24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Atkvæði fólksins hefur áhrif. Þjóðin veit vel hvernig hún á að hegða sér og hvað hún á að velja. Ákvarðanir þjóð- arinnar hafa mikil og góð áhrif á að ákvarða örlög landsins. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. Íranar kusu í gær í seinni umferð þingkosninga. Búist er við að íhaldssamari þingmenn muni halda velli, þar sem flestum um- bótasinnum var meinað að bjóða sig fram. Í þessari umferð var kosið um 82 af 290 þingsætum. Þetta eru þau sæti þar sem enginn frambjóð- andi náði þeim 25% atkvæða sem þarf til að komast á þing. Stuðningsmenn forsetans Ah- madinejads hrepptu 90 af þeim 132 þingsætum sem féllu í hlut íhaldsmanna í fyrri umferð kosn- inganna sem fram fór þann 14. mars. Umbótasinnar hlutu þá 31 sæti og óháðir frambjóðendur 39 sæti. Helsta baráttumál frambjóðenda hefur verið bætt efnahagsástand. Verðbólga er tæp 18% á árs- grundvelli og atvinnuleysi tölu- vert. Stjórn Ahmadinejads hefur legið undir ámæli fyrir efnahags- stjórn sína. andresingi@24stundir.is Seinni um- ferð kosn- inga í Íran NordicPhotos/AFPKlerkur kýs Íranskur klerkur kýs í höfuðborginni Teheran í seinni umferð þingkosninga í gær. Vatnsker verða til Indverjinn Ramesh Kumar býr til leirker sem geta haldið drykkjar- vatni svölu í sumarhitunum sem framundan eru. Meindýravarnir Sveitarstjórnin í Santa Monica í Kaliforníu hefur gripið til þess ráðs að blanda getnaðarvarnarlyfjum í íkornamat til að koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér. Belgar kveðja Hermaður á vegum Sameinuðu þjóðanna fylgist með þyrlu belgíska utanríkisráðherrans Karel De Gucht taka á loft eftir fund í Austur-Kongó. Skráðu þig núna Kynntu þér námið á www.simennthr.is LÖGGILTUR VERÐBRÉFAMIÐLARI TVEGGJA ANNA NÁM TIL PRÓFS Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM Símennt Háskólans í Reykjavík hefur boðið upp á nám til undirbúnings fyrir próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2002 og leggur metnað sinn í að bjóða nemendum ávallt upp á bestu kennarana og framúrskarandi aðstöðu. Námið er ætlað þeim sem vilja undirbúa sig undir próf til löggildingar í verðbréfamiðlun. Um er að ræða réttindanám sem skiptist í þrjá hluta skv. reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum nr. 633/2003. Skráning er hafin í alla hluta fyrir veturinn 2008–2009. Námið skiptist í eftirfarandi hluta: I. hluti - Lögfræði (60 klst.) Grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði. II. hluti - Viðskiptafræði (60 klst.) Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningur, tímavirði fjármagns, fjármagns- kostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greining ársreikninga. III. hluti - Fjármagnsmarkaður (80 klst.) Lög og reglur á fjármagnsmarkaði, markaðsviðskipti, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl. Hverjum hluta lýkur með prófum en prófgjöld eru ekki innifalin í verði námskeiðs. Námið hefst 10. september nk. og því lýkur í apríl 2009. Skráningarfrestur til 15. ágúst. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Frekari upplýsingar veitir: Elísabet I. Þorvaldsdóttir Sími: 599 6200 elisabetth@ru.is www.simennthr.is 2008–2009 > > > H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 7 9 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.