24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 25
„Í lok maí, byrjun júní ætlum
við að setja sumarblóm í kerin,“
segir Þórólfur Jónsson, garð-
yrkjustjóri Reykjavíkurborgar, um
auð ker á Lækjartorgi. „Þótt það
sé fínt veður í dag þá reiknum
við ekki með að það sé öruggt að
fara með blómin út fyrr en í lok
maí. Þetta er háð því að blómin
séu tilbúin og að við séum kom-
in með mannskap sem plantar
þessu út. Við erum háð veð-
urduttlungum landsins. Við gæt-
um auðvitað verið með lauka til
að lífga upp á tilveruna á torg-
inu. Við erum farin að setja þá
niður í auknum mæli, þá erum
við stundum með vetrarskreyt-
ingu í pottunum. En fyrir þá sem
vilja setja út sumarblómin er
rétti tíminn núna.“
Ágangur á fegurðina
„Á Lækjartorgi er svolítill
ágangur á kerin,“ segir Þórólfur.
„En það er mismunandi, stund-
um gengur það vel. Þarna var
skemmtistaður sem er ekki leng-
ur en þegar hann var opinn þá
var ágangurinn mikill. Ég trúi að
það verði rólegra í sumar. „Sum-
arblóm í kerjum og beðum lífga
verulega upp á garða og opinbera
staði borgarinnar,“ bætir hann
við.
Torgið slitið
„Það er orðið slitið þetta torg,“
segir Þórólfur um Lækjartorg og
segir alla vita það að það sé
tímaspursmál hvenær það verði
allt endurgert. „Núna getum við
bætt ástandið með því að bæta
við kerjum, blómum og lífi en til
lengri tíma litið þarf mun veiga-
meiri aðgerðir til og þær standa
til með endurreisn miðbæjarins.“
dista@24stundir.is
Nú má fara að setja sumarblómin út
Sumarblóm í kerin á torginu
24 stundir/Valdís Thor
Íbúum í sérbýli býðst að fá grænar
öskutunnur í stað þeirra hefð-
bundnu. Í grænu tunnurnar fer líf-
rænn úrgangur til endurvinnslu.
Sorphirðugjöld fyrir grænar tunn-
ur eru helmingi lægri en fyrir hefð-
bundnar tunnur eða 8.150 á móti
16.300 krónum. Grænar tunnur
eru losaðar á tveggja vikna fresti í
stað vikulega. Stefnt er að því að
nýtt sorphirðukerfi nái til 20% sér-
býla í Reykjavík.
Grænar tunnur
fyrir góðborgara
Fyrir þá sem eru umhverfisvænir,
eiga bakgarð og góða granna er ef
til vill langsótt en skemmtileg hug-
mynd að fá sér nokkrar hænur í
bakgarðinn. Hænurnar geta orðið
prýðis búbót, að sögn Kolbrúnar
Baldursdóttur sálfræðings sem elur
hænsnahóp í bakgarði sínum í
Breiðholti. Hænur borða allt og
eru því góð viðbót í umhverf-
isvænt heimilishald þar sem lögð
er áhersla á endurvinnslu.
Hænur í
bakgarðinn?
Urðun sorps kostar bæði meira fé
og land en endurvinnsla. Mikið
magn af heimilissorpi reynist vera
pappírsúrgangur. Dagblöð og aug-
lýsingabæklingar sem má end-
urvinna í stað þess að urða. Hjá
Reykjavíkurborg má sækja um bláa
tunnu fyrir pappírsúrgang og því
geta samviskusamir borgarbúar nú
sparað sér sporin á endur-
vinnslustöðvar og hent papp-
írsruslinu beint í tunnuna.
Pappírinn
í tunnuna
Vitretex er létt í vinnslu og þekur vel, ætluð á steinsteypu og múrhúð utanhúss.
Mött og vatnsþynnanleg akrýlmálning með frábært alkalí-, vatns- og veðrunarþol og hentar því íslenskum
aðstæðum sérlega vel. Sveigjanleg filma minnkar líkurnar á sprungumyndun, málningin andar og hindrar því
ekki eðlilegt rakaútstreymi frá fletinum, hreinsar sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum.
Komið og leitið ráða hjá sérfræðingum okkar eða fáið góð ráð og lausnir á heimasíðunni, www.slippfelag.is.
DUGGUV
OGI 4 •
104 REY
KJAVÍK
• SÍMI 5
88 8000
www.slip
pfelagid.
is
UTANHÚSM
ÁLNING
allir litir náttúrunnar eru okkar litir
VITRETEX, á steinsteypu og múrhúð utanhúss,
...vatnsþynnanleg akrýlmálning, veðurþol fyrir íslenskar aðstæður
Tilboð á pallaolíu fram til 24.maí
www.slippfela
gid.is