24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 9
Fágaður
Fegraðu innkeyrsluna.
BMW 118d valinn græni bíll ársins 2008
Það kann að koma sumum í opna skjöldu að heyra nafn BMW nefnt í sömu andrá og bíla sem eru sparneytnir og umhverfisvænir. Þetta er þó
niðurstaða dómnefndar sem samanstóð af 54 bílablaðamönnum frá 22 löndum og tilkynnti valið á BMW 118d sem græni bíll ársins 2008 eða
„World Green Car of the Year“. Einungis einum bíl hlotnast þessi heiður ár hvert og fer afhending verðlaunanna fram á lokakvöldi alþjóðlegu
bílasýningarinnar í New York.
Fram kom í áliti dómnefndar að EfficientDynamics kerfið væri megin ástæðan fyrir niðurstöðunni, en það er kerfi sem BMW kynnti nýlega og
er orðinn staðalbúnaðir í öllum nýjum BMW-bílum. EfficientDynamics stendur fyrir röð tæknilausna sem draga úr eyðslu og útblæstri en meðal
þeirra er start-stop búnaður sem drepur á vél bílsins þegar hann er kyrr, eins og á ljósum, nýja aðferð við bruna eldsneytis og safngeymi fyrir
umframrafmagn sem myndast við bremsun og akstur. Því ekki að panta reynsluakstur á BMW 1-línunni, strax í dag?
BMW 1 línan
www.bmw.is
Sheer
Driving Pleasure
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - bmw@bmw.is - www.bmw.is
Bíll á mynd BMW 116 sport. Fæst aðeins í sérpöntun.
BMW 116
5 dyra -1,6l. - 115 hestöfl - 7,5 ltr./100km
10,9 sek./0-100km - 179 CO2 g/km
Frá kr. 3.300.000