24 stundir - 26.04.2008, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
ÁSTANDHEIMSINS
frettir@24stundir.is a
Atkvæði fólksins hefur áhrif. Þjóðin veit vel hvernig hún á
að hegða sér og hvað hún á að velja. Ákvarðanir þjóð-
arinnar hafa mikil og góð áhrif á að ákvarða örlög landsins.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Íranar kusu í gær í seinni umferð
þingkosninga. Búist er við að
íhaldssamari þingmenn muni
halda velli, þar sem flestum um-
bótasinnum var meinað að bjóða
sig fram.
Í þessari umferð var kosið um 82
af 290 þingsætum. Þetta eru þau
sæti þar sem enginn frambjóð-
andi náði þeim 25% atkvæða sem
þarf til að komast á þing.
Stuðningsmenn forsetans Ah-
madinejads hrepptu 90 af þeim
132 þingsætum sem féllu í hlut
íhaldsmanna í fyrri umferð kosn-
inganna sem fram fór þann 14.
mars. Umbótasinnar hlutu þá 31
sæti og óháðir frambjóðendur 39
sæti.
Helsta baráttumál frambjóðenda
hefur verið bætt efnahagsástand.
Verðbólga er tæp 18% á árs-
grundvelli og atvinnuleysi tölu-
vert. Stjórn Ahmadinejads hefur
legið undir ámæli fyrir efnahags-
stjórn sína. andresingi@24stundir.is
Seinni um-
ferð kosn-
inga í Íran
NordicPhotos/AFPKlerkur kýs Íranskur klerkur kýs í höfuðborginni Teheran í seinni umferð þingkosninga í gær.
Vatnsker verða til Indverjinn Ramesh Kumar býr til leirker sem geta haldið drykkjar-
vatni svölu í sumarhitunum sem framundan eru.
Meindýravarnir Sveitarstjórnin í Santa Monica í Kaliforníu hefur gripið til þess ráðs
að blanda getnaðarvarnarlyfjum í íkornamat til að koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér.
Belgar kveðja Hermaður á vegum Sameinuðu þjóðanna fylgist með þyrlu belgíska
utanríkisráðherrans Karel De Gucht taka á loft eftir fund í Austur-Kongó.
Skráðu þig núna
Kynntu þér námið á www.simennthr.is
LÖGGILTUR VERÐBRÉFAMIÐLARI
TVEGGJA ANNA NÁM TIL PRÓFS Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM
Símennt Háskólans í Reykjavík hefur boðið upp á nám til undirbúnings fyrir próf í
verðbréfaviðskiptum frá árinu 2002 og leggur metnað sinn í að bjóða nemendum ávallt
upp á bestu kennarana og framúrskarandi aðstöðu.
Námið er ætlað þeim sem vilja undirbúa sig undir próf til löggildingar í verðbréfamiðlun.
Um er að ræða réttindanám sem skiptist í þrjá hluta skv. reglugerð um próf í
verðbréfaviðskiptum nr. 633/2003.
Skráning er hafin í alla hluta fyrir veturinn 2008–2009.
Námið skiptist í eftirfarandi hluta:
I. hluti - Lögfræði (60 klst.)
Grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði.
II. hluti - Viðskiptafræði (60 klst.)
Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningur, tímavirði fjármagns, fjármagns-
kostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greining ársreikninga.
III. hluti - Fjármagnsmarkaður (80 klst.)
Lög og reglur á fjármagnsmarkaði, markaðsviðskipti, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa
og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl.
Hverjum hluta lýkur með prófum en prófgjöld eru ekki innifalin í verði námskeiðs.
Námið hefst 10. september nk. og því lýkur í apríl 2009. Skráningarfrestur til 15. ágúst.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Frekari upplýsingar veitir:
Elísabet I. Þorvaldsdóttir
Sími: 599 6200
elisabetth@ru.is
www.simennthr.is
2008–2009
>
>
>
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
7
9
2