24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 8
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Við Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi ákváðum að vinna að baráttumál- um geðsjúkra í staðinn fyrir að ein- blína eingöngu á að meðhöndla þá. Það getur verið mun öflugri leið,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi og einn stofnenda Hug- arafls. Flýja sjúklingshlutverkið Hugarafl stendur fyrir gjörningi í dag þar sem „sjúklingi“ verður ýtt í sjúkrarúmi frá Kleppi í Grasa- garðinn. „Kleppur er tákn um það hvern- ig við höfum meðhöndlað geð- sjúka gegnum tíðina. Læknisfræði- leg hugmyndafræði og inngrip eru leiðirnar sem við höfum notað,“ segir hún og bætir við: „Við ætlum að vera í náttfötum sem eru tákn- ræn fyrir sjúklinga því við viljum flýja sjúklingshlutverkið“ Valdbeiting meira áfall Elín Ebba segir skiptar skoðanir hjá þeim sem hafa notið geðheil- brigðisþjónustu, sumir hafa orðið fyrir áföllum sem þeir vilja fá að vinna úr, sumir séu á móti lyfjum en öðrum hafa þau gefist vel. „Aðalatriðið er að treysta þeim sem hafa geðræn einkenni til að velja sjálf. Við mótmælum líka valdbeitingu því margir vilja meina að afleiðing valdbeitingar við inn- lögn geti haft alvarlegar langtíma- afleiðingar.“ Þarf að bæta aðbúnað „Við erum að vekja athygli á okkar málum, við sem höfum verið geðsjúk því við viljum vera meira áberandi í þjóðfélaginu eins og aðrir hópar,“ segir Herdís Bene- diktsdóttir, félagi í Hugarafli. Hún segir margt þurfa að bæta í aðbún- aði við geðsjúka hér á landi því að- búnaður geðsjúkra sé langt á eftir því sem ætti að vera og miðað við aðra sjúkdóma. „Þetta gæti breyst og það orðið allt í lagi að veikjast en í dag er það hálfgerð martröð af því að aðbúnaðurinn er svo slæm- ur. Það eimir enn eftir af gömlum fordómum í þjóðfélaginu og hjá ráðamönnum sem hafa ekki skiln- ing á þessu,“ segir hún. Herdís segir betur þurfa að hugsa um fólk sem veikist. Með- ferð þurfi að vera persónumiðuð og umhverfið sérstaklega gott. Þá á fólk að hafa val um hvort það tekur lyf eða ekki, í samráði við lækna. Ekið í sjúkrarúmi í Grasagarðinn „Geðsjúkir leika lausum hala“ Samtökin Hugarafl 5 ára  Vilja sjálf ráða meðferðinni Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Sagan af landgöngu hvítabjarnar í Skagafirði barst hratt til Norður- landa. Í Noregi er spurt hvort ekki eigi að setja skilti við þjóðvegi með ísbjarnarviðvörun og reglum um viðbrögð sjáist björn á ferð. Á Grænlandi var fylgst með af þekk- ingu. Hinn íslensk-danski Bjarki Friis býr í Meistaravík. Frá Grænlandi til Svalbarða Bjarki ólst upp sín fyrstu ár á Grænlandi þar sem pabbi hans, Henrik Friis, var í Síríusi, dönsku hundasleðaherdeildinni, og mamma hans Karen Jónsdóttir Kaldalóns hélt heimili með tvö smábörn við óvenjulegar aðstæður og enga nágranna nema hvíta- birnina. Í þannig nábýli er vissast að hafa byssu í anddyrinu, en engu að síður er ekki annað að heyra en fjölskyldunni hafi þótt vænt um bangsana. Ekki síst Bjarka, sem valdi að fara í háskólanám á Sval- barða og læra jarðfræði, landafræði og leiðsögn á íshafssvæðum. Nú er hann kominn til Grænlands í fót- spor föður síns í Síríusi og síðast á þessu ári fór hann með í þyrlu í hluta af rannsóknarleiðangri á Grænlandi, þar sem verið var að merkja og deyfa ísbirni. Deyfing virkar ekki lengi „Ég las um björninn á Íslandi sem er annað en björn á Grænlandi eða Svalbarða,“ segir Bjarki. „Ís- björn á litla lífsvon á Íslandi og svangur björn um nótt er enginn „teddybjörn“. Birnir sem koma til mannabyggða sækja oft á sama stað aftur og verða hættulegri í hvert skipti. Deyfing virkar vel en aðeins 40-60 mínútur í einu, allt eftir stærð bjarnarins. Það hefði þurft að deyfa bangsann í Skaga- firði mörgum sinnum til að koma honum aftur á ísinn til Græn- lands.“ Komi hvítabjörn til manna á Svalbarða er hann rekinn úr bæn- um eða deyfður og flogið með hann burt. Ef það dugar ekki og hann kemur aftur þarf að fella hann svo að hann ráðist ekki á fólk. Á Svalbarða eru allir með byssu að sögn Bjarka. Grænlendingar hafa veitt hvítabirni eftir ströngum kvóta. Sé kvótinn búinn og ísbjörn heimsækir þéttbýli er hann oftast nær skotinn og eitt dýr dregið frá kvóta næsta árs. Að mæta hvítabirni á sleða Bjarki er oft á ferðinni um hvítar víðerni Grænlands á hundasleða. „Ef við mætum ísbjörnum í sleða- ferðum, sem gerist oft, reynum við alltaf fyrst að hræða þá burt. Við getum ekki deyft af því við höfum engin tök á því að flytja björninn. Takist okkur ekki að komast burt eða hræða björninn, deyr annað- hvort hann eða við,“ segir Bjarki Friis, sem stefnir á jarðfræðinám á Íslandi. Ísbjörn ekkert bangsaskinn  Íslendingurinn Bjarki Friis skilur drápið á ísbirninum  Bjarki er danskur í aðra ættina og alinn upp með hvítabjörnum ➤ Á Svalbarða eru allir meðbyssur því í Longeyarbyen getur hvenær sem er sést ís- björn á götunum. ➤ Á Grænlandi eru ísbirnir líkahluti af daglegu lífi.Heima- menn fella ákveðinn kvóta árlega, en annars eru birnir aðeins felldir í sjálfsvörn. ÍSBIRNIR HLUTI AF LÍFINU Á Grænlandi Ísbjörninn röltir um hjarnið. Fannbarinn Bjarki Friis, en hann fylgdist með ísbjarnarannsókn á Grænlandi í vetur. 8 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Jón Trausta Reynisson, fyrrum ritsjóra tímaritsins Ísafoldar, og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, ritstjóra Nýs lífs og fyrrum blaða- mann á Ísafold, til að greiða Ásgeiri Þór Davíðssyni, eiganda Goldfinger, eina milljón króna í miskabætur, 400 þúsund kr. í málskostnað og 300 þúsund til birtingar dómsins í dagblöðum vegna ummæla um hann í tímaritinu Ísafold. Ásgeir Þór stefndi þeim Jóni Trausta og Ingibjörgu Dögg fyrir ummæli þar sem hann var sakaður um tengsl við mafíu, mansal og vændi og ómerkti dómurinn um- mæli um tengsl Ásgeirs við mafíu og mansal. Jón Trausti segir dómnum verða áfrýjað til Hæstaréttar. aak Meiðyrðamál dæmt Ásgeiri í vil Áfrýja dómnum til Hæstaréttar Ríkið þarf að greiða fyr- irtækinu Pelastikk ehf. 1,5 milljónir króna vegna fjárhagstjóns sem hlaust af stjórnsýslu í hvalveiði- máli. Þetta er dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær, en inngrip ráðuneytisins voru ólögmætar ákvarð- anir sem leiddu til tjóns. Umhverfisráðuneytið aft- urkallaði útflutningsleyfi Pelastikk fyrir hrefnuafurðir og synjaði um útflutning. Kröfu stefnda um skaðabætur vegna stjórnsýslu umhverf- isráðuneytisins var hinsvegar vísað frá dómi. Bótakrafa Pelastikk nam háum fjárhæðum, en dómara þótti hún hvorki nógu skýr né nógu rök- studd til að hægt væri að leggja hana til grundvallar við ákvörðun skaðabóta. Ríkið var ennfremur dæmt til þess að greiða stefnanda 700.000 krónur í málskostnað. beva Slæm hvala-stjórnsýsla Stjórn Landssambands eldri borgara vill að framfærsluviðmið eldri borgara sé miðað við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Stjórn FEB beinir því til félags- og tryggingamálaráðherra að koma þessari kröfu á framfæri við endurskoðunarnefnd al- mannatryggingalaga sem ákveður lágmarks framfærsluviðmið fyrir lífeyrisþega. Stjórnin telur fráleitt að tekið sé upp lágt og sértækt framfærsluviðmið, sem sé úr takti við framfærslukostnað og meðaltals neysluútgjöld segir í ályktun frá stjórnarfundi Lands- sambandsins sem fram fór í gær. Vilja framfærslu í takt við útgjöld Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri nið- urstöðu, að rekstur fríhafnar í komusal Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar jafngildi ekki rík- isstyrk og brjóti þannig í bága við samkeppnisreglur Evrópska efnahagssvæðisins. Samtök verslunar og þjónustu kvörtuðu yfir fríhöfninni til ESA. ESA segir að við skoðun á mál- inu hafi komið í ljós að engar fjárhæðir fari frá ríkinu til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ehf. Þótt flugstöðin hafi ekki greitt ríkinu fyrir rekstrarleyfi sé það í samræmi við almennar reglur um slík rekstrarleyfi á Íslandi. Þess vegna hafi enginn kostnaður færst til íslenska rík- isins. Mun ESA því ekki aðhaf- ast frekar í málinu. mbl.is Fríhöfnin ekki ríkisstyrkur ➤ Var stofnað af notendum íbata, sem átt hafa við geð- ræna erfiðleika að stríða og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigð- ismálum. ➤ Markmið Hugarafls er aðbæta geðheilbrigðisþjónustu og vinna gegn fordómum með sýnileika og stuðla að atvinnusköpun. ➤ Öll vinna Hugarafls fer fram ájafningjagrundvelli. HUGARAFL

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.