24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 34
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er búið að vera mjög gaman að standa í þessu. Þetta er rosaleg vinna því þetta fellur á milli tveggja blaða. Maður vinnur alveg myrkr- anna á milli núna,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, ritstjóri Reykja- vík Grapevine, um væntanlegt af- mælistölublað blaðsins sem kemur út föstudaginn 13. júní. Reykjavík Grapevine kom út í fyrsta sinn þennan sama dag árið 2003 og fagnar blaðið því fimm ára afmæli sínu. Af því tilefni var ákveðið að bæta við einu auka- blaði. „Þetta er akkúrat á milli útgáfa þannig að við smelltum bara inn sérstöku aukablaði. Við ákváðum að fá fimm gestaritstjóra fyrir blað- ið sem hver um sig fær fimm blað- síður til að vinna úr.“ Hin fimm fræknu Það eru engin smánöfn sem setj- ast í stól gestaritstjóra Grapevine. Bergur Ebbi Benediktsson, söngv- ari Sprengjuhallarinnar, Pétur Blöndal, blaðamaður á Morg- unblaðinu, Barði Jóhannsson tón- listarmaður, Silja Magg ljósmynd- ari og myndlistarkonan Sara Riel munu hvert um sig setja mark sitt á blaðið og segir Sveinn Birkir að efnistök þeirra verði mjög ólík. „Silja er með myndaþátt með fimm manneskjum. Hún er í námi í New York eins og stendur þannig að hún ákvað að taka Íslendinga sem vekja athygli í New York. Bergur Ebbi og Barði eru með flóknari konsept sem ég eiginlega treysti mér ekki til að útskýra.“ Betrumbætt Grapevine Sveinn Birkir segir að afmæl- isritið verði ennfremur nýtt til að sýna nýtt útlit á blaðinu. „Við not- um tækifærið til að kynna nýtt Grapevine með þessu afmæl- isblaði.“ Hann segir ennfremur að nýrri vefsíðu verði hleypt af stokk- unum og nýtt merki blaðsins líti dagsins ljós. Sem fyrr segir kemur afmælisblað Grapevine út 13. júní. Reykjavík Grapevine fagnar fimm ára afmæli sínu Fimm ritstjórar á fimm ára afmæli Tekur á móti gestum Sveinn Birkir fær fimm fíleflda gestaritstjóra á Reykjavík Grapevine. ➤ Reykjavík Grapevine komfyrst út 13. júní 2003. ➤ Í fyrstu var blaðið hugsaðsem upplýsingaveita fyrir er- lenda ferðamenn en sinnir nú einnig nýjum Íslendingum. ➤ Yfir sumartímann kemurblaðið út tvisvar í mánuði. REYKJAVÍK GRAPEVINE Föstudaginn 13. júní mun Reykjavík Grapevine fagna 5 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður gefið út sérstakt afmælisblað þar sem fimm gestarit- stjórar láta ljós sitt skína. 34 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir Alla daga frá10 til 22 800 5555 Zanzibar - mjúkur og yndislegur bh í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.950,- buxur í stíl í S,M,L,XL á kr. 4.585,- Zanzibar - glæsilegur sundbolur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 10.990,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is NÝTT OG ÆÐISLEGT!! Hljómsveitin Morðingjarnir mun í dag halda í sínu fyrstu tón- leikaferð erlendis. Ferðinni er heit- ið til Skotlands þar sem til stendur að leika á tveimur tónleikahátíð- um. „Við erum að fara að taka giggin sem Reykjavík átti að taka,“ segir Haukur Alfreðsson, söngvari og gítarleikari Morðingjanna. Hljómsveitin Reykjavík hafði verið bókuð til að leika á Go North- og Rock Ness-tón- leikahátíðunum en eins og kunn- ugt er reif Bóas Hallgrímsson, söngvari Reykjavíkur, nýra í stór- fiskaleik á dögunum og þurfti sveit- in því að fresta tónleikaferð sinni. Haukur vill þó ekki segja að nýr- að í Bóasi sé að gefa Morðingj- unum tækifæri til að skapa sér nafn erlendis. „Það er allavega að gefa okkur séns á að fara til Skotlands. Þetta er að minnsta kosti gott frí frá gráum hversdagsleikanum.“ Haukur segir að það sé frágengið að Morðingjarnir spili á Go North- hátíðinni en það sé enn í vinnslu að fastnegla tónleikana á Rock Ness- hátíðinni. „Go North er svona meira í ætt við Airwaves-hátíðina með mörgum tónleikastöðum en Rock Ness er meira svona hefð- bundið festival, allir í tjöldum og svoleiðis.“ Réðu leigu-Morðingja En það eru ekki allir Morðingj- arnir sem halda í víking til Skot- lands því bassaleikari sveitarinnar, Atli Erlendsson, situr eftir heima en hann varð faðir fyrir tæpri viku. Í Atla stað hefur Bibbi úr hljómsveit- unum Innvortis og Ljótu hálfvit- unum verið fenginn til að hlaupa í skarðið og má því segja að hann sé nokkurs konar leigu-Morðingi. „Hann er núna örugglega mjög illa sofinn að reyna að læra Morð- ingjalög,“ segir Haukur að lokum. vij Morðingjarnir til Skotlands í stað Reykjavíkur Stórfiskaleikurinn gefur sveitinni séns Mynd/Árni Torfason Á leiðinni í víking Morðingjarnir halda til Skotlands í dag. Söngkonan Anna Mjöll Ólafs- dóttir heldur djasstónleika á Sólon laugardaginn 6. júní næstkomandi klukkan 22.00. Anna Mjöll hefur verið búsett í Englaborginni Los Angeles, þar sem hún starfar sem söngkona. „Ég kem alltof sjaldan heim til Íslands að syngja, en þetta reyndist frábært tækifæri og kærkomið. Ég hef ekki verið alltof dugleg að sinna samlöndum mínum hér á Fróni, en ætlunin er að breyta því. Á tónleikunum mun ég syngja klassískan djass eftir þekkta flytj- endur eins og Ellu Fitzgerald, Billie Holliday og aðra, auk þess sem ég mun taka nýrri lög. Annars má segja að prógrammið samanstandi af lögum frá 1930 til dagsins í dag,“ segir Anna Mjöll sem hefur notið fulltingis Geirs Ólafssonar við að skipuleggja tónleikana. „Ég hef auðvitað unnið mikið með föður Önnu, honum Ólafi Gauki, ég vissi af Önnu auðvitað og í sameiningu komum við þessu á koppinn,“ sagði Geir. Djasstónleikar Önnu Mjallar Djassgeggjari Anna Mjöll mun syngja sig og aðra inn í sumarið. FÓLK lifsstill@24stundir.is a Bergur Ebbi og Barði eru með flóknari konsept sem ég eiginlega treysti mér ekki til að útskýra. Ókeypis -heim til þín - kemur þér við poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.