24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 11 Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn hefur nú safnað saman nánast öllum tólf frumteikningunum af Múhameð spámanni sem ollu miklu fjaðrafoki í Mið- Austurlöndum og víðar, nokkrum mánuðum eftir birt- ingu þeirra í Jyllands-Posten á haustmánuðum 2005. Samkomulag hefur náðst við listamennina um að skop- myndirnar verði ekki hafðar til sýnis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár, af ótta við hryðjuverk. Mikil mót- mæli brutust út í múslíma- ríkjum í kjölfar birtingar og var danski fáninn brenndur og ráðist á sendiráð. aí Múhameðsmyndir Öruggar á bak við lás og slá Mósambískar löggur Of feitir til að veita eftirför Mósambískum lögreglu- mönnum verður öllum skipað að taka þátt í sérstöku heilsu- átaki, þar sem margir þeirra eru taldir vera of feitir til að geta veitt glæpamönnum eft- irför. Talsmaður innanríkisráðu- neytisins segir að slæmum lífstíl væri um að kenna. „Margir eru með of stóran maga, drekka óhóflega og reykja. Sumir eru svo stórir að það hefur áhrif á heilsu þeirra og getu þeirra til að hlaupa. Þeir eru of hægir og stirðir sem gerir þeim ókleift að elt- ast við glæpamenn eða að bregðast skjótt og koma þann- ig koma í veg fyrir glæpi.“ aí Verkfall í Danmörku Í pössun til ömmu og afa Verkfall leikskólakennara í fimmtán sveitarfélögum í Danmörku hófst í gær. Kenn- ararnir eru að mótmæla lág- um launum sínum og gripu til verkfalls í þeim fimmtán sveit- arfélögum þar sem borg- arstjórar hafa talað harðast gegn hækkun launa, þar á meðal í Óðinsvéum, Esbjerg, Árósum og Horsens. Foreldrar 122 þúsund barna þurfa nú að útvega börnum sínum pössun yfir daginn og sýnir nýleg könnun að í 80 prósentum tilfella hyggist þeir leita aðstoðar hjá sínum eigin foreldrum. aí Kínverjar flögguðu í hálfa stöng og minntust látinna með þagnarstund í gær þegar þess var minnst að vika væri liðin frá því að öflugur jarð- skjálfti reið yfir Sichuan-hérað. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í gær. Á vef BBC segir að þetta sé í fyrsta sinn sem stjórnvöld votti fórnarlömbum hamfara virð- ingu með þessum hætti. Bann hefur verið lagt við allar skemmtanir og allir sjónvarpsmenn klæddust svörtu í útsendingu. Rúmlega 71 þúsund manns eru nú látnir eða týndir, en nánast útilokað er talið að fleiri finn- ist á lífi í rústum húsa. Úrhellisrigning, flóð og aurskriður Mikið hjálparstarf hefur staðið alla vikuna, en miklir eftirskjálftar og úrhellisrigning hefur gert hjálparstarfsmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa um tvö hundruð hjálparstarfsmenn týnt lífi á síðustu fjórum dögum eftir að hafa grafist undir í aurskriðum. Mennirnir unnu flestir að því að lagfæra skemmda vegi og gera hjálparliði þannig auðveldara að koma hjálpargögnum til þeirra sem búa í afskekktum þorpum og misstu heim- ili sín. Fjárhagslegt tjón mikið Kínastjórn áætlar að fjárhagslegt tjón af völd- um skjálftans nemi jafnvirði rúmlega 900 millj- arða íslenskra króna. Björgunarstörf eru nú í auknum mæli farin að snúast um að sjá bágstöddum fyrir mat, heilsuþjónustu og húsaskjóli. Ekkert lát virðist vera á rigningunni á hamfarasvæðunum og ótt- ast margir að flóð og aurskriður kunni að valda enn frekari vandræðum. atlii@24stundir.is Vika liðin frá jarðskjálftanum í Sichuan-héraði Þriggja daga þjóðarsorg hafin í Kína Þjóðarsorg Þúsundir manna komu saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í gær. FRÁ SAUMAKONU TIL ZÖRU TIL Hádegisfyrirlestur fimmtudaginn 22. maí kl. 11:00 Háskólinn í Reykjavík Ofanleiti 2 MANNAUÐUR er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Árvakurs og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. Saumakonan sem stofnaði tískuvörukeðjuna ZÖRU og varð ein ríkasta kona heims lýsir hvernig hún skipaði sér í fremstu röð þeirra sem leggja áherslu á samfélagsábyrgð fyrirtækja með stofnun góðgerðarsamtakanna Paideia. G O TT F O LK Rosalia Mera 11:00 Húsið opnar – Boðið verður upp á léttan hádegisverð meðan á fyrirlestrinum stendur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra – Kynning 11:15 Rosalia Mera – Konur, völd og samfélagsábyrgð 12:30 Pallborðsumræður Rosalia Mera, Paideia Nokkrir stofnaðilar Eþikos, miðstöðvar Íslands um samfélagsábyrgð fyrirtækja: Ari Skúlason, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans Dr. Loftur Reimar Guttormsson, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur 13:00 Fundarlok Fundarstjóri: Margrét Jónsdóttir, vararæðismaður Spánar og forstöðum. alþjóðasviðs HR Erindi Rosaliu Meru er flutt á spænsku en Margrét Jónsdóttir þýðir jafnóðum yfir á íslensku Verð: 2500 kr. / hádegisverður innifalinn / skráning á www.mannaudur.is DAGSKRÁ SAMFÉLAGSÁBYRGÐAR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.