24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 35
24stundir FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 35 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Glæsileg aðstaða • Allt innifalið • Loftkæling • Svalir/verönd • Glæsilegur garður • 3 sundlaugar • Líkamsrækt • Snyrtistofa • Barnaklúbbur (4-12 ára) • Barnaleiksvæði • Tennisvellir • 2 veitingastaðir • 2 barir • Skemmtidagskrá • Íþróttaaðstaða ... og fleira og fleira frá kr. 49.990 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð 17. júní til Fuerteventura, sem slegið hefur í gegn hjá Íslendingum. Á þessari fögru eyju finnur þú einstaklega fallegar strendur, frábært loftslag og góða gististaði þar sem þú getur notið sumarleyfisins við hreint frábærar aðstæður. Bókaðu strax! Mjög tak markað magn í b oði á þessu verði! Glæsileg gisting! SUNRISE JANDIA RESORT – allt innifalið Sunrise hótelið stendur aðeins um 300 metra frá frábærri Jandia ströndinni og örstutt frá hinum skemmtilega bæ Morro Jable. Hótelið býður frábæran aðbúnað í fríinu í öruggu umhverfi, að því ógleymdu að allt er innifalið meðan á dvölinni stendur. Á hótelinu eru í boði herbergi, sem rúma tvo fullorðna, og íbúðir með einu svefnherbergi sem rúma allt að fjóra og eru frábær kostur fyrir fjölskyldur. Herbergi og íbúðir eru með loftkælingu, baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Sundlaugargarðurinn er rúmgóður og fallegur en þar eru tvær sundlaugar auk sérstakrar barna- laugar og íþróttaaðstöðu. Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur fyrir börn frá 4-12 ára og góð leikaðstaða er fyrir börnin. Fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna er í boði. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu og tveir barir. Allt innifalið „Allt innifalið“ felur í sér morgun-, hádegis og kvöldverðarhlaðborð á aðalveitingastað hótelsins. Með máltíðum er boðið upp á vín, vatn, gosdrykki og bjór (innlendir drykkir). Ath. áfengir drykkir eru ekki í boði með morgunverði. Ef hungurs eða þorsta verður vart á milli mála þá þá eru einnig fjölbreyttir kostir í boði. E N N E M M / S IA • N M 33 89 4 – með öllu inniföldu Ótrúlegt verð 1 eða 2 vikur Allt innifalið Kr. 49.990 – 1 vika Kr. 64.990 – 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefherbergi með öllu inniföldu í 1 eða 2 vikur, 17. júní. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja/íbúða í boði á þessu verði. Kr. 64.990 – 1 vika Kr. 84.990 – 2 vikur Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með öllu inniföldu í 1 eða 2 vikur, 17. júní. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja/íbúða í boði á þessu verði. Ótrúlegt sértilboð 17. júní Fuerteventura Alfred Molina og Ben Kingsley hafa gengið til liðs við framleið- endur myndarinnar Prince of Persia samkvæmt fréttum Var- iety. Molina mun fara með hlut- verk Sheik Amar en óvíst er hvaða hlutverk Kingsley tekur að sér. Hann er þó sterklega orðaður við hlutverk skúrksins Vizier en Gísli Örn Garðarsson var talinn líklegur til að hreppa það hlut- verk. Áður hafði Jake Gyllenhaal tekið að sér aðalhlutverkið. vij Ben Kingsley í stað Gísla? Sænska partírokksveitin Bob Hund hefur bæst á dagskrá Hró- arskeldu. Sveitin hefur legið í dvala í þó nokkurn tíma og hafa liðsmenn einbeitt sér að öðrum verkefnum. Sviðsframkoma þeirra þykir engu öðru lík. Auk þeirra hefur breska sveitin The Duke Spirit bæst á listann auk Queen Ifrica frá Jamaíku. Bob Hund á Hróarskeldu Amanda Lucas, dóttir leikstjór- ans George Lucas, dvelur nú á Nýja Sjálandi þar sem hún slæst við aðrar stelpur. Slagsmálin eru hluti af Princesses of Pain raun- veruleikaþáttunum þar sem mis- munandi bardagastílum er att saman. Amanda, sem hefur leikið í þremur Star Wars-myndum, er þaulæfð í brasilísku ju-jitsu, sparkboxi og Muay Thai. vij Stjörnustríðs- prinsessa í slag Hafin er framleiðsla á framhalds- mynd Donnie Darko er skaut Jake Gyllenhaal upp á stjörnu- himininn á sínum tíma. Myndin er gerð af öðrum leik- stjóra og gerist sjö árum eftir at- burði fyrstu myndarinnar. Sagan fjallar um örlög yngri systur Donnie sem leikin verður af Da- veigh Chase sem fór með hlut- verkið í fyrri myndinni. Donnie Darko framhald Guy Ritchie hefur samþykkt að skrifa hand- ritið og leikstýra nýrri mynd um ævintýri spæj- arans mikla Sherlock Holmes sem Warner Bros.-kvikmyndaverið hyggst framleiða. Ritchie mun taka við leikstjórastarfinu af Neil Marshall, sem leikstýrði meðal annars myndum á borð við The Descent og Doomsday. Kvikmyndin mun vera byggð á væntanlegri teiknimyndasögu Lionels Wigrams en í þeirri sögu er persóna Sherlocks sett í aðeins nútíma- legri búning þar sem einblínt er meira á has- arinn heldur en heilabrotin. Til að mynda verð- ur lögð meiri áhersla á skylmingahæfileika og hnefaleikakunnáttu kappans. Holmes og hjálparkokkur hans dr. Watson eru á meðal frægustu skáldsagnapersóna bók- menntasögunnar en þeir félagar eru sköpunar- verk rithöfundarins Sir Arthurs Conan Doyle. Alls ritaði Doyle fjórar bækur og 56 smásögur um ævintýri Holmes. Nú þegar hafa verið gerðar yfir 200 kvik- myndir og sjónvarpsþættir um Sherlock Holmes og hafa yfir 75 leikarar fengið það hlutverk að túlka spæjarann snjalla. Guy Ritchie hefur undanfarin ár látið lítið fyrir sér fara en hann er í dag líklega best þekkt- ur fyrir það að vera eiginmaður söngkonunnar Madonnu. Eftir að Ritchie sló í gegn með myndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch gerði hann, ásamt eiginkonu sinni, myndina Swept Away en sú mynd fór langleiðina með að leggja feril hans í rúst. Vonir standa til að Ritchie geti með þessari mynd bjargað því sem eftir er af ferli hans, svo lengi sem frúin fær ekki hlutverk í myndinni. vij Nýr Sherlock Holmes fyrir nýja kynslóð Ritchie uppfærir spæjarann sígilda Mynd/Getty Images Frú og herra Madonna Margir vilja meina að Madonna hafi skaðað feril Ritchies mikið.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.