24 stundir - 05.06.2008, Side 40
24stundir
Vorsprung durch Technik www.audi.is
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Fegurðin er staðalbúnaður í Audi A3.
Audi A3 - 1600cc, beinskiptur, 5 gíra
Leðurinnrétting, 17" álfelgur, S-line útlitspakki, 4 arma aðgerðastýri,
álþakbogar, vindskeið, I-pod tengi, skyggðar rúður
Verð: 3.925.000 (sjálfskiptur: 4.125.000)
? Hvað gera nokkrar sveitalöggur semganga fram á lifandi ísbjörn? Svarið er:Þeim er vorkunn. Tími Nonnabókannavar í gær. Í dag eru það stjórnmálin.Löggurnar taka upp GSM-símann ogleita ráða. Svarið er: Skjótið björninn ogmálið er dautt! Björninn er þó varlakólnaður fyrr en sjálfur umhverf-
isráðherrann kemur fram í sjónvarpi og
er á svipinn eins og hann hafi misst ná-
inn ættingja. Bloggarar útmála lögg-
urnar sem morðingja og þegar allir hafa
hellt úr skálum reiði sinnar er sett nefnd
í málið. Yfirdýralæknir sem sér í birn-
inum nokkur hundruð kíló af hráu kjöti
fyrirskipar að það skuli urðað vegna
sníkla sem geti verið hættulegir mönn-
um leggi þeir sér það hrátt til munns.
Þarna þarf að hafa hraðar hendur því
soltinn almenningur í Skagafirði er til
alls vís.
Ef ég væri ísbjörn hefði ég ekki valið
að ganga á land í Skagafirði. Mér er í
fersku minni hvernig fór fyrir frönskum
ketti sem ferðaðist um þessar slóðir í
húsbíl með eigendum sínum, karli og
konu, fyrir nokkrum árum. Hann varð á
vegi lögreglumanna frá Blönduósi og
endaði líf sitt með kúlu milli augnanna.
Karlinn beinbrotnaði í átökunum og
konan fékk taugaáfall. Kötturinn var þó
meinlaus, nema menn hefðu farið að
leggja sér hann hráan til munns! Þetta
var fyrir tíma bloggsins og enginn var á
svipinn eins og hann hefði misst náinn
ættingja. Nema eigendurnir en það var
aldrei sett nefnd í málið.
Köttur í bóli bjarnar
Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir
segir Nonnabækurnar
hafa vikið fyrir pólitík.
YFIR STRIKIÐ
Hvað skal gera
þegar maður
mætir ísbirni?
24 LÍFIÐ
Götublaðið Reykjavík Grapevine
fagnar fimm ára afmæli sínu með
útgáfu á sérstöku af-
mælisblaði.
Fimm gesta ritstjórar
á Grapevine
»34
Starfsmenn Iceland Airwaves hafa
ekki fengið laun í nokkra mánuði
þrátt fyrir að hafa feng-
ið launaseðla.
Gúmmílaunaseðlar
Airwaves
»38
Rithöfundurinn og bókaútgefandi
Mikael Torfason gefur út kennslu-
bók Warren Buffett í
fjárfestingum.
Leysir Mikael Torfa
kreppuna?
»38
● Spennandi
prestakall
,,Stafholts-
prestakall er
mjög spennandi.
Þarna er rótgróið
sveitarsamfélag
auk háskóla-
samfélagsins á
Bifröst þar sem er margt ungt
fólk og börn,“ segir Elínborg
Sturludóttir sem hefur verið val-
in sóknarprestur í Stafholts-
prestakalli. Elín, sem er nú í fríi
á Spáni ásamt eiginmanni og
þremur börnum, var vígð til
prestsþjónustu í Setbergs-
prestakalli 2003 og hefur hún
gegnt því embætti síðan.
● Árstíðarblað
„Blaðið kemur út
fjórum sinnum á
ári og fyrsta upp-
lagið núna í dag,“
segir Ragnheiður
Guðfinna Guðna-
dóttir, annar eig-
andi HFH Magaz-
ine, nýs íslensks frítímarits. „Ritið
er á ensku, enda Ísland orðið að
fjölþjóðasamfélagi. Það er um 200
síður og munum við sjálf dreifa því
í fyrirtæki, auk þess sem það mun
liggja á stöðum þar sem fólk getur
gefið sér tíma til að fletta því, en
það mun taka meira en kortér,
enda hnausþykkt og vel skrifað
blað um lífsstíl og hönnun og allt
þar á milli,“ segir Ragnheiður.
● Fótboltaveisla
„Þetta verður
veisla frá upphafi
til enda og það
verður ekkert til
sparað,“ segir
Hrafnkell Krist-
jánsson, yfirmað-
ur íþróttadeildar
Rúv.
Starfsmenn íþróttadeildarinnar
eru nú í óða önn að leggja loka-
hönd á glæsilega dagskrá sem verð-
ur í tengslum við Evrópumótið í
fótbolta sem hefst á laugardaginn.
„Þetta gengur mjög vel og við er-
um að vinna í því að klára und-
irbúning.“
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við