24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 4
Dala-Rafn gegn olíufélögunum „Aðalkrafan hljóðar upp á um 8,3 milljónir króna,“ segir Hlynur Halldórsson, lögmaður útgerð- arfélagsins Dala-Rafns. Einkamál félagsins gegn olíufélögunum Skeljungi, Olís og Ker, áður Olíu- félaginu, vegna samráðs þeirra á árunum 1993 til og með meiri- hluta árs 2001 var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Þetta mál snýst um samráð [ol- íu]félaganna í Vestmannaeyjum og varðar viðskipti við þau frá 1996,“ segir Hlynur. Samráð olíufélaganna Salan þarf sam- þykki eigenda Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Tillaga um sölu á verkefnum Reykjavík Energy Invest (REI) verður að hljóta samþykki eigenda- fundar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til að hún geti orðið að veru- leika. Þetta kemur fram í áliti Krist- bjargar Stephensen borgarlög- manns sem lagt var fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag. Kristbjörg segir stjórnarmenn ekki hafa verið sammála um hvaða málsmeðferð tillagan hefði átt að fá. „Í rauninni var ég að taka af skarið með að það mætti líta svo á að þarna væri verið að ganga lengra en eigendasam- þykktin gerir ráð fyrir og því bæri stjórninni að vísa málinu inn á eig- endafund. En málið er rétt fram sett. Svona tillaga kemur fyrst fram á stjórnarfundi.“ Þarf atkvæði borgarstjóra Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórn OR, segir meirihlutann hafa ætlað að afgreiða tillöguna án þess að bera hana und- ir eigendafund. Hún er því ánægð með álit borgarlögmanns. „Nú þarf allavega að bera þessa tillögu undir eigendafund og því þarf atkvæði borgarstjóra til þess að selja REI eða hluta þess. Mér finnst það mikil- vægt því hann lýsti því yfir í frægu Kastljósviðtali að REI ætti að vera í 100% opinberri eigu og að fylgja ætti niðurstöðum stýrihópsins. Á sama tíma voru félagar hans í meirihlutanum að semja tillögu um að selja REI, sem síðar varð að þessari tillögu. Hlutverk stjórnar er að framfylgja vilja eigenda sinna og það á ekki að taka ákvarðanir á stjórnarfundi sem eru þvert á það sem eigendurnir vilja.“ Vafamál Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður OR, segir að vafi hafi leikið á því hvort tillagan þyrfti að fara fyrir eigendafund eða ekki. „En okkur lá ekkert á með þetta mál og það fór aldrei svo langt að fara í eitthvað ferli hjá okkur. Ég held að við séum öll sátt um að þetta sé til umfjöllunar í stjórninni og ef þetta verður afgreitt þar þá verður því vísað til eigendafundar.“  Samþykki á eigendafundi þarf til að selja verkefni REI að mati borgarlögmanns  Stjórn OR getur því ekki afgreitt tillöguna ➤ Samkvæmt tillögunni semlögð var fram 18. apríl síðast- liðinn á REI að einbeita sér að ráðgjöf og þróunarverk- efnum. ➤ Selja á þau verkefni sem ekkifalla í þann flokk. ➤ Tillagan verður tekin fyrir ástjórnarfundi OR í dag. TILLAGA MEIRIHLUTANS Orkuveitan Tillaga meirihlutans verður tekin fyrir á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir „Það hafa ekki tekist sættir meðal dómsaðila svo það var óskað eftir dómskvaðningu matsmanns eða matsmanna til þess að meta verð- mæti trjánna sem fóru forgörðum,“ segir Kristinn Bjarnason hæstarétt- arlögmaður. Skaðabótamál Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur upp á á þriðja tug milljóna gegn Kópa- vogsbæ og Klæðningu ehf. vegna skemmda í Þjóðhátíðarlundi í Heið- mörk var dómtekið í gær. „Þetta snýst um það hvort Kópa- vogsbær sé bótaskyldur gagnvart Skógræktarfélaginu og þá um hvaða fjárhæð,“ segir hann. Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélagsins, segir um 500 tré hafa verið á svæðinu en þeim hafi flestum verið fargað. Þó hafi um 50 tré fundist í Hafnarfjarð- arhrauni. Trén voru um 10 metrar á hæð svo ekki verður hlaupið að því að gróðursetja ný í þeirra stað. „Það er bara stórt skarð þvert í gegnum lundinn, það er breitt og afspyrnu- dapurt að sjá,“ segir hann. „Við vorum með samning við Reykjavíkurborg svo okkur var heimilt að fara í gegnum þetta. Við gerðum þetta allt í samstarfi við Skógræktina, borgina og Orkuveit- una,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. „Svo kemur nýr framkvæmdastjóri sem setur allt á hvolf, þetta er skrítið mál,“ segir hann. Hann segist margoft hafa reynt að ræða við Skógræktarfélagið en það hafi ekki borið árangur. „Þetta er komið fyrir dóm svo við bíðum bara,“ segir hann. fifa@24stundir.is Mál Skógræktarfélags Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ og Klæðningu „Þetta er skrítið mál“ Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var verð á Pampers Sensitive blautþurrkum, 63 stykkjum í pakka. Verðmunur er þó nokkur og lægst er það í Nettó og Kaskó eða 309 krónur en hæst í 10-11 og munar tæpum 90%. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæm- andi. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 87% munur á blautþurrkum Brynhildur Pétursdóttir NEYTENDAVAKTIN Pampers sensitive blautþurrkur 63 stk. Verslun Verð Verðmunur Nettó 309 Kaskó 309 Krónan 399 29 % Hagkaup 478 55 % 11-11 479 55 % 10-11 579 87 % www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan P IP A R • S ÍA • 8 1 0 1 7 Stúdentastjarnan og -rósin 2008 fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur 14 kt. gull 8.300 kr. Stjarnan 9.300 kr. Rósin Tilboð til hluthafa FL Group hf. Í tengslum við fyrirhugaða afskráningu FL Group hf. af skipulegum verðbréfamarkaði hefur stjórn félagsins, með samþykki hluthafafundar 9. maí 2008, ákveðið að gera hluthöfum félagsins tilboð um að selja hluti sína í félaginu. Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála sem fram koma í bréfi sem sent hefur verið til hluthafa. Tilboðið er gert þeim hluthöfum sem skráðir voru í hluthafaskrá félagsins samkvæmt uppgerðum viðskiptum í lok dags 8. maí 2008. Með bréfinu fylgir lykilorð fyrir hluthafa til þess að taka þátt í tilboðinu ásamt leiðbeiningum. Hluthöfum býðst að selja hlutabréf sín miðað við gengið 6,68 fyrir hvern hlut í FL Group hf. Fyrir hlutabréfin verður greitt með hlutabréfum í Glitni banka hf., miðað við gengið 17,05 fyrir hvern hlut í Glitni banka hf., eða um 0,39 hlutir í Glitni banka hf. afhentir fyrir hvern hlut í FL Group hf. Tilboðið tók gildi hinn 9. maí 2008 kl. 10:00 og gildir til 21. maí 2008 kl. 16:00. Hluthafar, sem hyggjast taka tilboðinu, skulu fylgja þeim leiðbeiningum sem fram koma í bréfi til hluthafa. Ef bréfið, með upplýsingum um tilboðið og lykilorð, hefur ekki borist hluthafa í seinasta lagi miðvikudaginn 14. maí 2008 skal hann hafa samband við Þjónustuver Glitnis í síma 440 3725. Þjónustuverið veitir hluthöfum jafnframt frekari upplýsingar ef þörf er á í tengslum við tilboðið. Reykjavík, 9. maí 2008 Stjórn FL Group hf. FL Group | Síðumúla 24 | 108 Reykjavík | Sími 591 4400 | www.flgroup.is TILBOÐ 345 kr.- Office1 hringinn í kringum landið: Skeifunni 17 s: 550-4110, Smáralind s: 550-4140, Hafnarfjörður s: 550-4120, Akureyri s: 550-4150, Ísafirði s: 550-4170, Egilsstöðum s: 550-4160, Vestmannaeyjum s: 550-4180, Selfossi s: 550-4190 Öflug fyrirtækjaþjónusta sími: 550-4111 pontun@office1.is Ljósritunarpappír verð áður 598 kr -

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.