast
orðrétt): „Bíddu aðeins með þenn-
an formála, því eftir nokkrar mín-
útur færðu að sjá þegar við látum
verkin tala.“
Svo leið nú víst heillangur tími
þangað til handtökur hófust, en
látum það liggja milli hluta – það
sem hér skiptir máli er að þessi orð
lögreglumannsins voru til vitnis
um töffaraskap.
Það sem fólst í orðunum var:
„Sjáðu bara rétt bráðum hvernig
við munum taka þá!“
Og á viðkvæmum stundum í
samskiptum borgaranna við lög-
reglu (jafnvel þótt borgararnir í
þessu tilfelli kunni að vera dálítið
þreytandi bílstjórar), þá vil ég ekki
að stjórnendur lögregluaðgerða láti
stjórnast af töffaraskap.
Margoft meðan ég fylgdist með
þessu, þá hugsaði ég: „Þetta hefði
nú Sæmi rokk getað leyst þannig
að allir skildu sáttir.“
Bara með því að taka nokkur
dansspor.
Ekki rétta tilefnið
Ég styð það eindregið að lögregl-
an á Íslandi sé í stakk búin til að
grípa til nauðsynlegra og jafnvel
mjög afgerandi aðgerða þegar
brýna nauðsyn ber til. En mér
fannst þetta ekki vera það tilefni.
Og ég hugsaði með mér: Hafa
þessir menn eitthvað að gera við
Taserbyssur og sprautubíla?
Myndu þeir ekki bara nota þetta
hvort tveggja á bílstjórana?
Þessu beini ég í allri vinsemd
fyrst og fremst til lögreglumanna
sjálfra. Vekið ekki andúð almennra
borgara með töffaraskap og ýkju-
kenndum viðbrögðum þegar hægt
hefði verið að leysa málið með
hægð.
Og sóma, fyrir alla aðila. Því
miður hafði enginn sóma af þessu
tuski upp við Rauðhóla.
Enginn sómi
aIllugi Jökulsson skrifar um lög-regluaðgerðir
Og ég hugsaði
með mér:
Hafa þessir
menn eitt-
hvað að gera
við Taser-
byssur og
sprautubíla? Myndu þeir
ekki bara notað þetta
hvort tveggja á bílstjór-
ana?
Lögregluaðgerðir Því miður
hafði enginn sóma af þessu
tuski upp við Rauðhóla.
24stundir/Júlíus
Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn vinsælasta áfanga-
stað Costa Brava strandarinnar við Barcelona, Lloret de Mar.
11 nátta ferð með fullu fæði á hreint ótrúlegum kjörum. Hótel
með góðri aðstöðu, garði, sundlaug og veitingastað. Stutt í
golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér góðan sumarauka á Lloret
de Mar á frábærum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Lloret de Mar
12. maí
frá kr. 59.990
Mjög takmarkað magn - bókaðu strax!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Ótrúlegt tilboð
***
11 nætur m/fullu fæði
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 59.990
með fullu fæði
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli með fullu fæði á Xaine Park *** í
11 nætur, 12. maí. Aukagjald fyrir einbýli
kr. 20.000.