Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Síða 4

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Síða 4
ur að bjarga mönnum úr sjávar- liáska. Það var Bolvíkingurinn Bjarni Bárðarson írá Hóli, hinu forna höfuðbóli ættar hans, þar sem forfaðir hans, Sæmundur Árnason sýslumaður (d. 8. júlí 1632) frá Hlíðarenda í Fljótshlíð bjó með konu sinni, Elínu, dóttur Magnúsar sýslumanns prúða Jóns- sonar. En frá þeim hjónum er hin kunna Hólsætt runnin. Skal hér Takin ætt Bjarna til þessara merku hjóna. Bjarni var fæddur 14. marz 1878 að Gili í Bolungarvík. Var hann fluttur næturgamall niður að Hóli og ólst þar upp hjá ömmu sinni, Karítas Bárðardóttur, er þá var ljósmóðir þar. Bjarni var ekki lijónabands barn, faðir hans var Bárður Magnússon, hraustmenni mikið og venjulega kallaður hinn stóri; munu fáir hans jafningjar hafa verið vestur þar. Bárður bjó á Hóli. Móðir Bjarna var Jóhanna Bjarnadóttir, Össurarsonar frá Fremri-Hnífsdal. Bárður andaðist 1896. Faðir Bárðar stóra var Magn- ús bóndi á Hóli (f. 1816). Var hann fyrri maður Karítasar Bárðardótt- ur, Sturlusonar, en Karítas var yf- ir 40 ár Ijósmóðir í Bolungarvík. Þrjá syni áttu þau Magnús og Karítas, er til aldurs komust og voru þeir allir afrenndir að afli, en líklega var Árni sterkastur. Faðir Magnúsar á Hóli var Árni Jónsson bóndi í Meirihlíð (f. 1786, d. 1873); hann átti fyrir konu Sesselju Jónsdóttur frá Minni- Hlíð Þorlákssonar. Faðir Árna í Meirl-HIíð var Árni Magnússon bóndi í Meiri-Hlíð og á Hóli (d. 1822); átti fyrir konu Þóru Árna- dóttur prests i Gufudal Ólafsson- ar löesagnara á Eyri i Sevðisfirði Jónssonar. Barn þeirra Árna og Þóru var auk Árna: Helga, er átti fyrr Hákon prest Jónsson frá Deildartungu, er fórst í snjó- flóði á Óshlíð 17. febrúár 1817, og var þeirra sonur síra Magnús í Revnisbingum. Seinni maður Heleu var sfra Biar'ni Gfslason á Söndnm. en þeirra sonur var Há- kon Biarnason kauomaður. faðir Ágústar H. Bjarnasonar prófessors og beirra merku systkina. Faðir Árna Magnússonar í Meiri- Hlíð var Magnús hinn auðgi í Meiri-Hlíð Sigmundsson. Kona Magnúsar auöga var Elín Jóns- dóttir á Hóli, Egilssonar. Annar sonur Magnúsar auðga var Þor- lákur ísfjörð sýslumaður. Sig- mundur faðir Magnúsar var um- boðsmaður Álftafjarðarjarða og Aðalvíkurjarða, er voru konungs- eign eða kirkju, og einnig Barða- strandajarða. Kona hans var Helga Þorkelsdóttir, Einarssonar. Faðir Sigmundar var Sæmundur lögréttumaður á Hóli (f. um 1634, býr á Hóli 1703), Magnús- son, en kona Magnúsar var Sig- riður Þorleifsdóttir frá Búðardal Bjarnasonar að Skarði, Oddsson- ar. Magnús, faðir Sæmundar var bóndi á Hóli (d. 1636). Hann var sonur Sæmundar (d. 8. júlí 1632) Árnasonar frá Hlíðarenda og konu hans, Elínar Magnúsdóttur prúða sýslumanns. Voru þessi hjón sitt úr hvorri áttinni, forfeður Hóls- ættarinnar — og sést á því, sem að framan grélnir, hvéráu faát þessi karlleggur Bjama Bárðar- sonar hefur setið þetta gamla höf- uðból. Þessi ættfærsla hér er til þess gerð, að fólk, sem veit að það er af þessari ætt, en ógjörla hvernig, geti frekar rakið ætt sína til hinna fyrstu hjóna, er ættln er frá komin. Magnús prúði var mesta skáld sinnar aldar og kom- inn af Svalbarðsætt hinni fornu, sem rakin er til Egils Skallagríms- sonar á Borg. Föðurætt Sæmund- ar sýslumanns Ámasonar er Oddaverja ætt, rakin í karllegg til Sæmundar fróða og lengra. Um framættir þeirra hjóna á Hóli má lesa f Arnardals ætt eftir Valdimar Björn Valdimarsson frá Hnífsdal. Bjarna er svo lýst í æviminn- ingu hans eftir Flnnboga Bernód- usson i Bolungarvík, er var hon- um mjög kunnugur og réttsýnn maður og margfróður og minnung- ur: — Bjarni var hár maður vexti, grannvaxinn, beinvaxinn, fríður sýnum og karlmannlegur á velli, enda hið mesta karlmenni. Hann var maður hugrakkur og lét sér ekki allt í augum vaxa, snarráður og fliót.ur til að taka ákvarðanir á hættustundum eins og hann sýndi oftar en einu sinni. — Þá er til önnur lvsing á B.iarna, er hún eft- ir Jóhann Bárðarson. höfund bók- arinnar Áraskip. Lýsing Jóhanns er svohljóðandi: Bjarni er maður í hærra lagi á vöxt og samsvarar sér vel að gildleika, en fremur skarpholda, léttur í spori og kvik- ur í öllum hreyfingum. Á sínum yngri árum var hann talinn ein- hver allra handsterkasti maður í Bolungarvík og þó víðar væri leit- að. Er vafalaust, að ef hann hefði átt þess kost að iðka íþróttir, þá hefði hann orðið afbragðs íþrótta- maðúr. Bjarni er vel greindur maður, stilltur og hóglátur og mun ekki eiga nokkurn óvildar- mann, enda vel látinn af sínum sveitungum og þeim öðrum, er hann þekkja. Er þessi lýsing í grcin, er Jóhann birti í Lesbók Morgunblaðsins 26. febr. 1939 um frækilegt björgunarafrek, er Bjarni vann á sumardaginn fyrsta 1913. En Alþingi verðlaunaði Biarna fyrir afrek þetta árið 1939, efíir að Jóhann Bárðarson og fléirl höfðu vakið athygli þingsins á þessu mikla björgunarafrekl. Bjarni Bárðarson kvæntist 9- des. 1899 Kristínu Salóme Ingi- mundardóttur (f. 14. des. 1878). Þau hafa því verið jafngömul eða um 21 árs. Það ár eignuðust þau sitt fyrsta barn, en alls áttu þau 12 börn. Þau bjuggu fyrst við tómthúsmennsku á Ytri-búðum eða til 1912, en fluttust þá að Hóli og bjuggu þar til 1928, að þau fluttu aftur að sjónum og bjuggu á Ytribúðum í húsi, er þau keyptu þar, og ræktuðu blett í grýttri urð kringum húsið, en 1948 flutt- ust þau til Reykjavíkur, og þar dó Bjarni 9. maí 1957. Kristín lifir mann sinn enn og er hjá Steingrími, syni sínum, fisksala í Sogamýri. Skal nú víkja að þeim þætti f lífi Bjarna, sem lengst mun halda nafni hans á lofti, en það er glæsilegt og um leið hetjulegt björgunarstarf hans við að forða mönnum frá drukknun. Það kom fyrir suma formenn að sigla fram hjá nauðstöddum mönnum bjarg- arlausum í tvísýnu og hættulegu ástandi og skal ekki lagðdr dómur á það hér, hvort afsakanlegt var eða ekki, en Bjarni lét það aldrei á sig fá. þótt áhættan væri mikil. og gæfa fylgir djörfum, segir gam- all málsháttur; það átti við um Bjarna, eða haun var maður fyrir 244 SUNNUDAGSBLAÐ _ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.