Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Qupperneq 2
Hannes Jónsson:
NÁMSFERD 1908
VIÐ vorum víst um tuttugu
saman, sem lögðum á stað í
námsferð suður haustið 1908, og
gistum flest í Hrútatungu. Við
fengum nýtt dilkakjöt að borða
og kjötsúpu, mikiu meira en við
gátum torgað. Svo ærsluðumst við
eins og fífl, er við áttum að fara
að soía. Næturgrei'ðinn og vökt-
un á hestunum kostaði 1 krónu
fyrir hvert okkar. Það þætti víst
ódýrt nú.
Við fórum í íylkingu yfir heið-
ina. Ein í hópnum var Laufey
Valdimarsdóttir, sem hafði verið
um sumarið á Stóru-Borg. Það var
sagt, að hún hafi verið trúlofuð
giæsimenninu Vilhjálmi á Stóru-
Borg, en þau voru aðskilin. Lauf-
ey giftist aldrei, en Vilhjálmur
fór til Ameríku.
Við urðum að bíða heilan dag
í Borgarnesi eftir flóabátnum
Ingólfi. Mér var illt í höfði, hafði
verk fyrir brjóstinu og var dofinn
og máttlaus. Ég lá einn dag eftir
að ég kom suður, en fór þá á
iætur og niður í Verzlunarskóla,
til að vera við skólasetninguna.
Við vorum fjórtán, sem settumst
í þriðja bekk, tvær stúlkur og
tólf piltar, sá elzti um 25 ára, en
við þrír um 16 ára. Öll lukum við
prófi vorið eftir.
Þegar ég íór heim úr skólanum
klukkan þrjú, slagaði ég á götunni
eins og drukkinn maður. Ég fór
strax upp í rúm, því fólkið sá, að
ég var mikið veikur. Hitinn var
nærri 41 stig, og í ofboði var sent
eftir Guðmundi Hannessyni hér-
aðslækni, síðar prófessor. Hann
kom strax og er hann sá mig,
sagði hann: „Hvað voruð þér að
álpast suður?” hélt víst að ég væri
með taugaveiki, sem þá var út-
breidd í bænum. „Yður varðar
andskotann ekkert um þa6,” sagði
ég, því ég var og er sóttkaldur.
Hann skoðaði mig nákvæmlega, ég
var með lungnabólgu og brjóst-
himnubólgu, sem ég hefi aldrei
losnað við. Ég lá í nærri tvo mán-
uði en komst þá á lappir, af því
Guð mátti ekki missa mig, þurfti
að hafa mig í snúningum.
Ég var eftir mig mest allan vet-
urinn, orðinn langt á eftir í skól-
anum, en fékk þó >að halda áfram
og gerði það, sem ég gat. Ég
vakti fram á nótt og stautaði mig
fram úr þýzkri verzlunarlanda-
fræði með þýzk-danskri orðabók.
í skólanum var líf og fjör, við
rákum einn kennarann og settum
bæinn á annan endann af hneyksl-
un. Ég hefi alltaf séð eftir þessu,
vegna þess að þetta var gamall,
stórlátur maður, sem tók móðs-
unina mjög nærri sér. Ég var þó
með af lífi og sál í sprellinu.
Það stóð til að reka okkur öll,
en af því Verzlunarskólinn var
svo ungur, hélt skólastjórnin að
það riði honum að fullu. Því kom
öll skólanefndin á fund niður í
skóla, við vorum öll kölluð fyrir,
en Jón Ólafsson, formaðurinn,
hélt yfir okkur dómadags
skammaræðu. Er ræðunni lauk
reis úr sæti málsvarinn, sem við
liöfðum kosið, einn af „Vormönn-
um íslands” frá Akureyri. En þá
hvessti Jón á hann augun og
sagði: „Þegið þér,” — og minn
maður settist.
Menntaskólastrákarnir liöfðu
ekki litið á okkur frekar en hunda
áður, en nú sóttust þeir eftir að
vera með þessum ferlegu upp-
reisnarmönnum. Tryggvi Kvaran
leitaði mig uppi, vegna þess að
honum fannst ég vera glansnúmer
á Húnvetningum, vera sómi fyrir
héraðið.
Fjárkreppan hafði skollið' á
1908, og sagði skólastjórinn okkur
í tíma, að 29 kaupmenn fyrir
norðan væru farnir um, fengju
ekki vörur. Þá var einnig bylting-
in í Landsbankanum, en skóla-
stjórinn var þar við endurskoðun.
Hann nefndi sem dæmi, að einn
útgerðarbóndinn á Seltjarnarnesi
væri í ábyrgðum fyrir 117 þús-
undum, sem liann taldi ógætilegt.
Víst eru bankastjórarnir ógætnir
í útlánum, bæði fyrr og nú, því
allar skuldir þarf að borga. —
„Ykkur ferst, þessum bankastjór-
um, sem allir ættuð að vera í
tukthúsinu,” sagði pabbi við einn.
Sá var stórmenni að göllum og
gæ’ðum, og misvirti bersöglina
ekkert við pabba. En púður-
sprengjan í glugga íslandsbanka
vakti ógn og skelfingu í bænum.
Á öskudaginn labbaði Tryggvi
Gunnarsson ofan á planið við
steinbryggjuna „Tryggvasker,”
eins og hann var vanur. Hann var
akfeitur. En þegar Jón gamli
„Forni” kom þangað haltrandi rak
Tryggvi upp hrossahlátur. „Að
hverju ertu að hlæja, að hverj-
um andskotanum ertu að hlæja,
þú ert alltaf sami bölvaður háð-
fuglinn,” sagði Forni gamli hryss-
ingslega En Tryggva datt ekki í
hug að segja vini sínum frá
kálfsrófunni, sem strákarnir hjá
Thomsen höfðu nælt aftan í
Forna.
Og svo komu forsetarnir heim.
Ég var við skúrhornið hjá Sam-
einaða. þar sem nyrðra hornið á
Eimskip er nú. Þetta var um fjöru
og báturinn lenti fremst við stein-
br.vggjuna. Gífurlegur mannfjöldi
var þarna á henni miðri. Fyrir
forsetunum gekk Þorvaldur pólití
með stafinn á lofti og hermannleg-
ur að vanda, svo var Björn ráð-
herra, þá Kristján Jónsson, en
Hannes Þorsteinsson síðastur. En
Jónas pólití, rak lestina og var
ekkert hermannlegur. Ég man
ekki til, að ég heyrði neinn háv-
aða eða orðaskipti fyrr en kom
upp í Austurstræti, en æsingin var
auðfundin í fólkinu. Er fyikingin
framan af bryggjunni kom þang-
a6, sem ég stóð, varð þrýstingur-
inn svo mikill, að ég tókst á loft
og barst þannig yfir að Ingólfs-
hvoli. í Austurstræti var gífur-
Frh. á bls. 263.
242 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ