24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 17
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 17
Sumar
hjá DANSstudió JSB
Sjóðheit námskeið í sumar, bæði fyrir stelpur og stráka!
Dans- og leiklistarnámskeið
5x í viku frá kl. 9 – 12
Tímabil: 9. – 20. júní fyrir 7 - 9 ára
Tímabil: 23. júní – 4. júlí fyrir 10 - 12 ára
Dansstudió JSB heldur 2ja vikna dans- og leiklistarnámskeið
í sumar.
Tímar: mánudagar til föstudaga frá kl. 9:00 – 12:00.
Dans- og leikgleði í fyrirrúmi, útivist og leikir.
Kennarar: Linda Þorláksdóttir, Irma Gunnarsdóttir
og Sandra Ómarsdóttir.
Verð: 23.500 kr.
Jazzballett
Tímabil: 2. júní – 23. júní
Fyrir byrjendur 13 – 15 ára, 3 x 60 mín. í viku
Tilvalið 10 tíma námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jazzballett.
Tímar: mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl. 15:30 – 16:30.
Kennari: Þórdís Schram.
Verð: 12.800 kr.
Klassískur ballett
Tímabil : 2.júní – 12.júní
Fyrir framhaldsnemendur 15 ára og eldri, 4 x 90 mín. í viku
Tímar: mánudagar, þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar
kl. 18:30 – 20:00.
Kennari: María Gísladóttir.
Verð: 13.500 kr.
Danspúl!
Fyrir 16 ára og eldri – 3 x 75 mín. í viku
Skemmtileg blanda af dansi og líkamsrækt, tímar fyrir þá sem elska
að dansa!
Tímar: mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl.18:30 - 19:45.
Úrval góðra JSB kennara sér um kennsluna í danspúlinu!
Tímabil 1: 2. júní – 26.júní
Tímabil 2: 30. júní – 24. júlí
Verð: 18.000 kr. fyrir hvort tímabil.
Ath! 16 ára og eldri fá frían aðgang að tækjasal og -
líkamsræktartímum í Opna kerfinu meðan á námskeiði stendur.
Vertu með!
Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
D
an
ss
tu
d
io
J
S
B
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
w
w
w
.js
b
.is
Borgaryfirvöld í New York og
skyndibitakeðjur eins og
McDonald’s, Starbucks og
TGI Fridays stríða nú um
hvort greina eigi frá kaloríu-
fjölda á matseðlum. Skyndi-
bitastaðirnir, sem ekki vilja
gefa upp hversu margar kal-
oríur eru í matnum, hafa
áfrýjað málinu. Stjórnmála-
menn benda á að 2004 hafi 22
prósent New York-búa verið
of þung og var það 70 pró-
senta aukning á einum áratug.
Stóru skyndibitakeðjurnar í
Bandaríkjunum selja 64 pró-
sent allra tilbúinna máltíða
þar í landi.
ibs
Ítalska tískuvörufyrirtækið
Dolce & Gabbana sætir nú
rannsókn skattayfirvalda í
Mílanó vegna gruns um skatt-
svik upp á 260 milljónir evra.
Fyrirtækið, sem þekkt er fyrir
hönnun á fatnaði, skóm, sól-
gleraugum og farsímum svo
eitthvað sé nefnt, er grunað
um að hafa falið féð með því
að stofna tvö fyrirtæki í Lúx-
emborg á árunum 2004 og
2005.
Eigendurnir, Domenico Dolce
og Stefano Gabbana, eru sagð-
ir meðal ríkustu manna Ítalíu
en vörurnar sem þeir fram-
leiða njóta mikilla vinsælda.
ibs
Yfirvöld í New York
Kaloríur á
matseðlana
Dolce & Gabbana
Grunur um
skattsvik
Alls eru 50 félög skráð til heim-
ilis á Túngötu 6, þar sem höfuð-
stöðvar Baugs Group eru til húsa.
Af þessum 50 félögum voru 23
stofnuð á árinu 2007 samkvæmt
upplýsingum úr fyrirtækjaskrá
Ríkisskattstjóra. Fjöldi félaga sem
eru skráð til heimils þar nánast
tvöfaldaðist því á einu ári. Félögin
50 voru öll stofnuð á síðustu tíu ár-
um utan við eitt, Styrkur Holding,
sem var upphaflega sett á laggirnar
fyrir 15 árum síðan.
Umfangsmikil starfsemi
Sara Lind, framkvæmdastjóri
kynningarsviðs Baugs Group, segir
fjárfestingar Baugs vera eignfærðar
í sérstökum dóttur- eða hlutdeild-
arfélögum. Starfsemi Baugs Group
sé umfangsmikil og eðlilegt að fé-
lögin séu skráð til heimilis þar sem
dagleg stjórnun þeirra fer fram.
Flest stofnuð á síðasta áratug
Aðspurð um fjölda þeirra félaga
sem stofnuð voru á síðasta ári segir
Sara hann gefa vísbendingu um
umsvif félagsins. Þá sé skýringu
einnig að finna í stofnun Hug-
verkasjóðs Íslands sem hafi keypt á
bilinu 12 til 15 félög af tónlistar-
mönnum árið 2007 í tengslum við
tilgang sjóðsins. Tilgangur átta
þeirra félaga sem skráð eru að Tún-
götu 6 er sagður vera starfsemi
listamanna.
thordur@24stundir.is
Höfuðstöðvar Baugs Group að Túngötu 6
50 félög skráð til heimilis hjá Baugi
3650 ehf., A-Holding ehf.,
Al-Coda ehf., Arctic Holding
ehf., Arctic Investment ehf.,
Arena Holding ehf., Arpeg-
gio ehf., Á bleiku skýi ehf.,
Baugur Group hf., BG Av-
iation ehf., BG bondholders
ehf., BG Equity 1 ehf., BG
Holding ehf., BG Newco 2
ehf., BG Newco 4 ehf., BG
Newco 5 ehf., BG Ventures
ehf., BGE Eignarhaldsfélag
ehf., BJF ehf., DBH Holding
ehf., Dial Square Holdings
ehf., F-Capital ehf., GJ Tón-
list ehf., Gott betur ehf.,
Græðlingur ehf., Hrafna-
björg ehf., Hugverkasjóður
Íslands ehf., Hvítárbakka-
blómi ehf., Ís-rokk ehf., J.Ól
ehf., Jötunn Holding ehf.,
Maccus ehf., M-holding ehf.,
Milton ehf., M-Invest ehf.,
Nelson ehf., Norðurljós hf.,
Popplín ehf., Retail sol-
utions ehf., Skuggar ehf.,
Sólin skín ehf., Sports In-
vestments ehf., Starfsmanna-
félag Baugs, Stoðir Invest
ehf., STP Toys, Styrkt-
arsjóður Baugs Group,
Styrkur Invest ehf., Tónlist-
arfélagið litur ehf., Unity In-
vestments ehf., Unity One
ehf.
Félög sem skráð eru á Túngötu 6
Í góðum félagskap 49 önnur
félög en Baugur eru skráð hjá
höfuðstöðvum félagsins.