24 stundir - 26.04.2008, Síða 12

24 stundir - 26.04.2008, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Bandarísk stjórnvöld hafa birt myndir af því sem þau segja vera rústir kjarnakljúfs í Sýrlandi. Segja þau kjarnakljúfinn ekki hafa verið reistan í friðsamlegum tilgangi og að allt bendi til þess að Sýrlend- ingar hafi notið aðstoðar Norður- Kóreu við framkvæmdirnar. Stjórnvöld í Sýrlandi bera ásakanir Bandaríkjamannanna af sér. Sprengdu fyrst, tilkynntu svo Ísraelsher gerði árás á bygging- arnar í september á síðasta ári. Í framhaldinu sýna gervitungla- myndir að Sýrlendingar beittu stórvirkum vinnuvélum til að hreinsa til á svæðinu. „Alþjóðakjarnorkumálastofnun- in mun taka þessar upplýsingar til jafnalvarlegrar skoðunar og ástæða er til,“ segir Mohamed ElBaradei, forstjóri stofnunarinnar. ElBaradei gagnrýnir að upplýs- ingarnar hafi ekki verið gerðar op- inberar fyrr. Hann segir að Ísraelar hefðu átt að gefa eftirlitsmönnum stofnunarinnar tækifæri til að skoða aðstæður áður en loftárás var gerð. Neitun frá Sýrlandi Stjórnvöld í Sýrlandi segja af og frá að um vopnaþróunarverkefni hafi verið að ræða. „Væri eðlilegt að velja stað á berangri, þar sem gervitungl sjá auðveldlega til,“ segir Bashar Assad Sýrlandsforseti. Bandaríkin saka Norður-Kóreu um að hafa breitt út kjarnorkutækni Segja Sýrlandi hafa verið hjálpað við kjarnakljúf ➤ Bandaríkjamenn segjast hafakomist á snoðir um samstarf Norður-Kóreu og Sýrlands ár- ið 2003. ➤ Ísraelsher varpaði sprengjum6. september 2007. KJARNORKA Í LAUMI Kjarnorka? Ein af mynd- unum sem bandarískir embættismenn segja sýna sýrlenskan kjarnakljúf. Nordic-Photo/AFP Alþjóðlegur þrýstingur virðist hafa haft áhrif á kínversk stjórn- völd, sem tilkynntu í gær að þau myndu setjast niður til viðræðna við erindreka Dalai Lama. Undanfarið hefur fjöldi þjóðar- leiðtoga hvatt Kína til að taka aftur upp viðræður sem slitnaði upp úr síðasta sumar. Sagði í tilkynningu Kínverja að viðræðurnar muni eiga sér stað á næstu dögum. Tenzin Taklha, talsmaður Dalai Lama, segist ekki búast við öðru en að vel verði tekið í umleitanir Kín- verja. Hann bætti við að enn hefði ekki borist formlegt boð til við- ræðna. „Við þurfum að taka af- stöðu til þess þegar boðið berst,“ segir Taklha. „Við verðum að sjá hvaða skilyrði þeir setja.“ aij Stjórnvöld í Kína láta undan þrýstingi Rætt við Tíbeta Þýskir sagnfræðingar hafa hvatt þarlend stjórnvöld til að létta banni af útgáfu á Mein Kampf, áróð- ursriti nasistaforingjans Adolfs Hitlers. Óttast þeir að ella sé hætt við að öfga- menn eigi auðvelt með að nýta sér bókina í áróð- ursskyni. Vilja sagnfræðingarnir við Samtímasögusetrið í München gefa bókina út með ýtarlegum útskýringum sem fletti ofan af og hreki málflutning Hitlers. Til þess segjast þeir þurfa að koma bókinni í hendur lesenda fyrir árið 2015, þegar höfundarréttur bók- arinnar verður frjáls og hver sem er getur gefið hana út. Vilja þeir hafa útbreiðslu sinnar útgáfu sem mesta og gefa hana því út á netinu. aij Vilja gefa Mein Kampf út Rannsókn lögreglu á sér- trúarsöfnuðinum í Texas vindur sífellt upp á sig. Á fimmtudag var gefið upp að 25 stúlkur til við- bótar hefðu orðið barnshafandi áður en þær náðu 18 ára lögaldri. Stúlkurnar sögðust í byrjun rannsóknar vera lögráða, en ann- að kom í ljós við frekari rann- sókn. Þar með nær málið til um 460 ólögráða einstaklinga sem grunað er að hafi verið misnotaðir. Rannsóknaraðilar hafa und- anfarið unnið að því að komast að því með DNA-prófum hvernig þeir sem til rannsóknar eru séu skyldir hver öðrum. aij Fleiri tánings- mæður finnast Samtök íslamskra fræðimanna í Alsír mótmæla lögum sem banna konum að vera með slæðu á ljós- myndum í vegabréfum. Sömu lög taka til skeggvaxtar karlmanna á ljósmyndum. Segja samtökin að sér hafi borist hundruð kvartana vegna þessa og að lögin stangist á við trúarsetningar íslams. aij Mótmæla slæðubanni Stjórnvöld í Slóvakíu munu á næstunni verja nærri hálfum milljarði íslenskra króna til að telja brúnbirni landsins. Dýra- verndunarsinnar áætla að 400- 600 birnir séu í landinu, en veiði- menn segja að þeir séu 1.200- 1.400 og krefjast aukinna veiði- kvóta. aij Bangsar taldir Verð frá: 39.900kr. Netverð á mann miðað við 2, 3 eða 4 í stúdíó, íbúð eð a hótelherbergi. Enginn barnaafsláttur. Inni falið er flug, gisting í 7 næ tur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Sjóðheitt sólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol. Þú velur áfangastaðinn og brottfarardaginn. Viku fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú dvelur í sumarfríinu. Gildir fyrir maí, júní og júlí. Ein vika eða tvær. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.