24 stundir - 26.04.2008, Síða 44

24 stundir - 26.04.2008, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir þyngri fyrir þann sem er léttlyndur en þann sem er það ekki. Höggið verður ekki eins fast og snöggt fyrir þann sem er yfirleitt alvörugefinn. Ég held að það sé mikið til í því.“ Fannstu einhvern tíma fyrir for- dómum annarra gagnvart þung- lyndi þínu og finnurðu fyrir þeim núna? „Fordómarnir eru enn til en eru mun minni en þeir voru. Eftir að Lífróður kom út var Stína, konan mín, oft spurð hvernig mér liði. Þá lækkaði fólk röddina og hvíslaði að henni: Hvernig hefur hann Árni það? Í þessu felast dálitlir fordóm- ar, eða kannski bara miklir for- dómar. Af hverju gat fólk ekki spurt beint út, án þess að hvísla? Ég fann líka sjálfur að það var eins og sumir þyrðu ekki að tala við mig.“ Samviskusamur leikari Þú ert orðinn 84 ára gamall. Hvernig er ellin? „Ellin er alveg prýðilegt fyrirbæri ef allt annað er gott í kringum mann. Einna mikilvægast er að vera við góða heilsu. Mér hefur lið- ið best á ævinni milli sextugs og áttræðs. Ég held að sumir þyngi sér ellina með því að kvíða fyrir dauð- anum. Þegar ég segi að ég kvíði ekki dauðanum þá veit ég að ég er að tala digurbarkalega því ég er ekki á banabeði. Ég veit náttúrlega ekkert um það hvernig ég mun taka því að horfast í augu við dauðann.“ Trúrðu á Guð og líf eftir dauð- ann? „Ég trúi alveg örugglega á Guð. Ég hugsa mér Guð sem andlegt afl í alheimsgeimi og afl sem býr innra í manninum. Ég hef hins vegar ekki enn gert það upp við mig hvort ég trúi því að maðurinn eigi líf eftir Þú hefur lifað langa ævi. Finnst þér þú hafa nýtt tímann vel? „Það er erfitt að svara þessu. Ég hef verið leikari í sextíu ár og var í því starfi frá morgni til kvölds. Ef þú spyrð mig hvort ég hafi nýtt tíma minn í leikhúsinu vel þá finnst mér að ég hafi gert það. Ég lagði mig allan fram. Ég var ekki haldinn fullkomnunaráráttu en ég var samviskusamur leikari. Að þessu leyti er ég ánægður. En þegar kemur að einkalífinu þá hef ég sennilega farið nokkuð illa með tímann. Ég geri ráð fyrir að ég hafi verið nokkuð eigingjarn. Mér finnst að ég hefði átt að vera meira með börnunum mínum, og þá til- finningu er ég viss um að margir foreldrar þekkja. Mér finnst sjálf- um að ég hafi verið þokkalegur pabbi en ég sinnti börnunum ekki eins og ég hefði átt að gera. En ég var í starfi sem gerir að verkum að það er erfitt að vera mikið með fjölskyldunni.“ Eftirminnileg svipbrigði Hvað hefur leikarastarfið gefið þér? „Leikarastarfið er gefandi starf. Að fá stórkostlegar viðtökur á sviði skapar tilfinningu sem ekki er hægt að lýsa. Það hafa verið margar slík- ar stundir á ferli mínum. Það merkilega er að ég kvaldist ekki mikið þegar ég fékk slæma gagn- rýni vegna þess að ég fann iðulega að gagnrýnandinn var að segja satt. Ég hef líka fengið hól gagnrýnenda fyrir framistöðu sem ég hefði átt að vera rassskelltur fyrir. En þeir um það.“ Hver er fallegasta leikhúsreynsla þín varðandi viðtökur? „Ég gæti nefnt mörg dæmi. En eitt af því elskulegasta sem ég hef nokkurn tíma orðið fyrir voru við- brögð áhorfanda mörgum árum eftir sýningu. Ég lék eitt sinn lög- regluþjón í leikriti sem heitir Systir Ragnar Axelsson Hjónabandið „Það hefur alltaf ríkt traust á milli okkar, sem er einmitt það mikilvægasta í hjónabandi.“ a Það merkilega er að ég kvaldist ekki mikið þeg- ar ég fékk slæma gagn- rýni vegna þess að ég fann iðulega að gagnrýn- andinn var að segja satt. a Þegar ég var í þessum ham þá skipti engu hvort verið væri að hæla mér eða skamma mig, það snerti mig ekki því ég var í eigin heimi, ann- að hvort hátt uppi eða langt niðri. Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is DIPLÓMANÁM VIÐ KENNSLUFRÆÐI OG LÝÐHEILSUDEILD HR DIPLÓMANÁM Í STÆRÐFRÆÐI Um er að ræða 15 eininga nám sem er öllum opið, en er sérstaklega ætlað starfandi kennurum í grunn- og framhaldsskólum sem vilja efla þekkingu sína og færni í stærðfræðinni. Kennt er frá 16:20 - 18:50 tvisvar í viku í tvær annir. Einnig verður boðið upp á fjarnám með staðbundnum lotum ef næg þátttaka fæst. DIPLÓMANÁM Í KENNSLUFRÆÐI Námið er 30 eininga diplómanám sem veitir kennsluréttindi í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla. Námið er ætlað þeim sem hafa lokið að minnsta kosti BA- eða BSc-námi. Nemendur sem hafa lokið meistaranámi taka 15 einingar í stað 30 til að öðlast kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Flest námskeið eru kennd 3-4 sinnum í viku frá kl.16:20 – 18:50 virka daga. dauðann og verði þá að betri manni eða verri eftir því hvernig hann hagaði lífi sínu hér á jörðinni. Ég afskrifa samt ekki að þannig geti það verið.“ María þar sem Helga Bachmann lék aðalhlutverkið. Persónan sem ég lék sagði ekki mikið en ég notaði mikið svipbrigði til að sýna samúð með konunni. Rúmlega tuttugu ár- um seinna stöðvaði maður mig á götu á Akureyri og sagðist vilja þakka mér fyrir augnatillitið mitt. „Augnatillit? Þekkjumst við eitt- hvað?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði hann. „Við höfum aldrei talað saman fyrr. En ég sá þig leika í Syst- ur Maríu og eftir allan þennan tíma hef ég ekki gleymt augnatil- itinu sem þú sendir þessari konu. Það var svo greinilegt að þú fannst mjög til með henni.“ Þetta finnst mér stórkostlegt, að hafa getað sýnt svipbrigði sem leik- húsgestur tók svo eftir að hann mundi það enn rúmlega tveimur áratugum síðar. Þetta eru einhver fallegustu viðbrögð sem ég hef fengið á leikferli mínum.“ Þú hefur leikið mikið fyrir börn. Er meira krefjandi að leika fyrir börn en fullorðna? „Það er mjög gefandi að leika fyrir börn en um leið vandasamt. Það fylgir því afskaplega ljúf til- finning þegar manni tekst að ná til þeirra. En ef manni mistekst þá fara þau að tala saman meðan full- orðna fólkið þegir ef því líkar ekki það sem það sér á sviði. Ég man eftir einni afar skemmti- legri uppákomu í Dýrunum í Hálsaskógi. Ég lék Lilla klifurmús og Bessi Bjarnason var í hlutverki Mikka refs. Rebbi var á eftir mér og ætlaði að éta mig. Þá festist skott hans skyndilega í tré sem var á sviðinu og slitnaði af. Bessi sneri sér örsnöggt við, tók upp skottið og hélt svo áfram að hlaupa á eftir mér. Hann var alveg að ná mér og við vorum komnir fram á brún leiksviðsins. Strákur á fyrsta bekk, kannski átta ára gamall, stóð upp, breiddi út faðminn og kallaði til mín: Lilli minn, komdu, ég skal passa þig. Þá fékk ég tár í augun. Það eru svona augnablik sem full- komna starf leikarans.“ Ætlarðu að halda áfram að leika? „Já, það vil ég gjarnan. Það tekur mig reyndar lengri tíma en áður að læra hlutverk vegna þess að minnið er aðeins farið að gefa sig. Áhugi minn er sá sami og áður og hvernig á annað að vera? Leiklistin hefur verið líf mitt.“

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.