24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 18
Framandi fas og fés
Augliti til auglitis við Kína í Listasafninu á Akureyri
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
Í Listasafninu á Akureyri stendur
yfir sýningin „Facing China“
(Augliti til auglitis við Kína), en
hún er einn af hápunktum
Listahátíðar þetta árið. Þar eru
sýnd málverk og skúlptúrar eftir
níu kínverska samtímalistamenn
sem sett hafa hvert sölumetið á
fætur öðru í uppboðshúsum
heimsins. Verkin koma úr safni
hollenska listaverkasafnarans Fu
Ruide. Það er Listasafnið sjálft
undir forystu Hannesar Sigurðs-
sonar forstöðumanns sem á veg og
vanda af hönnun sýningarinnar frá
grunni og gerir hana út af örkinni
frá Akureyri sem alþjóðlega far-
andsýningu.
Einstakur safnari
„Fyrir tveimur árum frétti ég af
þessum dularfulla hollenska safn-
ara Fu Ruide sem hefur djúpstæð
tengsl við Ísland. Skömmu síðar
var ég kominn með puttana ofan í
þennan stóra sjónræna nammi-
poka hans í von um að geta deilt
honum með íslenskum áhorfend-
um,“ segir Hannes Sigurðsson. „Fu
er einstakur safnari með hjartað á
réttum stað. Hann byrjaði að
kaupa listaverk í Kína löngu áður
en þessi markaður varð að tísku-
bólu enda eru listamennirnir
þakklátir fyrir áhuga hans og
stuðning. Við æstum hvor annan
upp þar til við vorum komnir með
þetta tröllaukna verkefni sem er
visst uppgjör á safnaraferlinu. Fu
Ruide leggur höfuðáherslu á að
kynna ennþá betur þessa heims-
frægu vini sína, ekki síst í Skandin-
avíu og þakka þannig fyrir sig en
ekki lúra á safneigninni eða draga
óþarfa athygli að sjálfum sér.
Síðastliðið vor fórum við saman
til Peking til að fínstilla sýninguna
og bæta við nýjum verkum og þá
hitti ég þessa kínversku listamenn.
Allir eru þeir orðnir milljónamær-
ingar. Mér leið eins og ég væri í
forsetaheimsókn. Ég var keyrður
frá einni vinnustofunni til annarr-
ar í svörtum eðalbílum, en stúdíó
þessara listamanna eru flest marg-
falt stærri en Listasafnið á Akur-
eyri.“
Dr. Ruth stórhrifin
Þegar Hannes er spurður hvað
einkenni verkin á sýningu Lista-
safnsins svarar hann: „Spenna,
harka og ljúfsár firring. Einhvers
konar leitandi ófullnægja, ef marka
má kynlífsfræðinginn Dr. Ruth
sem var meðal gesta á opnun. Hún
taldi þetta magnaða sýningu sem
hún ætlaði heldur betur að tala um
í bandaríska sjónvarpinu. Reyndar
hafa fjölmiðlar um allan heim sýnt
sýningunni mikinn áhuga.
Listamennirnir eru ólíkir að
mörgu leyti þótt segja megi að hér
sé dregið fram hið sálfræðilega nú-
tímaandlit Kína, því meginstefið í
verkunum er mannslíkaminn og
andlitið, fas og fés. Í Kína er mikil
handverkshefð og þessir listamenn
búa yfir gríðarlegri tæknilegri
færni. Þeim hefur tekist að tvinna
sína eigin hefð saman við þá vest-
rænu. Í verkum þeirra úir og grúir
af tilvitnunum í listasöguna í bland
við austræn áhrif, en allt er þetta
keyrt áfram af þeirra eigin sterka
persónulega stíl — og kannski líka
kynferðislegri áfergju enda er að-
eins einn kvenlistamaður á sýning-
unni,“ segir Hannes.
➤ Frá Akureyri fer sýningin tilVínar og Innsbruck í Aust-
urríki, Noregs, Kuopio og
Salo í Finnlandi, Svíþjóðar,
Hollands, Þýskalands, Banda-
ríkjanna og Kína.
➤ Í tengslum við sýninguna hef-ur verið gefin út glæsileg 270
bls. bók á ensku og kín-
versku. Í hana rita, auk Hann-
esar og Fu Ruide, Vigdís Finn-
bogadóttir, Robert C.
Morgan, prófessor í listasögu
í New York, og hinn virti
gagnrýnandi Li Xianting, sem
gjarnan er kallaður guðfaðir
kínverskrar samtímalistar.
SÝNINGIN
Hannes Sigurðsson segir
spennu, hörku og ljúfsára
firringu einkenna sýn-
inguna Augliti til auglitis
við Kína í Listasafninu á
Akureyri. Kynlífsfræðing-
inn Dr. Ruth, var meðal
gesta við opnun, og heill-
aðist af sýningunni.
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Ég legg í vana minn að trúa
aðeins því sem ég skil.
Disraeli
Á þessum degi fyrir hundrað árum fæddist James
Stewart. Hann var lærður arkitekt þegar hann sneri
sér að sviðsleik og síðar kvikmyndaleik og varð einn
ástsælasti leikari heims.
Stewart var einn af þeim leikurum sem virðast ekki
leggja mikið á sig til að ná til áhorfenda. Leikstíll hans
var áreynslulaus og einlægur. Á hvíta tjaldinu skapaði
hann nokkrar ódauðlegar persónur og nægir þar að
nefna hlutverk hans í Mr. Smith Comes to Wash-
ington, It’s A Wonderful World og Harvey. Á sjötta
áratugnum breytti hann um stíl og naut vinsælda fyrir
leik í kúrekamyndum. Hann átti einnig farsæla sam-
vinnu við Alfred Hitchcock í myndunum Rear Win-
dow, The Man Who Knew Too Much og Vertigo.
Stewart gekk einungis einu sinni í hjónaband, sem
er töluvert afrek þegar vinsæll Hollywoodleikari á í
hlut. Hann lést árið 1997.
Goðsögn
fæðist
MENNINGARMOLINN
Ísland: Landið hlýja í norðri /
Iceland: The Warm Country
of the North, margverðlaunuð
ljósmyndabók Sigurgeirs Sig-
urjónssonar með texta Torfa
H. Tuliniusar, er nú fáanleg á
ný í nýrri prentun. Hún er gef-
in út á þrettán tungumálum:
íslensku, ensku, þýsku,
frönsku, ítölsku, spænsku,
dönsku, sænsku, norsku,
finnsku, kínversku og jap-
önsku auk rússnesku.
Landið hlýja
í norðri
Nýtt hefti Tímarits Máls og
menningar er komið út. Með-
al efnis eru fjórtán hækur eftir
Vilborgu Dagbjartsdóttur,
ortar til heiðurs Helga Hálf-
danarsyni. Meðal greina eru
Blóðörn í Flatey, umfjöllun
Aðalbjargar Bragadóttur um
Flateyjargátu Viktors Arnars
Ingólfssonar, Deilur um lestur
rómana á Íslandi á 19. öld eft-
ir Braga Þ. Ólafsson og Af
myndum og sögum eftir Úlf-
hildi Dagsdóttur. Grete Cox
rifjar upp þegar hún kom til
Íslands og kynntist Málfríði
Einarsdóttur. Fjölmargt fleira
er að finna í tímaritinu.
Fjölbreytni
í fyrirrúmi
AFMÆLI Í DAG
Honore de Balzac
rithöfundur, 1799
John Stuart Mill
heimspekingur, 1806
Moshe Dayan
hershöfðingi, 1915
Ferðaskrifstofa
Sjóðheittsólarlottó!
Spilaðu með og láttu sólina leika við þig.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Nánari upplýsingar og bókanir
á www.plusferdir.is
Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.
Hún er ekki hrædd við
Mondrian. Mynd eftir Liu
Ye frá árinu 1995.