24 stundir - 26.04.2008, Síða 43

24 stundir - 26.04.2008, Síða 43
24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 43 F yrr í þessum mánuði birt- ist í Morgunblaðinu stutt grein eftir Árna Tryggva- son leikara, Örfá orð um stórmál. Þar gagnrýndi Árni aðbúnað starfsfólks og sjúk- linga á geðdeild Landspítalans en Árni dvaldi þar í nokkra daga vegna þunglyndis. Árni átti á árum áður við þunglyndi að stríða eins og lýst er í æviminningum hans Lífróðri, en hafði ekki fundið fyrir því í langan tíma þegar hann lagð- ist inn á geðdeild í febrúarmánuði á þessu ári. Ofbauð aðstæður „Frá 1991 fann ég ekki fyrir þunglyndi. Svo helltist það skyndi- lega yfir mig í byrjun þessa árs þeg- ar ég fór norður til Akureyrar og lék þar í fyrstu sýningunum á Fló á skinni í forföllum Þráins Karlsson- ar. Í þessu leikriti er gríðarlegur há- vaði og læti. Ég hef alla tíð verið frekar viðkvæmur maður og þetta angraði mig,“ segir Árni. „Ég hefði átt að fara í uppsveiflu þegar dóm- arnir birtust því þeir voru mjög góðir. Samt versnaði andlega heils- an. Ég fékk töflur við kvíða sem var ægilegur. Ég kveið fyrir öllum hlut- um, það að fara út í bíl óx mér í augum og mér þótti skelfilegt að fara á æfingar. Svo fór ég aftur til Reykjavíkur og var svo friðlaus að ég vissi ekki hvað ég ætti af mér að gera. Ég missti matarlyst og léttist um fimm kíló. Einn dag í febr- úarmánuði fór ég til heimilislæknis míns, Jóhönnu Jónasdóttur, sem fór með mig beint á geðdeildina. Þar var ég í nokkra daga og er enn á lyfjum. Aðbúnaður starfsfólks og sjúklinga er fyrir neðan allar hellur, eins og ég lýsti í Morgunblaðs- greininni. Rúmin eru einstaklega slæm, helst mætti ætla að þau séu frá 1890. Neyðarbjalla er ekki fyrir ofan rúmin heldur í hinum enda herbergisins og er þar niður við gólf. Það sem er allra verst er að í herbergjum eru tveir sjúklingar. Sjúkdómurinn lýsir sér mjög mis- jafnlega og þegar einn vill sofa vill annar kannski vaka. Þetta fyrir- komulag skapar mikil vandamál. Aðstaðan þarna er einfaldlega ekki sæmandi. Ég hef fengið gríðarleg viðbrögð við þessari litlu grein og mér skilst að heilbrigðisráðherra vilji bregð- ast við. Það er gott ef greinin skilar einhverju, ég skrifaði hana vegna þess að mér ofbuðu aðstæður.“ Hrikaleg vanlíðan Hvenær fannstu fyrst á ævinni fyrir þunglyndi? „Ég varð þunglyndissjúklingur um þrítugt þegar ég var orðinn fjölskyldumaður og farinn að bera ábyrgð á fleirum en sjálfum mér. Þetta ástand varði í tuttugu ár. Það er ekki auðvelt að búa með þung- lyndissjúklingi, eins og konan mín, Kristín, hefur fengið að reyna. En það hefur alltaf ríkt traust á milli okkar, sem er einmitt það mikil- vægasta í hjónabandi. Það skiptir svo miklu máli að vita að hinn að- ilinn sé ekki að hlaupa út undan sér. Við Kristín erum mjög ólík, ég er til dæmis miklu félagslyndari en hún, en við erum samt ekki það ólík að það hafi skaðað samband okkar.“ Geturðu lýst þessum þunglyndis- köstum sem hrjáðu þig í tuttugu ár? „Ég hef stundum sagt að þetta ástand sé eins og hlandi sé hellt yfir mann úr fötu. Ég datt niður í al- gjört myrkur en þegar uppsveiflan kom þá varð hún jafn stór, ef ekki stærri en niðursveiflan. Í uppsveifl- unni treysti ég mér til að gera hvað sem er. Þá hefði ég til dæmis hik- laust leikið Hamlet á frönsku þótt ég kynni ekki frönsku. Ég hefði meira að segja getað trúað því að Guð almáttugur stæði fyrir framan mig sem persóna og tæki í höndina á mér. Og allt var bjart og fínt og skemmtilegt. Í niðursveiflu talaði ég varla við nokkurn mann. Þessi köst gátu staðið mánuðum saman en samt hélt ég áfram að vinna í leikhúsinu. Högni Óskarsson geðlæknir sagði við mig: Þú mátt aldrei loka þig inni í sjálfsvorkunn og sitja og hug- leiða, vegna þess að hugleiðingar þínar í þessu ástandi eru allar nei- kvæðar. Og þannig var það. Allt sem ég hugsaði þegar ég sat einn heima með hönd undir kinn var neikvætt. Þegar ég var í uppsveiflu fannst mér fjölskyldan viðbúin því að fara þyrfti með mig beint á Klepp en síður þegar ég var í niðursveiflu því þá talaði ég ekki við neinn. Þung- lyndi er svo undarlegur fjári sem fólk þarf helst að hafa upplifað sjálft eigi það að skilja hvernig líð- anin er. Ég óska svo sannarlega engum þess að kynnast því af eigin raun. Ég get ekki lýst þessu ástandi öðruvísi en að segja að það sé hrikaleg vanlíðan. Þegar ég var í þessum ham þá skipti engu hvort verið væri að hæla mér eða skamma mig, það snerti mig ekki því ég var í eigin heimi, annað hvort hátt uppi eða langt niðri. Öll ráð voru reynd, bæði var talað við mig og síðan átti að hrúga í mig lyfjum. Ég tók þau aldrei heldur henti þeim jafnóðum og ég kom til Hríseyjar þar sem við Kristín eig- um afdrep. Hrísey hefur svipuð áhrif á mig og úrvalslæknar og fyrsta flokks spítali. Það var allt í lagi þegar ég var þar. Einhverjir segja að það sé lækningamáttur í Hrísey. Fólk sest oft niður á ákveð- inn blett, hugleiðir og horfir til Kalbaks. Ég er ekkert frá því að Hrísey fylgi ákveðinn kraftur sem sé læknandi. Allavega ætla ég ekki að bera á móti því. Í Hrísey líður mér alltaf vel. Ég er forlagatrúar. Ég held að þunglyndið sé kvöð sem var lögð á mig í ákveðnum tilgangi. Þegar Ingólfur Margeirsson skráði ævi- sögu mína, Lífróður, þá var um leið opnað fyrir umræðu um þunglyndi í þjóðfélaginu. Það þótti svo merki- legt að einn vinsælasti gamanleik- ari þjóðarinnar hefði þjáðst af þunglyndi. Útkoma þessarar bókar varð því til góðs, bæði fyrir mig og aðra. Bókin var lækning fyrir mig. Hún var meðal. Ég hætti að fá þunglyndisköst.“ Þú virkar svo kátur, ertu það ekki í reynd? „Ég er í eðli mínu félagslyndur og léttlyndur maður. Einhvers staðar heyrði ég að höggin sem menn fá á sig í lífinu geti orðið enn HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Í uppsveiflunni treysti ég mér til að gera hvað sem er. Þá hefði ég til dæmis hiklaust leikið Hamlet á frönsku þótt ég kynni ekki frönsku. Ég hefði meira að segja get- að trúað því að Guð al- máttugur stæði fyrir framan mig sem persóna og tæki í höndina á mér.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.