24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Bandarísk stjórnvöld hafa birt myndir af því sem þau segja vera rústir kjarnakljúfs í Sýrlandi. Segja þau kjarnakljúfinn ekki hafa verið reistan í friðsamlegum tilgangi og að allt bendi til þess að Sýrlend- ingar hafi notið aðstoðar Norður- Kóreu við framkvæmdirnar. Stjórnvöld í Sýrlandi bera ásakanir Bandaríkjamannanna af sér. Sprengdu fyrst, tilkynntu svo Ísraelsher gerði árás á bygging- arnar í september á síðasta ári. Í framhaldinu sýna gervitungla- myndir að Sýrlendingar beittu stórvirkum vinnuvélum til að hreinsa til á svæðinu. „Alþjóðakjarnorkumálastofnun- in mun taka þessar upplýsingar til jafnalvarlegrar skoðunar og ástæða er til,“ segir Mohamed ElBaradei, forstjóri stofnunarinnar. ElBaradei gagnrýnir að upplýs- ingarnar hafi ekki verið gerðar op- inberar fyrr. Hann segir að Ísraelar hefðu átt að gefa eftirlitsmönnum stofnunarinnar tækifæri til að skoða aðstæður áður en loftárás var gerð. Neitun frá Sýrlandi Stjórnvöld í Sýrlandi segja af og frá að um vopnaþróunarverkefni hafi verið að ræða. „Væri eðlilegt að velja stað á berangri, þar sem gervitungl sjá auðveldlega til,“ segir Bashar Assad Sýrlandsforseti. Bandaríkin saka Norður-Kóreu um að hafa breitt út kjarnorkutækni Segja Sýrlandi hafa verið hjálpað við kjarnakljúf ➤ Bandaríkjamenn segjast hafakomist á snoðir um samstarf Norður-Kóreu og Sýrlands ár- ið 2003. ➤ Ísraelsher varpaði sprengjum6. september 2007. KJARNORKA Í LAUMI Kjarnorka? Ein af mynd- unum sem bandarískir embættismenn segja sýna sýrlenskan kjarnakljúf. Nordic-Photo/AFP Alþjóðlegur þrýstingur virðist hafa haft áhrif á kínversk stjórn- völd, sem tilkynntu í gær að þau myndu setjast niður til viðræðna við erindreka Dalai Lama. Undanfarið hefur fjöldi þjóðar- leiðtoga hvatt Kína til að taka aftur upp viðræður sem slitnaði upp úr síðasta sumar. Sagði í tilkynningu Kínverja að viðræðurnar muni eiga sér stað á næstu dögum. Tenzin Taklha, talsmaður Dalai Lama, segist ekki búast við öðru en að vel verði tekið í umleitanir Kín- verja. Hann bætti við að enn hefði ekki borist formlegt boð til við- ræðna. „Við þurfum að taka af- stöðu til þess þegar boðið berst,“ segir Taklha. „Við verðum að sjá hvaða skilyrði þeir setja.“ aij Stjórnvöld í Kína láta undan þrýstingi Rætt við Tíbeta Þýskir sagnfræðingar hafa hvatt þarlend stjórnvöld til að létta banni af útgáfu á Mein Kampf, áróð- ursriti nasistaforingjans Adolfs Hitlers. Óttast þeir að ella sé hætt við að öfga- menn eigi auðvelt með að nýta sér bókina í áróð- ursskyni. Vilja sagnfræðingarnir við Samtímasögusetrið í München gefa bókina út með ýtarlegum útskýringum sem fletti ofan af og hreki málflutning Hitlers. Til þess segjast þeir þurfa að koma bókinni í hendur lesenda fyrir árið 2015, þegar höfundarréttur bók- arinnar verður frjáls og hver sem er getur gefið hana út. Vilja þeir hafa útbreiðslu sinnar útgáfu sem mesta og gefa hana því út á netinu. aij Vilja gefa Mein Kampf út Rannsókn lögreglu á sér- trúarsöfnuðinum í Texas vindur sífellt upp á sig. Á fimmtudag var gefið upp að 25 stúlkur til við- bótar hefðu orðið barnshafandi áður en þær náðu 18 ára lögaldri. Stúlkurnar sögðust í byrjun rannsóknar vera lögráða, en ann- að kom í ljós við frekari rann- sókn. Þar með nær málið til um 460 ólögráða einstaklinga sem grunað er að hafi verið misnotaðir. Rannsóknaraðilar hafa und- anfarið unnið að því að komast að því með DNA-prófum hvernig þeir sem til rannsóknar eru séu skyldir hver öðrum. aij Fleiri tánings- mæður finnast Samtök íslamskra fræðimanna í Alsír mótmæla lögum sem banna konum að vera með slæðu á ljós- myndum í vegabréfum. Sömu lög taka til skeggvaxtar karlmanna á ljósmyndum. Segja samtökin að sér hafi borist hundruð kvartana vegna þessa og að lögin stangist á við trúarsetningar íslams. aij Mótmæla slæðubanni Stjórnvöld í Slóvakíu munu á næstunni verja nærri hálfum milljarði íslenskra króna til að telja brúnbirni landsins. Dýra- verndunarsinnar áætla að 400- 600 birnir séu í landinu, en veiði- menn segja að þeir séu 1.200- 1.400 og krefjast aukinna veiði- kvóta. aij Bangsar taldir Verð frá: 39.900kr. Netverð á mann miðað við 2, 3 eða 4 í stúdíó, íbúð eð a hótelherbergi. Enginn barnaafsláttur. Inni falið er flug, gisting í 7 næ tur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Sjóðheitt sólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol. Þú velur áfangastaðinn og brottfarardaginn. Viku fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú dvelur í sumarfríinu. Gildir fyrir maí, júní og júlí. Ein vika eða tvær. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.