24 stundir - 26.04.2008, Síða 54

24 stundir - 26.04.2008, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir SÝNING Í KVÖLD Opið út í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið ATH. AÐEINS SÝNT Í MAÍ TRYGGIÐ YKKUR MIÐA 26.04.08 - Laugardagur 20:00 02.05.08 - Föstudagur 20:00 03.05.08 - Laugardagur 20:00 08.05.08 - Fimmtudagur 20:00 * 11.05.08 - Sunnudagur 20:00 *Örfá sæti laus Jón Viðar Jónsson DV “ Tímamóta verk í íslensku leikhúsi ” María Kristjáns Morgunblaðið Frábær stund fyrir mæður og dætur.  www.midi.is Sími : 555 2222 www.mammamamma.net Eftir Lízellu lizella@hotmail.com Maríus hefur starfað áður með höfundi söngleiksins, en hann lék aðalhlutverkið í verkinu Space Dream eftir hann en Space Dream er einn vinsælasti söngleikur sem settur hefur verið upp í Sviss. 24 stundir hittu Maríus á hinu glæsilega hóteli Adlon í hjarta Berl- ínar. Það sópar að honum þegar hann kemur inn í anddyrið þar sem við höfum mælt okkur mót. Hann ber sig vel; gengur beinn í baki og tígu- lega og hægt er að sjá fólk stara á hann. Hann er í góðu formi og líð- ur vel í Berlín þar sem hann býr nú. Hann flutti til Vínarborgar tvítug- ur að aldri og hefur búið í Aust- urríki, Þýskalandi og Sviss í 14 ár. Í haust flyst hann til Zürich til að leika í söngleiknum sem verið er að leggja lokahöndina á. Hlutverkið í Alapilio er að vissu leyti skrifað með Maríus í huga sem aðalleikara, nokkuð sem hann segir vera spennandi áskorun. „Það er alltaf skemmtilegt að fá að taka þátt í frumflutningi á nýj- um verkum en ég hef verið hepp- inn hvað þetta varðar, bæði með þetta hlutverk, og einnig með nýtt lag sem var samið sérstaklega fyrir mig og meðleikkonu mína af Maury Yeston, höfundi Titanic – Das Musikal.“ Maríus hefur einnig frumflutt leikrit á Íslandi, þegar hann lék Hans í Skilaboðaskjóð- unni í Þjóðleikhúsinu fyrir fimm- tán árum en þá steig hann sín fyrstu skref á sviði og heldur því upp á fimmtán ára sviðsafmæli núna. „Ég var að taka þetta saman um daginn og held að ég sé kom- inn með yfir 2000 kvöld á sviði. Ég reyndi að reikna hvað þetta væru margar klukkustundir en gafst upp,“ segir hann og hlær. Nú kemur þjónninn, uppá- klæddur og glæsilegur og Maríus pantar fyrir okkur á lýtalausri þýsku. Hann segir að þýskukunn- áttuna megi m.a. rekja til þess að hann er að hluta til alinn upp í Vínarborg þar sem móðir hans, Margrét J. Pálmadóttir, söngkona og kórstjóri, var í námi. „Þegar ég byrjaði að læra í Tón- listarháskólanum í Vín hafði ég gleymt allri þýskunni en hún var fljót að koma aftur.“ Eftir að hafa lokið náminu með hæstu einkunn fékk Maríus strax hlutverk í Þjóðleikhúsinu í Inns- bruck í söngleiknum Sound of Music. Áður en Maríus fer til æfinga í Sviss kemur hann við á Íslandi og mun kenna söng og söngtúlkun í Domus Vox. Námskeiðin eru undir nafninu Vor í Domus Vox. Yfir 2.000 kvöld á sviði ➤ 2008 Friedrichstadtpalast:Nacht der Musicals ➤ 2005-2006 Sviss: Í hlutverkiSahon í Space Dream: The Saga ➤ 2004 Íslenska óperan: Ant-hony í Sweeny Todd ➤ 2004 Háskólabíó: Einsöngvarivið opnunartónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands ➤ 2002-2003 Neue Flora, Ham-borg: Jim Farrell í Titanic: Das Musikal (söng einnig inn á CD) ➤ 2000-2001 Düsseldorf og Vín-arborg: Ernst Ludwig í Cab- aret (söng einnig inn á CD) ➤ 1999 West End, London: Aar-on í Moses ➤ 1998 Potsdamer Platz í Berl-ín: Söng við opnun torgsins ➤ 1998 Klagenfurt og Vín: LaCage Aux Folles og Kiss me Kate (dansari) ➤ 1997 Landestheater, Inns-bruck: Rolf í Sound of Music ➤ 1993-1994 Þjóðleikhúsið:Hans í Skilaboðaskjóðunni (söng einnig inn á CD) AFREKASKRÁ MARÍUSAR Mynd/Michael Ashton Maríus Sverrisson, leikari og söngvari, hefur átt mikilli velgengni að fagna. Hann frumsýnir í haust nýjan söngleik í Zu- rich í Sviss. Söngleikurinn heitir Alapilio sem þýðir fiðrildavængir. Lízella hitti Maríus í Sviss á dög- unum. Space Dream Maríus í hlutverki sínu sem Sahon. Titanic Maríus í hlutverki unga Írans í söngleiknum Titanic ásamt mótleiklonu og höfundi söngleiksins Maury Yeston. Að lokinni sýningu Maríus er tíður gestur í leikhúsum Hamborgar og kíkir oftar en ekki baksviðs.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.