24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir SÝNING Í KVÖLD Opið út í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið ATH. AÐEINS SÝNT Í MAÍ TRYGGIÐ YKKUR MIÐA 26.04.08 - Laugardagur 20:00 02.05.08 - Föstudagur 20:00 03.05.08 - Laugardagur 20:00 08.05.08 - Fimmtudagur 20:00 * 11.05.08 - Sunnudagur 20:00 *Örfá sæti laus Jón Viðar Jónsson DV “ Tímamóta verk í íslensku leikhúsi ” María Kristjáns Morgunblaðið Frábær stund fyrir mæður og dætur.  www.midi.is Sími : 555 2222 www.mammamamma.net Eftir Lízellu lizella@hotmail.com Maríus hefur starfað áður með höfundi söngleiksins, en hann lék aðalhlutverkið í verkinu Space Dream eftir hann en Space Dream er einn vinsælasti söngleikur sem settur hefur verið upp í Sviss. 24 stundir hittu Maríus á hinu glæsilega hóteli Adlon í hjarta Berl- ínar. Það sópar að honum þegar hann kemur inn í anddyrið þar sem við höfum mælt okkur mót. Hann ber sig vel; gengur beinn í baki og tígu- lega og hægt er að sjá fólk stara á hann. Hann er í góðu formi og líð- ur vel í Berlín þar sem hann býr nú. Hann flutti til Vínarborgar tvítug- ur að aldri og hefur búið í Aust- urríki, Þýskalandi og Sviss í 14 ár. Í haust flyst hann til Zürich til að leika í söngleiknum sem verið er að leggja lokahöndina á. Hlutverkið í Alapilio er að vissu leyti skrifað með Maríus í huga sem aðalleikara, nokkuð sem hann segir vera spennandi áskorun. „Það er alltaf skemmtilegt að fá að taka þátt í frumflutningi á nýj- um verkum en ég hef verið hepp- inn hvað þetta varðar, bæði með þetta hlutverk, og einnig með nýtt lag sem var samið sérstaklega fyrir mig og meðleikkonu mína af Maury Yeston, höfundi Titanic – Das Musikal.“ Maríus hefur einnig frumflutt leikrit á Íslandi, þegar hann lék Hans í Skilaboðaskjóð- unni í Þjóðleikhúsinu fyrir fimm- tán árum en þá steig hann sín fyrstu skref á sviði og heldur því upp á fimmtán ára sviðsafmæli núna. „Ég var að taka þetta saman um daginn og held að ég sé kom- inn með yfir 2000 kvöld á sviði. Ég reyndi að reikna hvað þetta væru margar klukkustundir en gafst upp,“ segir hann og hlær. Nú kemur þjónninn, uppá- klæddur og glæsilegur og Maríus pantar fyrir okkur á lýtalausri þýsku. Hann segir að þýskukunn- áttuna megi m.a. rekja til þess að hann er að hluta til alinn upp í Vínarborg þar sem móðir hans, Margrét J. Pálmadóttir, söngkona og kórstjóri, var í námi. „Þegar ég byrjaði að læra í Tón- listarháskólanum í Vín hafði ég gleymt allri þýskunni en hún var fljót að koma aftur.“ Eftir að hafa lokið náminu með hæstu einkunn fékk Maríus strax hlutverk í Þjóðleikhúsinu í Inns- bruck í söngleiknum Sound of Music. Áður en Maríus fer til æfinga í Sviss kemur hann við á Íslandi og mun kenna söng og söngtúlkun í Domus Vox. Námskeiðin eru undir nafninu Vor í Domus Vox. Yfir 2.000 kvöld á sviði ➤ 2008 Friedrichstadtpalast:Nacht der Musicals ➤ 2005-2006 Sviss: Í hlutverkiSahon í Space Dream: The Saga ➤ 2004 Íslenska óperan: Ant-hony í Sweeny Todd ➤ 2004 Háskólabíó: Einsöngvarivið opnunartónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands ➤ 2002-2003 Neue Flora, Ham-borg: Jim Farrell í Titanic: Das Musikal (söng einnig inn á CD) ➤ 2000-2001 Düsseldorf og Vín-arborg: Ernst Ludwig í Cab- aret (söng einnig inn á CD) ➤ 1999 West End, London: Aar-on í Moses ➤ 1998 Potsdamer Platz í Berl-ín: Söng við opnun torgsins ➤ 1998 Klagenfurt og Vín: LaCage Aux Folles og Kiss me Kate (dansari) ➤ 1997 Landestheater, Inns-bruck: Rolf í Sound of Music ➤ 1993-1994 Þjóðleikhúsið:Hans í Skilaboðaskjóðunni (söng einnig inn á CD) AFREKASKRÁ MARÍUSAR Mynd/Michael Ashton Maríus Sverrisson, leikari og söngvari, hefur átt mikilli velgengni að fagna. Hann frumsýnir í haust nýjan söngleik í Zu- rich í Sviss. Söngleikurinn heitir Alapilio sem þýðir fiðrildavængir. Lízella hitti Maríus í Sviss á dög- unum. Space Dream Maríus í hlutverki sínu sem Sahon. Titanic Maríus í hlutverki unga Írans í söngleiknum Titanic ásamt mótleiklonu og höfundi söngleiksins Maury Yeston. Að lokinni sýningu Maríus er tíður gestur í leikhúsum Hamborgar og kíkir oftar en ekki baksviðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.